Félagsbréf - 01.03.1962, Síða 47

Félagsbréf - 01.03.1962, Síða 47
l*etla er eina sagan, sem til er cftir Hannes Hafstcin, birt í Hcimdalli 1884. Brennivínshatturinn Gamansaga eftir Hannes Hafstein. Kvöld eitt í septembermánuði undir rökkur gekk unglingsmaður suður hjá spítalanum á Akureyri. Það hafði verið gott veður um daginn, kyrrt og hlýtt, en seinni partinn fór að syrta til, og um þetta leyti var farið að sh'ta úr honum nokkra dropa, og var mjög rigningarlegt. Fáir voru úti, en nokkrar stúlkur voru þó nýlega gengnar suður fjöruna, og þó að þær væru allar með stór sjöl. lrafði samt sézt, að þær voru prúðbúnar, því að þær höfðu ekki getað stillt sig um, þótt dálítið ýrði, að lyfta við og við frá sér sjölunum að franian, eins og stúlkum er títt, einkum þegar þær eru í sparifötunum, lil þess að hagræða fellingunutn á brjóstinu, sjálfum sér til hæginda og piltunum til ánægju. Allt var kyrrt, nema ómur barst frá Bauk. Þar voru auk annarra gesta nokkrir danskir hásetar af haust- skipunum að hressa sig. og tóku sér fleiri og fleiri bjóra, eftir því sem þeir sögð’u af ergelsi yfir því, hvað bjór ga'ti bæði verið dýr og vondur í einu. Maðurinn gekk hægt suður fjöruna, hugsandi, og steig þungt. Hann var að sjá liðlega tvítugur, meðallagi hár, en þrekinn, dökkhærður og rjóður í andliti. kjálkabreiður, og tuggði tóbak. Hann var í nýrri, þykkri, tvíhnejiptri duffelstreyju og hafði aðeins miðhnappinn hnepptan og mikið í vösunum. Flibba hafði hann og rauða blöðku með glertölum og grá- leitar buxur utan yfir vatnsstígvélum. Það var auðséð, að þetta voru ekki hvundagsfötin, enda var hann á leiðinni í heimboð, á sömu leiðinni og stúlkurnar höfðu verið, því að svo var mál með vexti, að frænka hans ein suðrí „Fjörunni“, gömul kona, ekkja eftir pakkhúsmann einn, hafði boðið nokkru ungu fólki, vinnukonum og ungum piltum til sín um kvöldið, og átti að dansa, hafði hún sagt. Það var ekki að sjá, að hann

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.