Félagsbréf - 01.06.1963, Qupperneq 44

Félagsbréf - 01.06.1963, Qupperneq 44
þjóðfélaginu. Hann greinir skilmerki- lega frá kvennamálum Snorra. Péturs- sonar en ástir hans eru ekki gæddar sama þokka og í fyrstu bókinni, kærustur hans síðan heldur svip- lausar og daufar, nema helzt Bogga. Honum tekst vel að lýsa Þórólfi Is- fjörð uppkomnum þótt sú manngerð sé ef til vill ekki frumleg í bókmennt- unum. Magnús Hallgrímsson er skýr í sniðum þótt ekki risti sú mannlýsing djúpt og svipuðu máli gegnir um Jósa- fat kjötkaupmann. Kormákur kemur furðu lítið við sögu þótt við séum alltaf að frétta af honum annað veifið. Ollu betur tekst höfundi að lýsa kon- um þeim sem ekki eru lengur í blóma lífsins: Halldóru skáldkonu og Karí- tas, konu Jósafats. Halldóra verður hæfilega lifandi, dularfull og ekki öll þar sem hún er séð, hún er dregin þeim púnktalistísku dráttum sem Stef- áni lætur oft best við mannlýsingar. Karítas verður einnig minnisverð per- sóna þó hún sé fremur á yfirborðinu. Höfundur notfærir sér ýmsa „sann- sögulega“ atburði í frásögn sinni, brottrekstur Kiljans af sviðinu í Iðnó er hann las upp smásögu, slaginn mikla eftir bæjarstjórnarfundinn í nóvember 1932 og fleiri keimlíka at- burði. Honum tekst mjög vel að fella þessa viðburði inn í frásögnina án þess nokkuð raskist. Og þó að Snorri Pétursson verði svona leiðinlegur þá er ekki hægt að segja það sama um Stefán Jónsson. Því þrátt fyrir allt er töluvert Iíf í frásögninni, hæfilegur hraði og sífellt er eitthvað að gerast. Sem þjóðlífs- mynd er Vegurinn aS brúnni sönn 40 FÉLAGSBRÉF það sem hún nær þótt hún bæti ekki miklu við þá mynd sem við áttum áð- ur. VI. Þótt Vegurinn aS brúnni sé dæmi- gerð skáldsaga að formi, þá hefur hún ýmis einkenni minningaverka í skáld- sögubúningi. Henni svipar um sumt til Fjallkirkju Gunnars Gunnarssonar. Fólki er gjarnt að líta á sögur af þessu tæi sem nokkurs konar sjálfsævi- sögur höfundar og hefur þá jafn mikið til síns máls og höfundarnir sjálfir þegar þeir sverja og sárt við leggja að sagan sé diktur einn. Það er að vísu rangt að telja slík verk sjálfs- ævisögur í þeim skilningi að rakinn sé ferill höfundanna og greint frá við- burðum úr lífi þeirra. En þau mætti kalla sjálfssögu höfundarins me& nokkrum rétti. Höfundarnir eru á viss- an hátt að lýsa sjálfum sér, þroska- ferli sínum og sálarlífi jafnt og um- hverfi, þótt ekki þurfi þeir endilega að eltast við hin ytri atvik úr ævi sinni. (Þó kemur furðu oft í ljós þeg- ar farið er að rannsaka málið að sannsöguleg ytri atvik skjóta upp koll- inum í slíkum verkum, meira eða minna dulbúin). Til eru tvær tegundir sjálfsævisögu: sumir rita af hreinskilni og opnum huga allt af létta og draga ekkert und- an, aðrir skjóta sér undan, lýsa skil- merkilega öðru fólki, ytra umhverfi og öllum atburðum en sýna sjaldnast inn í hug sinn og þannig verður sjálft viðfangsefni verksins útundan. Ævi- sögur af þeirri gerð geta að vísu orðið greinargóð lýsing á aldarfari og tíðar-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.