Félagsbréf - 01.06.1963, Blaðsíða 36

Félagsbréf - 01.06.1963, Blaðsíða 36
mjög ánægð þegar þau sáu að enginn hrútur var lengur í pokunum. Þau héldu að faðir Ajaija dauður hefði fært þá burtu fyrir morgun. Þau komu heim með tómu pokana og bjuggust við að losna úr fátæktinni þá og þegar. Þau biðu og biðu og biðu unz dagarnir urðu að mánuði og biðu enn og biðu unz mánuðirnir urðu að ári, og það dró ekkert úr fátækt þeirra heldur gat vont lengi versnað og þau fengu varla málungi matar tvisvar í viku. Þá áfelld- ist Ajaiji konu sína: „Ég sagði þér daginn góða að við skyldum fara heim með þessi tíu pund þegar þau nægðu ekki til að kaupa alla hrútana.“ Þegar hann talaði svo beisklega til konu sinnar sagði hún: „Við skulum ekki gefast upp strax. Nú ráðlegg ég þér að fara aftur til galdramannsins og komast að því hvers vegna fátækt okkar fer síversnandi í staðinn fyrir að ljúka.“ Nú fór Ajaiji aftur til galdramannsins. Hann sagði að hann hefði fórnað föður sínum sex hrútum en samt yrði enginn endir á fátækt hans. „Hah, fá- tæktinni lýkur ekki fyrr en þú hefur fórnað föður þínum hrútunum þremur sem afgangs eru!“ sagði galdramaðurinn hátt og skýrt. Þegar Ajaiji hafði heyrt þetta kom hann aftur heim. Hann sagði við konu sína. „Þú veizt og það fullvel að við eigum ekki svo mikið sem skilding í lóf- anum og þaðan af síður alla þá peninga sem þarf til að kaupa þrjá hrúta. En nú er það ætlun mín að þegar komið er miðnætti þá fer ég og heimsæki föður minn. Ég segi við hann: „Þú vissir vel áður en þú dóst að ég á enga peninga heldur á ég í fátæktarbasli. En síðan þú dóst heimtar þú níu hrúta af mér. Auðvitað gerði ég eins vel og ég gat og færði þér sex hrúta, en galdramaðurinn segir mér að þú heimtir afganginn líka.“ Ef hann segir að svona sé það þá hegg ég af honum hausinn á samri stundu og kem svo upp úr gröfinni ef ég kemst.“ Á miðnætti fór Ajaiji með þrjá tóma poka og langa beitta sveðju að leiði föður síns. Hann tróð tvo af pokunum fulla af mold á svo haglegan hátt að þeir virtust eins og hrútar væru í þeim. Við svo búið fór hann sjálfur ofan í þriðja pokann og bjóst síðan við að faðir hans dauður færði pokana þrjá í burtu. En þegar klukkan var nærri tvö kom galdramaðurinn þar með tveimur þjón- um sínum. Pokarnir þrír vou bornir heim til hans og settir á gólfið inni hjá honum, og galdramaðurinn byrjaði strax að leysa frá þeim því að hann ætlaði að taka hrútana og slátra þeim þegar í stað og senda svo þjóna sína með tómu pokana aftur að leiðinu. En hann varð heldur en ekki hissa þegar hann fann ekki annað en mold í tveimur fyrstu pokunum en enga hrúta. Og hann hafði varla leyst frá þeim þriðja þegar Ajaiji stökk út öllum á óvart og með sveðjuna í hendinni. Ajaiji greip galdramanninn með vinstri hendi og hélt sveðjunni yfir höfði 32 FÉLAGSBRÉF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.