Félagsbréf - 01.03.1962, Síða 62

Félagsbréf - 01.03.1962, Síða 62
54 FÉLAGSBRÉF' Torfhildur Hólm. Hólm var ærið torsótt. Bækurn- ar fengu misjafna dóma, þó að sum- ar yrðu vinsælar meðal almenn- ings, svo sem Brynjólfur biskup. — Og smátt munu ritstörfin hafa gefið í aðra hönd, oft orðið fremur að gefa með þeim. Meðal víðsýnni manna hefur Torfhildur þó stund- um notið brautryðjandastarfa sinna sem kvenrithöfundur, en oftar hef- ur henni þó fundizt liún gjalda þess, að hún var kona. „Ég var sú fvrsta, sem náttúran dæmdi til þess að uppskera hina beisku ávexti gam- alla, rótgróinna hleypidóma gegn litterærum dömum,“ sagði hún einu sinni í bréfi. Síðustu árin var hagur Torfhild- ar Hólm sæmilegur, þó að vart ætti hún það ritstörfum að þakka. Þó að Torfhildur Hólm væri á ákveðnu sviði boðberi nýs tíma og brautryðjandi í menningarbaráttu íslenzkra kvenna, her hinu ekki að neita, að hún var á margan hátt gamaldags rithöfundur. Dr. Finni Sigmundssyni farast svo orð um þetta í inngangi sínum fyrir Þjóð- sögum og sögnum: „Skáldverk Torf- hildar Hólm hera vitni góðum gáf- um og miklu ímyndunarafli. En jafnvel meðan þau voru ný af nál- inni, voru þau í anda eldri kynslóð- ar og ósnortin af nýjum stefnum samtímans. Frásagnarháttur og stíll er um sumt skyldari 18. öld en síð- ustu áratugum 19. aldar.“ Vilhjálmur Þ. Gíslason, sem kynnt- ist Torfhildi Hólm á efri árum henn- ar, ritar um hana í inngangi fyrir ritsafni hennar, sem Norðri byrj- aði að gefa út 1949 og kom í þrem- ur bindum. Hann segir á þessa leið: „Hún var elskuleg og virðuleg göm- ul kona og naut vinsælda og álits.“ Hin nýja bók Torfhildar Hólm, Þjóðsögur og sagnir, hefur legið ósnert í handriti í rúm 80 ár. Ástæðan er sú, að mönnum var eigi kunnugt um, að handritið væri til, fyrr en í fyrra að það barst Lands- bókasafninu. E.H.F.

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.