Gerðir kirkjuþings - 01.01.2014, Page 172
172 173
Ofangreind ákvæði 10. gr. gilda um fyrstu og aðra umferð.
Í þriðju umferð skal styðjast við lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna nr. 91 frá
2010 eftir því sem við á. Kjörstjórn verður yfirkjörstjórn. Hún skipar undirkjörstjórnina
og sér um alla framkvæmd kosninganna.
Kosning skal vera leynileg. Hún skal vera rafræn sé þess kostur enda meti kjörstjórn það
öruggt fyrirkomulag annars skrifleg og leynileg. Sé kosning skrifleg merkir kjósandi við
eða ritar nafn þess, sem hann vill kjósa, á kjörseðil. Eigi skal hann undirrita kjörseðil eða
auðkenna hann með öðrum hætti. Hann setur seðilinn síðan í óáritað umslagið og lokar
því, fyllir út eyðublaðið og undirritar, lætur gögnin í áritaða umslagið og afhendir það á
biskupsstofu gegn móttökukvittun eða leggur það í póst.
Kjörstjórn telur atkvæði eigi síðar en að viku liðinni frá þeim skilafresti á pósthús sem hún
hefur sett og úrskurðar þau.
Rétt kjörinn biskup Íslands er sá sem flest greidd atkvæði fær í þriðju umferð. Verði
atkvæði jöfn skal hlutkesti ráða.
Rétt kjörinn vígslubiskup er sá sem fær meirihluta greiddra atkvæða. Ef enginn fær þann
atkvæðafjölda skal kosið að nýju milli þeirra tveggja sem flest fengu atkvæði. Ef tveir fá
jafnmörg atkvæði skal kosið milli þeirra. Ef fleiri en tveir fá jafnmörg atkvæði skal hlutkesti
ráða milli hverra tveggja kosið er. Sá er rétt kjörinn sem fær þá flest atkvæði. Verði atkvæði
jöfn skal hlutkesti ráða.
11. gr.
Heimilt er að kæra kosningar samkvæmt starfsreglum þessum. Yfirkjörstjórn þjóðkirkj-
unnar, sbr. starfsreglur um kjör til kirkjuþings fer með endanlegt úr skurðar vald í
ágreinings málum vegna kosninga samkvæmt starfsreglum þessum. Fer um kærumál og
með ferð þeirra eftir gildandi starfsreglum um yfir kjörstjórn á hverjum tíma eins og við
getur átt, nema starfsreglur þessar mæli á annan veg.
Rétt til að kæra kosningu samkvæmt starfsreglum þessum eiga þeir einir sem hafa
kosninga rétt. Kærur vegna kosningar skulu hafa borist kjörstjórn eigi síðar en þremur
dögum eftir að atkvæði eru talin liggja fyrir. Beri síðasta dag kærufrests upp á frídag skal
næsti virki dagur teljast síðasti dagur kærufrests.
Kærur skulu hafa borist kjörstjórn með sannanlegum hætti fyrir kl. 16.00 á síðasta degi
kærufrests, eða hafa verið póststimplaðar í síðasta lagi þann dag. Leggur hún þær fyrir
yfirkjörstjórn þjóðkirkjunnar til úrskurðar ásamt athugasemdum sínum. Yfirkjörstjórn
úrskurðar innan viku um kæruna.
12. gr.
Starfsreglur þessar sem settar eru samkvæmt heimild í 59. gr. laga um stöðu, stjórn og
starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997 öðlast gildi 1. janúar 2015. Starfsreglur um kosningu
biskups Íslands og vígslubiskupa nr. 1108/2011 falla brott frá sama tíma.