Gerðir kirkjuþings - 01.01.2014, Page 28
28 29
Kirkjuráð og starfsfólk Biskupsstofu hafa sinnt vel hlutverki sínu að mæta fordæmislausum
aðstæðum í rekstri þjóðkirkjunnar á tímum mikils samdráttar í tekjum.
Fjárhagsnefnd telur rétt að kirkjuþing skipi þriggja manna vinnuhóp er meti árangur og
leiti nýrra leiða til þess að ná jafnvægi í fjármálum þjóðkirkjunnar. Niðurstöður hópsins
verða lagðar fyrir kirkjuráð sem leggur á það endanlegt mat hvort þeim verði fylgt að fengnu
samþykki kirkjuþings á vorþingi 2014.
Kirkjuráð veitir nefndinni alla þjónustu og fjármuni til þess að sinna starfi sínu.
Nefndina skipuðu: Birna Guðrún Konráðsdóttir, kirkju þings maður, for maður, Guð-
mundur Einars son, sókn ar nefndar for maður Seltjarnarnessóknar og Þráinn Þorvaldsson,
safnaðarfull trúi Bústaðasóknar.
Nefndin hefur skilað kirkjuráði skýrslu sem fylgir skýrslu þessari (fskj. F).
31. mál. Þingsályktun um mótun gæðastefnu þjóðkirkjunnar.
Kirkjuþing 2013 samþykkti svofellda ályktun:
Kirkjuþing 2013 samþykkir að fela kirkjuráði að sjá til þess að mótuð verði gæðastefna
þjóðkirkjunnar og að unnið verði samkvæmt henni.
Málinu var vísað til biskups og hefur verið unnið að því á þjónustusviði Biskupsstofu.
32. mál. Þingsályktun um viðaukasamning við Samkomulag íslenska ríkisins og þjóð
kirkjunnar um kirkjujarðir og launagreiðslur presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar frá
10. janúar 1997.
Kirkjuþing 2013 samþykkti svofellda ályktun:
„Kirkjuþing samþykkir viðaukasamning frá 1. janúar 2014 við Samkomulag íslenska ríkisins
og þjóðkirkjunnar um kirkjujarðir og launagreiðslur presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar
frá 10. janúar 1997. Jafnframt samþykkir kirkjuþing 2013 nauðsynlegar breytingar á lögum
um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997 til að viðaukasamningurinn nái
fram að ganga. Þær breytingar gildi sama tíma og viðaukasamningurinn“.
Vegna áframhaldandi niðurskurðarkröfu ríkisins á hendur þjóðkirkjunni árið 2013 var
fimmta árið í röð gerður nýr tímabundinn viðaukasamningur við Samkomulag íslenska
ríkisins og þjóðkirkjunnar um kirkjujarðir og launagreiðslur presta og starfsmanna
þjóðkirkjunnar frá 10. janúar 1997. Samningsviðaukinn felur í sér, eins og áður, tímabundna
breytingu á fjárframlögum frá ríkinu samkvæmt framangreindu kirkjujarðasamkomulagi
vegna kröfu ríkisins á hendur kirkjunni um hagræðingu í fjármálum.
Starfsreglur sem samþykktar voru hafa verið birtar í Stjórnartíðindum.
Mál lögð fram af kirkjuráði á kirkjuþingi 2014
• Skýrsla kirkjuráðs
• Skýrsla um fjármál þjóðkirkjunnar
• Tillaga til þingsályktunar um frumvarp til þjóðkirkjulaga
• Tillaga að starfsreglum um breyting á starfsreglum um kirkjutónlist á vegum
þjóðkirkjunnar nr. 768/2002
• Tillaga að starfsreglum um breyting á starfsreglum um prestssetur og aðrar fasteignir
þjóðkirkjunnar nr. 950/2009