Gerðir kirkjuþings - 01.01.2014, Page 70
70 71
Fræðslustefna
Markmið: Að veita faglega fræðslu fyrir eldri borgara sem hjálpar þeim að iðka kristna trú,
biblíulestur og tilbeiðslu, vinna úr áföllum, sorg og missi, vera virkir þátttakendur í helgihaldi,
kirkjulegu starfi og vinaheimsóknum. Að tryggja faglega umsjón með fræðslustarfi safnaðanna, þjálfun
og umsjón sjálfboðaliða og tryggja aðgang að fjölbreyttu fræðsluefni.
Helgihald, söngur, kirkjuleg tónlist
Biblíulestrar, fræðsla um trúarleg og kirkjuleg málefni
Fræðsla um sorg og missi
Messuþjónusta og þátttaka í henni
Þjálfun sjálfboðaliða og fræðsla um umjón sjálfboðastarfs og vinaheimsókna
Tryggja fjölbreytt fræðsluefni með öflugri gagnaveitu
Greinargerð.
Lagt er til að í fræðslustefnu þjóðkirkjunnar komi fram vilji til að ástunda fagleg vinnubrögð í öllu sem
viðkemur kirkjulegu starfi með eldri borgurum, gerð fræðsluefnis og þjálfun sjálfboðaliða.
Það sem almennt kallast eldri borgarar í dag er vaxandi hópur. Gróflega mætti skipta honum í
tvennt: þ.e. fólk sem ekki stundar lengur fasta vinnu en er við góða heilsu, oft fjárhagslega
sjálfstætt, og hefur löngun til að fræðast og láta gott af sér leiða. Vart þarf að árétta mikilvægi þessa
aldurshóps í starfi kirkjunnar hvort heldur sem er í helgihaldi, námskeiðum eða sjálfboðnu starfi.
Seinni hópurinn er fólk sem býr við margvíslega hömlun af völdum hrörnunar og sjúkdóma,
jarnan tengist hækkuðum lífaldri. Þar er minni þörf og eftirspurn eftir beinni fræðslu en
frekar eftir helgihaldi og samverum. Vinna þarf að því að rjúfa einangrun þessa hóps og mæta
trúarlegum þörfum hans þegar hann getur ekki sótt helgihald í kirkjuna sína.
Mikið starf hefur nú þegar verið unnið í því að draga saman efni sem að gagni má koma í starfi með
eldri borgurum. Mikilvægt er að halda því markvisst áfram.