Gerðir kirkjuþings - 01.01.2014, Page 183
183
Tilnefningar skulu hafa borist kjörstjórn með sannanlegum hætti fyrir kl. 16:00 á síðasta
degi skilafrests, eða hafa verið póstlagðar í síðasta lagi þann dag.
Kjörstjórn fer yfir framkomnar tilnefningar ef einhverjar eru og úrskurðar um gildi þeirra,
þ.e. að sá lágmarks- og hámarksfjöldi manna sem áskilið er, standi að tilnefningu, að þeir
hafi kosningarrétt samkvæmt endanlegri gerð kjörskrár, að hinn tilnefndi sé kjörgengur
og hafi samþykkt tilnefninguna, svo og önnur atriði sem geta haft áhrif.
Telji kjörstjórn að hafna beri tilnefningu skal hún birta hinum tilnefnda þá niðurstöðu
án tafar í bréfi eða tölvupósti. Kæra má niðurstöðu kjörstjórnar til yfirkjörstjórnar innan
viku frá því að hún var kunngerð. Kæra skal hafa borist kjörstjórn eða yfirkjörstjórn með
sannanlegum hætti fyrir kl. 16:00 á síðasta degi kærufrests, eða hafa verið póstlögð í
síðasta lagi þann dag. Kæruheimild er bundin við þá sem tilnefndu og hinn tilnefnda.
Yfirkjörstjórn úrskurðar innan viku um kæruna.
7. gr.
Kjörstjórn semur kjörskrá er miðist við 1. dag tiltekins mánaðar. Miða skal kosningarrétt
og kjörgengi við embætti og störf þann dag. Kjörskrá í rafrænu formi skal vera aðgengileg
að lámarki í eina viku á biskupsstofu og hjá próföstum, frá auglýsingu um framlagningu
kjörskrár.
Kjörskrá skal birta á vef þjóðkirkjunnar. Heimilt er kjörstjórn að kjörskrá verði aðgengileg
á fleiri stöðum.
Kjörstjórn auglýsir framlagningu kjörskrár á vef þjóðkirkjunnar eða á annan sannanlegan
hátt sem og kærufrest sem skal vera ein vika frá framlagningu. Beri síðasta dag kærufrests
upp á frídag skal næsti virki dagur teljast síðasti dagur kærufrests.
Kærur skulu hafa borist kjörstjórn með sannanlegum hætti fyrir kl. 16.00 á síðasta degi
kærufrests, eða hafa verið póstlagðar í síðasta lagi þann dag. Kæruheimild er bundin við
þá sem eru í þjóðkirkjunni á því tímamarki sem kjörskrá miðast við. Kjörstjórn úrskurðar
kærur og gengur endanlega frá kjörskrá innan viku frá lokum kærufrests. Niðurstöður
kjörstjórnar skulu liggja frammi á biskupsstofu og skulu kærendur kynna sér þær þar.
8. gr.
Heimilt er að skjóta úrskurði kjörstjórnar til yfirkjörstjórnar þjóðkirkjunnar innan þriggja
daga frá því að kærufrestur rann út. Slíkar kærur skulu hafa borist yfirkjörstjórn með
sannanlegum hætti fyrir kl. 16.00 á síðasta degi kærufrests, eða hafa verið póststimplaðar
í síðasta lagi þann dag.
Kjörstjórn gengur endanlega frá kjörskrá þegar kærufrestir eru liðnir og úrlausn
kjörstjórnar eða yfirkjörstjórnar um kærur liggur fyrir og skal hin endanlega kjörskrá
miðast við lok kærufrests.
9. gr.
Sá sem hyggst gefa kost á sér sem biskups- eða vígslubiskupsefni skal tilkynna það