Félagsbréf - 01.03.1962, Page 51

Félagsbréf - 01.03.1962, Page 51
FÉLAGSBRÉF 43 hvað liann var feiminn við hana, síðan hann fór að elska hana, og skildi því, að hún væri eins feimin við sig og auk þess sár yfir því, að hann skyldi ekki skilja hana. „Við höfumst ólíkt að“, hugsaði hann; „ég gjöri þér getsakir, og þú elskar mig út af lífinu; ég bregð þér um, að þú ætlir að elta strák úr landi, og þú ætlar kannski að flýja úr landi nn'n vegna, af því þú ert úrkula vonar — nei, elskan mín, það skal aldrei verða“. Og hann gekk hart og karlmannlega upp að húsi frænku sinnar. En við götudyrnar stanzaði hann og roðnaði. „Kannski hún sé nú í forstofunni, hvað á ég þá að segja? Nei, það er vissara að finna frænku fyrst og spyrja hana, hvort hún hafi ekki komizt að neinu“, og hann læddist boginn framhjá gluggunum og fór inn um skúrdyrnar. •» * * Inni í stofunni var þegar farið að verða glatt á hjalla. Lampi stóð á miðju borði, og kastaði ljósinu framan í fimm brosleitar stúlkur, sem hlógu að öllu því, sem karlmennirnir sögðu við þær. Umtalsefnið var þetta gamla, að Pétur og Páll hefðu verið nokkuð skvompaðir þá og þá, að það væri nú svona og svona ástatt fyrir henni Gunnu og henni Guddu, að þessi hefði sagt þetta, og hinn hefði sagt hitt, o. s. frv. Stúlkurnar voru allar þekkilegar og höfðu þetta einkennilega röska í augum og hreyfingum, sem norðlenzkt kvenfólk almennt hefur framyfir sunnlenzka kvenfólkið. Karlmennirnir voru fjórir, einn ljóshærður, langur búðarmað- ur, tveir skólasveinar frá Möðruvöllum, sem höfðu dvalið lengst sumars á Akureyri, og „verið fínir“, og einn piltur norðan úr Bárðardal, sem var að læra á orgel. Hann stóð þegjandi út við glugga og blístraði smám saman upphöf á lögum. Hinir sátu saman fyrir framan borðið. Beint móti dyrunum sat Kristin. Hún var h'til vexti og þéttvaxin, og var peysan flegin niðrá hálsinn. Hún hafði stórt hárautt silkislifs, og voru endarnir nældir út á axlirnar. Peysubrjóstið kom mjög fram, því þrjú eða fjögur krókapör voru ókrækt fyrir neðan peysuopið. Húfan var uppá miðju höfði, og hallaðist eftir skúfnum, út í aðra hliðina en hinumegin var snúður á hárinu upp á höfðinu. Hún var jarphærð, móeygð, rjóð í kinnum, neflítil og nokkuð munnstór. Gjörði hún ýmist, að hlæja mjög kátínulega, eða sctja upp alvörusvip, og kipraði þá dálítið saman munninn, og hálfræskti sig við, ógnar blíðlega. En alltaf dillaði hún öðrum fætinum framundan pilsinu, og var stór reimaður skór á honum.

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.