Félagsbréf - 01.06.1963, Blaðsíða 32

Félagsbréf - 01.06.1963, Blaðsíða 32
Afríka: Amos Tutuola Afrískar bókmenntir munu íslenzkum lesendum lítt eða ekki kunnar; þau verk sem hingað hafa borizt eru helzt verk hvítra manna, sumra barnfæddra í Afríku, annarra aðkominna, nema þá nokkur ljóð Afríkuskálda í hýsna mis- jöfnum þýðingum. í ströngum skiln- ingi eru innfæddar afrískar bókmennt- ir varla til; þær eru að fæðast þessa dagana og árin. Skáldskapur Afríku- manna hefur fram á okkar daga verið munnlegur, borinn uppi af alþýðlegum sögu- og kvæðamönnum; ritlist hefst í Afríku fyrst með Evrópumönnum. Og hinir innfæddu höfundar skrifa allir eða flestallir á Evrópumálum, frönsku og ensku, og meira eða minna með evrópska lesendur í huga; eitt megin- vandamál Afríkuhöfunda í dag er hversu þröngan innlendan lesendahóp þeir eiga tiltækan, en hljóta að beina verkum sínum til erlendra lesenda með önnur viðhorf og annan skilning. — Margir hinna eldri Afríkuhöfunda hafa líka búið langtímum í útlegð, París hefur verið skiptistöð hinna frönsku- mælandi skálda við umheiminn, og enn í dag birtast flest verk innfæddra suðurafrískra höfunda í London og þar búa þeir margir landflótta. Með sjálfstæðistöku æ fleiri Afríku- ríkja verða kaflaskil í þessari sögu: bókmenntirnar flytjast heim, og þess er að vænta að viðmiðun höfundanna verði afrísk í æ ríkari mæli, hvort sem þeir skrifa Afríkumál, Evrópumál eða eigin Afríkuútgáfu Evrópumáls, eins og Amos Tutuola gerir. Þótt sízt sé vert að minnka fyrir sér verk hvítra Afríkuhöfunda (eins og Alans Patons sem þýdd hafa verið á íslenzku) virðast hinar nýju Afríkuhókmenntir forvitni- legastar um þessar mundir: þar birtist fyrst mynd hinnar eiginlegu Afríku í bókmenntunum, ekki meira eða minna evrópsk útgáfa hennar. En þessar nýju bókmenntir eru varla enn komnar til sögunnar svo umtalsvert sé: þær eru framtíðarinnar. Amos Tutuola er kannski sá Afríku- höfundur sem mesta athygli hefur vakið síðustu árin. Hann er fæddur í Nígeríu 1920, fékk lítilsháttar skóla- menntun í trúboðsskólum en vann jöfnum höndum fyrir sér á búi föður síns og hefur síðan stundað marg- breytileg störf. Hann hefur skrifað nokkrar bækur, en miklu kunnust er skáldsagan The Palm-Wine Drinkard and his dead Palm-Wine Tapster in 28 FÉLAGSBRÉF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.