Félagsbréf - 01.03.1962, Page 44

Félagsbréf - 01.03.1962, Page 44
36 FÉLAGSBRÉF málabaráttu þessara tíma, sem oft einkenndist af smásmugulegri illkvittni og rógshneigð, eiginleikum, sem Hannesi Hafstein voru víst einna fjarskyldastir og ógeðfelldastir. En reyndar er það einn af fylgikvillum fámennra þjóðfélaga, að sæmilegir stjórnmálamenn eiga þar ekki alltaf hægt um vik að velja sér verðuga samherja, — hvað þá verðuga andstæðinga. Hannes Hafstein hlaut einnig að kynnast „iðju músanagsins“, sem hann nefnir svo, og víðar gætir sams konar vonbrigða í kvæðum hans. I Gamlárskveðju kemst hann m. a. þannig að orði: Hinzti dagur árs er úti, aftansólin hnigin er. Nýja ár, sem ert að koma, einn ég stari móti þér. Aður trúði ég œsku krafti, allt mér fannst svo bjart og Ijóst, trúði á eigin mátt og megin, manndóm vina, drenglynd brjóst. Þey, mitt gamlárs kveðjukvæði, kemur ekki neinum við. Engum manni önd min lýtur, engan mann ég vægðar bið. Þannig bregðast karlmenni við vonbrigðum, taka þeim með æðru- leysi, „músanagið“ nær ekki að rótum sjálfs lífsviljans. En svo mælir Hannes Hafstein í öðru kvæði frá síðustu æfiárum: Fyrsta skilorð fullkomins lífs, lífs í siðferðis og sálar krafti,

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.