Félagsbréf - 01.06.1963, Síða 22

Félagsbréf - 01.06.1963, Síða 22
Mynd 6. unum. Þá er það samkenni bergmynda, að hvert verk er án tengds og unninns grunns. Segjum ílesjuna aðalatriðið. Dýptarhólf leiksviða, sem málarar seinni alda hafa mjög ræktað í mynd- um, er hvergi gerðaratriði. En vídd leikhússalanna og kvikmyndahúsanna er til að vissu leyti. Menn hafa mjög leyft sér að kenna listhefð efri fornsteinaldar við natúral- isma. Orð þetta fær hér ekki vel stað- izt að öllu leyti. Og með slíku heildar- heiti er lítið gert úr hinum geometríská og sérgilda þætti hefðarinnar. Það mun gild skýring að segja natúralism- ann, stefnu þá í málaralist, sem rís í Evrópu á seinni hluta nítjándu aldar og ber þetta nafn, vera framhald real- 18 FÉLAGSBRÉF ismans, en gengið sé enn lengra í hlýðni við hið hlutkennda. Svo er. natúralismi all almennt hugtak. Er við það stuðzt um verk ýmissa tíma. í stytztu máli má segja, að átt sé við myndgerð eftir kröfum venjuskyns, þar sem daglegur vettvangur og um- hverfi ljær efni og hvaðeina er ná- kvæmlega sýnt. Fleira vakir svo reynd- ar undir steini, ef sótzt er eftir orðskýr- ingu, sem á að vera alhliða og rækileg. Á ísöld er hvorttveggja, efni valið mjög í náttúrunni, valin aðallega dýr í mynd- gerð, og svo er all mikil hlýðni um leið við form náttúrunnar. Eins og allir geta kynnzt með eigin augum, fer því þó víðs fjarri, að náttúruformin séu mjög nákvæmlega stæld og elt við

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.