Gerðir kirkjuþings - 01.01.2014, Page 81
81
1
1. mál Fskj. G
Minnisblað til kirkjuráðs í tilefni fundar í innanríkisráðuneytinu
23. september 2014 SDG og GG
Á 222. fundi kirkjuráðs 10. september 2014 var ákveðið að embættismenn og
kirkjuráðsmaður færu á fund í innanríkisráðuneytinu til að ræða fjárframlög til
þjóðkirkjunnar. Gísli Gunnarsson kirkjuráðsmaður og Sigríður Dögg Geirsdóttir fjármálastjóri
Biskupsstofu fóru af hálfu þjóðkirkjunnar og hittu fulltrúa ráðuneytisins 15. september 2014 -
þá Pétur Fenger, Odd Einarsson og Svein Bragason, starfsmenn skrifstofu fjármála og
rekstrar. Til umræðu var fjárlagafrumvarp 2015 sem lagt var fram á Alþingi 9. september
2014.
06-701 Þjóðkirkjan
Fram kom að niðurskurður stofnana hjá innanríkisráðuneytinu verður 1,5%. Reiknað er með
áframhaldandi aðhaldskröfum fram til ársins 2017. Verðlagsbætur eru 60,9 m.kr., þ.e. gert er
ráð fyrir verðlagsbreytingum sem nema x% á laun en 2,3% á önnur gjöld. Hjá Þjóðkirkjunni
06-701 er lögð til 21,7 m.kr. lækkun vegna aðhaldsaðgerða í ríkisútgjöldum. Tímabundið
framlag til Skálholtsstaðar að fjárhæð 6 m.kr. fellur einnig niður.
Að óbreyttu er útlit fyrir að gera þurfi viðaukasamning og leggja fram á kirkjuþingi 2014. Þá
er ríkið að greiða sem samsvarar hlutfallslega um 106,4 prestsembættum í stað 138 eins og
kirkjujarðasamkomulagið kveður á um – skorið er niður sem nemur 1,6 prestsembætti milli
áranna 2014 og 2015. Hjá 06-701 Þjóðkirkjunni eru greidd laun sem nema um 125 embættum
árið 2014.
Fjárhagsáætlun 06-701 Þjóðkirkjunnar 2014 í m.kr.
Meðallaun presta 2014 9,8
Greiðsla ríkis vegna launa presta 1.059,0
Fjöldi presta sem ríkið greiðir 108
Fjöldi presta skv. kirkjujarðasamkomulagi 138
Reiknaður niðurskurður á fjölda presta -30
Fjöldi presta á launum skv. rekstraráætlun 2014 125
Ríkið greiðir 108
Fjöldi presta sem þarf að fækka/fjármagna 17
06-735 Sóknargjöld til þjóðkirkjunnar
Í texta með yfirliti um breytingu á lögum nr. 91/1987 um sóknargjöld kemur eftirfarandi fram:
Lögð verður til hækkun á fjárhæð sóknargjalda í samræmi við stefnumörkun
innanríkisráðuneytisins um að afturkalla hluta af aðhaldsráðstöfunum fjárlaga fyrri ára. Gert
er ráð fyrir að gjaldið verði 810 kr. á mánuði árið 2015 fyrir hvern einstakling 16 ára og
eldri en samkvæmt því mun ákvörðuð hækkun sóknargjaldsins nema um 8% (en þá er miðað
við 750 kr. sóknargjald á mánuði árið 2014).