Gerðir kirkjuþings - 01.01.2014, Page 182
182 183
Skilyrði kosningarréttar er að kjósandi sé skráður í þjóðkirkjuna við framlagningu
kjörskrár.
3. gr.
Kosningarrétt við vígslubiskupskjör eiga vígðir þjónar kirkjunnar og leikmenn sem hér
segir: Biskup Íslands, vígslubiskupar og þjónandi prestar þjóðkirkjunnar, sbr. 33. gr. laga
um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, með starfsstöð í því umdæmi
vígslubiskups sem kosið er í. Ennfremur þeir prestar þjóðkirkjunnar, sem settir eru til
þjónustu til eins árs eða lengri tíma með starfsstöð í því umdæmi vígslubiskups sem kosið
er í:
a) prestvígðir menn í föstu starfi innan þjóðkirkjunnar með starfsstöð í því umdæmi
vígslubiskups sem kosið er í
b) þjónandi djáknar í föstu starfi innan þjóðkirkjunnar með starfsstöð í því umdæmi
vígslubiskups sem kosið er í. Djákni skal vera ráðinn ótímabundið eða til a.m.k.
eins árs til að njóta kosningarréttar
c) sama regla og í 2.gr. f) lið með starfsstöð í því umdæmi vígslubiskups sem kosið er í
d) kjörnir fulltrúar á kirkjuþingi og í kirkjuráði
e) kennarar í föstu starfi við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands og
eru guðfræðingar
Skilyrði kosningarréttar er að kjósandi sé skráður í þjóðkirkjuna við framlagningu
kjörskrár.
4. gr.
Kjörstjórn við kirkjuþingskjör, sbr. starfsreglur um kjör til kirkjuþings, er jafnframt
kjörstjórn við kjör samkvæmt starfsreglum þessum.
5. gr.
Kirkjuráð ákveður hvenær kosning skal fara fram.
6.gr.
Sá sem hyggst gefa kost á sér í kjöri til biskups eða vígslubiskups skal afla sér tilnefningar
sem hér segir:
Heimilt er þeim sem hafa kosningarrétt, sbr. 2. og 3. gr., að tilnefna kjörgengan mann
sem biskupsefni eða vígslubiskupsefni. Til að tilnefning sé gild þurfa 5 af hundraði
kosningabærra manna að lágmarki að standa að henni. Jafnt hlutfall skal vera á milli
vígðra og óvígðra. Óheimilt er þó fleirum en 15 af hundraði kosningabærra manna að
standa að tilnefningu hlutaðeigandi biskups - eða vígslubiskupsefnis. Enginn má tilnefna
nema einn mann.
Tilnefningar ásamt skriflegu samþykki hlutaðeigandi skal afhenda kjörstjórn eigi síðar en
fjórum vikum eftir að auglýstur kærufrestur sbr. 5. gr., rennur út.