Félagsbréf - 01.03.1962, Side 21

Félagsbréf - 01.03.1962, Side 21
FÉLAGSBRÉF 17 Dr. Hannes Þorsteinsson stoð góðra manna settist hann í latínuskólann haustið 1881 og lauk stúdentsprófi vorið 1886. Arbækur latínuskólans, er ná um árin 1874—1914 og varðveitzt hafa í þjóðskjalasafni til þessa tíma undir loku og lás, gefa jafnan lýsingu á þeim mönnum, sem prófi ljúka og hverfa úr skólanum. Þar er Hannesar lofsamlega getið og fullyrt, að aldrei hafi lærisveinn fyrirfundizt í þeim skóla, er stæði honum jafnfætis í ættfræði, enda hafði hann þegar á skólaárum sínum ritað allmikið og rannsakað í þeim efnum. Eftir stúdentspróf stóð hugur Hannesar til Kaupmannahafnar til háskólanáms, en þess var engi kostur fjárhagsins vegna. Inn- ritaðist Hannes því í prestaskólann um haustið og lauk þar em- bættisprófi vorið 1888. Öll sín próf tók Hannes með loflegum vitnisbui'ði.

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.