Félagsbréf - 01.03.1962, Qupperneq 35

Félagsbréf - 01.03.1962, Qupperneq 35
FÉLAGSBRÉF 31 hópi voru nokkrir íslenzkir stúdentar og þá öðrum fremur þeir Hannes Hafstein, Einar Hjörleifsson, síðar Kvaran, Gestur Páls- son og Bertel E. Ó. Þorleifsson, sem allir gerðust eldheitir fylgis- menn hins gunnreifa foringja. Þeir félagarnir héldu fast hópinn um sinn, nutu heils hugar hins akademiska frelsis og gerðust forustumenn í andlegu lífi Hafnar-stúdenta. Skorti hvorki gáfur né mannvænleik í þeim hópi, en mjög voru þeir félagar ólíkir og réðust samt örlög þeirra enn margvíslegar. Það leikur ekki á tveim tungum, að þessi Hafnarár eru auð- ugasta tímabilið í allri skáldæfi Hannesar Hafsteins. „Skáldskap- ur fyllti svo hug hans þá, að hann byggði öllu út“, segir Einar Kvaran, sem gerst þekkti hann á þessu skeiði, og annars staðar bætir hann við, að snilld hans hafi haft „nokkuð lamandi áhrif“ á þá hina félagana, vegna þess, hversu „allt annað nýjabragð var að ljóðum hans“. Einar áréttar þetta enn í Lögréttugrein frá 1916, þar sem hann segir m. a.: „Ég veit ekki, hvort nokkrum er kunnugt um Islending, sem hafi verið meira bráðþroska en Hannes Hafstein. A þessum árum lét hann stundum, dag eftir dag, rigna yfir okkur vini sína ljóð- um, sem okkur fundust merkilegir viðburðir í bókmenntum þjóð- arinnar — og voru það líka. Ljóð þessa tvítuga manns hafa orðið klassisk. Börnin hafa lært þau í skólum og heimahúsum. Menn hafa lesið þau og sungið í ölteiti. Og prestarnir hafa farið með erindi úr þeim á prédikunarstólnum. Farandspákona náði einu sinni í hann á þessum árum. Hiín vissi ekkert um hann, hver hann væri eða hvaðan hann væri. Hún sagði honum, að það ætti fyrir honum að liggja að verða æðsti maður á sínu landi. Yið höfðum enga ofsatrú á spádómum á þeim árunum. En þessi spádómur þótti oss vinum hans sennilegur. Hann var fríðastur sýnum, gervilegastur og glæsilegastur Islendingur, sem við höfðum séð. Hann var eins og Snorri kveður að orði um Ólaf Tryggvason „allra manna glaðastur“. Hann virtist fæddur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.