Félagsbréf - 01.06.1963, Síða 42

Félagsbréf - 01.06.1963, Síða 42
lýsir því af miklum næmleik og feg- urð hvernig fyrsta ástin kviknar í brjósti unga mannsins og stúlkunnar, dafnar og þróast og deyr áður en var- ir eins og snemmsprottið blóm í vor- hreti. Ógleymanleg er lýsingin á jarð- arför móðurinnar, sú lýsing er bráð- snjöll og gerð af djúpri tilfinningu, þar nýtur kímni Stefáns sín best og fyrir bragðið verður alvaran átakan- leg. Og nú dregur að lokum fyrstu bók- ar, faðirinn bregður búi, yngri sonur- inn er farinn að heiman og lætur að sér kveða, þessi hugljúfa veröld leys- ist upp og líður undir lok, því hugljúf var hún þrátt fyrir sárindi og sorgir, harma og ósigur. Snorri Pétursson tek- ur sér fari með Munda á Vatni, fer suður, ákveðinn í að ryðja sér braut frama og frægðar. Það er með tals- verðum söknuði sem við ljúkuin fyrstu bókinni, en jafnframt eftirvæntingu. V. En lesandinn verður fljótlega fyrir vonbrigðum. Það er engu líkara en skáldskapurinn hafi orðið eftir í sveit- inni, nú tekur við skýrsla, að vísu greinargóð og haglega samin, um það hvernig Snorra Péturssyni reiðir af úti i hinum stóra heimi. Stemningin er horfin úr verkinu og verður ekki end- urvakin, sögusviðið ekki nema svipur hjá þeirri sjón sem áður var. í þessu tilefni er vert að veita því athygli hve sviðskynið bregst höf- undi um það leyti sem sagan flyst úr sveit í borg. Við skynjum ekki borgina, stræti hennar, torg, hús, andrúmsloft 38 FÉLAGSBRÉF á sama hátt og við kynnumst sveitinni í fyrstu bókinni. Og raunar skynjar höfundur aðeins þá þætti borgarinnar sem hún á sameiginlega með sveitinni: skýjafar, fjallahringinn umhverfis, húsakynni sums fólks. Snorri kemur til Reykjavíkur upp- fullur af stórum draumum í kollinum og meðmælabréf frá séra Gísla á Stað í vasanum. Hann hefur í hyggju að gerast blaðamaður við stjórnmálablað Jósafats kaupmanns, Þjóðina, og vænt- ir sér mikils af þeim manni. En hann verður þó fyrst um sinn að stunda al- genga verkamannavinnu hjá Magnúsi Hallgrímssyni stórkaupmanni, leigir sér herbergi á Baldursgötu og hefur sig lítt í frammi, safnar peningum í kistu, les það sem hann telur að sér niuni að gagni koma. Um þetta leyti eru krepputímar og atvinnuleysisár á íslandi, viðsjár í þjóðmálum, blikur á lofti í alþjóða- málum. Snorra er þó mést í mun að komast áfram í heiminum en hefst lítið að, hann er enn knúinn óvildinni til bróður síns þótt hann sé orðinn fulltíða maður, miðar við það eitt að verða honum fremri. Hann kynnist ýmsu fólki í höfuðstaðnum, kaupmönn- um, listamönnum, iðnaðarmönnum, skáldkonum, stjórnmálamönnum, kven- skörungum, pabbadrengjum og stofu- kommúnistum og síðast en ekki síst flykkist til hans kvenfólk af öllu tæi, því nú er maðurinn orðinn segul- magnað kvennagull. Hann missir at- vinnuna og gengur atvinnulaus langa hríð, skrifar greinar fyrir skrifborðs- skúffuna, ranglar um götur og skoð- ar lífið, borðar á matsölu án. þess að

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.