Félagsbréf - 01.03.1962, Side 13

Félagsbréf - 01.03.1962, Side 13
RITSTJÓRNARGREINAR Á srrlniudaníiílcili Engurn er alls varnað, og foringjarnir i Moskvu mega eiga pað', að þeir vita sannarlega á sig skömmina. Eftir þá reynslu, sem ver- öld nútimans hefur öðlazt á starfsháttum og tilgangi hins alþjóð- lega kommúnisma, hefur þeim um alllangt skeið þótt sigurstrang- legra að láta flugumenn sina sigla undir fölsku flaggi, ef þeir áttu að hafa nokkra von um áheyrn. Einnig hér á landi hafa þeir i mörg ár verið önnum kafnir við að villa á sér heimildir að hœtti eftirlýstra afbrotamanna, og t.d. hafa nafnaskipti á kommúnista- flokknum verið svo tið, að treggáfaðri stuðningsmenn hafa jafn- vel ofreynt sig á að fylgjast með þeim. En þó að flokkurinn hafi þannig árum saman verið á eins konar grimudansleik kringum flokkslínuna, hefur enginn slikur loddaraskapur orðið honum veru- leg stoð stundinni lengur. Alltaf þegar verst gegndi hefur eitthvað óvœnt komið fyrir, svo sem hóþmorð á verkamönnum i Austur- Berlín, þjóðaruppreisn i Ungverjalandi, afhjúpun pólitískra hryðju- verka eða rússneskt helsprengjuregn. Þá hefur ballið endað með ósköpum, griman liefur fallið og hið „rétta andlit“ kommúnism- ans hefur komið i Ijós. Slikt er vilanlega versta áfall, sem flokkinn getur hent. Meðal frjálsra þjóða á hann sér enga von frá þeim degi, er hann hœttir að geta siglt undir fölsku flaggi. En þegar svo er liomið, er tekið til nýrra ráða. Að fengnu leyfi húsbœndanna i Kreml er flokkurinn i bili látinn hafa hœgt um sig, og þá er það m.a., að „Þjóðviljinn skrifar minna um stjórnmála- ástandið i Rússlandi en nokkurt annað islenzkt dagblað“, (Þjóðv. 8. marz). En þá er einnig gripið til þess að stofna hjálparsveitir, sem hafa að yfirvarpi ýmsar góðkunnar hugsjónir svo sem frið á

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.