Gerðir kirkjuþings - 01.01.2014, Side 56

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2014, Side 56
56 57 5 Breytingar á fjölda prestssetursjarða Á árinu 2008 eru prestssetrin 84 að tölu og þar af eru 41 prestsseturs jörð. Núna (2014) eru þau 57 og þar af eru 26 prestssetursjarðir. Á síðustu sjö árum hefur prestssetrum í heild fækkað um 27 og þar af hefur fækkað um 15 prestssetursjarðir. Í álitsgerð prestssetranefndar frá 1965 eru skoðaðar 70 prestssetursjarðir. Þannig hefur prestssetursjörðum fækkað um 44 á 49 árum eða um 63%. Áréttað er að ný prestssetur hafa komið í stað hluta þessara jarða þannig að heildarfækkun prestssetra er ekki sú sama og jarðanna. Auk þess á kirkjan átta prestssetursjarðir sem ekki eru setnar af prestum eða í umsjá þeirra. Þær eru; Mosfell Mosfellsbæ, Reykhólar, Vatnsfjörður, Árnes, Mælifell, Háls, Desjamýri og Mosfell Grímsnesi. Ekki verður sérstaklega fjallað um þessar jarðir í skýrslunni. Á það er bent að kirkjan móti sér skýra stefnu um tilgang eignarhalds á jörðum sem ekki eru nýttar beint í þjónustu kirkjunnar. Um jörðina Skálholt gilda sérstakar reglur og er ekki til umfjöllunar í þessari skýrslu. Ábendingar varðandi framtíðarskipan prestssetursjarða Kirkjuþing 2011 samþykkti fasteignastefnu fyrir þjóðkirkjuna. Í stefnunni segir m.a: „1. Til að styðja þjónustu þjóðkirkjunnar, hlutverk hennar og markmið skulu lagðar til fasteignir þar sem nauðsyn krefur og eftir því sem fjárhagur leyfir og stefna þessi mælir nánar fyrir um. 2. Þjóðkirkjan varðveitir auk þess tilteknar fasteignir þyki sérstök söguleg, menningarleg eða önnur veigamikil rök hníga til þess. Kirkjuþing ákveður hvaða fasteignir, aðrar en kirkjur, skuli varðveittar hverju sinni, á þeim grundvelli“. Samhliða stefnumörkun þessari var á kirkjuþingi 2011 lögð til heimild til fækkunar prestssetra á næstu árum einkum á Suðvesturhorni landsins og stærri þéttbýlisstöðum. Í flestum tilvikum var um að ræða prestsbústaði en einnig tvö lögbýli (jarðir). Í fylgiskjali með skýrslu þessari er getið um þær prestssetursjarðir sem áfram verða í þjónustu kirkjunnar uns annað kann að verða ákveðið. Samkvæmt því verða prestssetursjarðir um næstu framtíð 25 talsins. Rétt er að fram komi að hér er fyrst og fremst fjallað um þau skilyrði sem jarðir þurfa að hafa ef reka á þær sem prestssetur í framtíðinni. Það er síðan sjálfstætt úrlausnarnefni og utan viðfangsefnis þessa starfshóps hvort selja skuli fyrrum prestssetursjarðir eða halda þeim áfram í eigu þjóðkirkjunnar á grundvelli fasteignastefnu þjóðkirkjunnar. Á það skal bent að verulegur kostnaður fylgir eignarhaldi á jörðum, en ávinningurinn felst í tekjum af jörðinni og væntanlegum verðhækkunum, sem eru þó ekki í hendi fyrr en við sölu. Þá má ekki gleyma væntum ábata af notum eignarinnar í þágu kirkjunnar. Með hliðsjón af framangreindri stefnumörkun er einkum tvennt sem líta ber til varðandi mat á stöðu prestssetursjarða.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.