Félagsbréf - 01.06.1963, Side 11

Félagsbréf - 01.06.1963, Side 11
ÞORKELL GRÍMSSON Myndlist á fornsteinöld SÍÐARI GREINARHRUTI 6. Tilurð listaverks er háð marghliða sambandi náttúru og umhverfis, verks- ins sjálfs og hins félagslega tilgangs. Hún er og bundin örlögum þjóðfé- lagsins, sem í hlut á. Mjög getur það slævt heildarsýnina, ef ekki er vitað um félagslega stöðu þeirra, er skópu, hvort aðild einstakra gætti mjög eða hvort fjöldi manna voru á einhvern hátt mjög jafnfætis, og allt verður skýrara og fastara í minni, ef um þetta er vitað. George Stow, könnuðurinn, sem J. Desmond Clark hermdi af í hók sinni um forsögu Suður-Afríku, °g til hennar var sótt í fyrri hluta þessarar greinar, mun hafa haft spurn- lr af ættarmálurum. Sjálfur gefur Clark nokkra hugmynd um þjóðfélags- aðstæður og viðhorf, sem málaralisl Irumbyggjanna þróaðist við. Hliðsjón her að hafa af þessu. Þá eru skrif þeirra Maringers og Bondi stóralhygl- isverð. Bregður í þeim ljósi yfir margt. Þeir halda fram, að menn liafi mjög þjálfað auga og hönd til að dýpka °g þjóna sem bezt myndlistinni. Hat'a þá ekki samfélögin hlynnt að þessum gróðri, færir menn og duglegir feng- ið að helga honum krafta sína langa hríð? Verið getur, að meistarar hafi komið fram, þeir kunna að hafa alið upp meðal sín aðstoðarsveina og liðið beinlínis unnið að skrýðingu ýmissa staða. Forverakyn höfðu búið um árþús- undir í Evrópu, áður en maðurinn sett- ist þar að. List hefst með honum, eðá svo er ætíð talið. Bólstaðir og mynd- þil finnast saman. Það samhvarf er merkilegt. Gæti ég trúað, að menn eigi eftir að sækja í þetta skýringu á mörgu, en fram að þessu hefur mjög verið horft á aðalmyndstaðina, hellana, og það sem tilkomumest er í þeim, aðalsalina. Þar er margt, sem njóta verður rækilegrar skoðunar. Salirnir, og stærð þeirra eru mismunandi, og má þar með réttu sjá bæði stóra hvolf- sali og hvelfd breiðgöng, vekja upp hugmynd um tjaldaða skála forna eða myndprýddar miðaldakirkjur. Þarna er innrými formhcdgað af iðjandi viti og höndum. En við þessi aðalsvið safnast hugurinn hvarflandi, ef krafizt er nýtrar, alhliða skýringar og ekki mjög í önnur liorn leitað. Setjumst FÉLAGSBRÉF 7

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.