Félagsbréf - 01.06.1963, Side 15
í október en fór norður í marz. Miðar
Breuil mjög við hið franko-kanta-
bríska svæði. Á þeim tíma, sem þessu
lýtur, síðari hluta efri fornsteinaldar,
og skilji ég Lantier rétt og hér komi göt-
ur saman, hefur því víða verið gengið
móti hjörðunum, er þarna fóru um. Onn-
ur hagdýr liöfðu svo svipaðar árstíða-
ferðir eða sóttu öndverðan veg ætíð.
Áætlað er, að á síðustu ísöld hafi loft-
hiti í Suður-Frakklandi verið tólf
gráður í júlí en mínus tíu gráður í
janúar. Er ályktað af gróðurleifum.
Skör liins mikla norðurjíikuls teygð-
ist suður undir Berlín og miklir jöklar
teygðu sig frá Pyreneafjöllum og Olp-
unum. Þetta hermir Kiihn.
Án efa hafa lífshættir allir og sið-
venjur mótað allt viðhorf til berg-
myndastaðanna. Freistum að sjá
þroskaleið þessarar listar í hverfis-
Böndum og þjóðfélagslegri aðhlynn-
uigu. Svæðið um Les Eyzies hvetur til
þess. Má minnast þess, að þar er
skammt milli úthorna. Mun til dæmis
ekki meira en tæp hálfsdagsganga frá
Les Eyzies til Lascaux, farið greiða,
Beina leið norður og upp með Vézére.
Og menn þessara tíma hafa ferðazt
fótgangandi. Þetla va.r óra löngu áður
en kvikfjárrækt hefst, og aldrei er tal-
að nokkurt dýr liafi verið tamið,
hvorki til dráttar né reiðar, ekkert
sem til þess hetidir óyggjandi.
Verkin, sem rist voru og máluð á
berg og það annað, er haft var undir,
eru yfirleitt mjög merkingarljós, og
sem sjálfskýrð, en öll list efri forn-
steinaldar er það ekki. Verkin eru í
^júpri einveru. Einkum andar ein-
ntanaþögn af myndum steinþilanna.
Ég ferðaðist um Les Eyzies svæðið fyrir
all mörgum árum. Það var i nóvember-
mánuði 1953. Veður var þurrt og svali.
Héraðið var yndisfagurt, skógurinn
dökkur, brúnir og fölgrænir litir yfir
jörðinni. Klettar voru rakir, þegar sól
hækkaði, en lengi héla í skugga. Akvegir
eru þarna greiðir. Hafa vegir víða ver-
ið lagðir á einkennilega fallegan hátt
um landið. Þeir eru sléttir og harðir.
Frá þeim sér lieim að snotrum einka-
híbýlum og bændabýlum. Þorp eru
vinaleg og dálítið fábreytilega forn-
leg, eins og frönsk þorp eru tíðum.
Ég fór hvergi erindisleysu. Einn góð-
viðrismorgun gekk ég upp Beunedal.
Þar í norðurhlíðinni er bergkrikinn
Cap Blanc eða Hvíthöfði. Hann er áð-
ur nefndur. Þangað fór ég. Mikið var
moldin, sem ég tróð, hörð og þurr í
freranum. Á bergi yfir krikagrunnin-
um, sem geymir mannvistarlög frá
Madeleine tímum, er fræg varpmynda-
ræma, hestar séðir á hlið, og settir
mjög í gangröð og einnig látnir snúa
hver að öðrum. Þarna eru og fleiri dýr.
Eru krikadýrin 8 að tölu. Hestar eru 3,
og ræman þannig, að þeir hvelfast frá
súð í jafnri hæð nokkurn veginn. Tvær
myndir, hestarnir til vinstri, snúa höfð-
um fram og til hægri, en hinn þriðji
snýr móti þeim. Er vel höggvið frá
þeim og sjálfar myndirnar bylgjast
léttilega. Fegurstur er hesturinn, sem
lengst stendur til hægri*. Þykir hann
og meðal hins bezta í grópun frá efri
fornsteinöld. Dýrin bærast. Einmana-
leiki hlóðst að mér. Helzt var það
* Sjá verk Paolo Graziosi, Kunst der
Altsteinzeit, bls. 88—89.
FÉLAGSBRÉF 11