Félagsbréf - 01.06.1963, Page 45
anda en við erum jafnnær um höf-
undinn sjálfan.
í minningaskáldverkum tekur jiessi
brestur á sig aðra mynd. Þar er það
aðalpersónan sem „lokast“. Ósjálfrátl
hafa höfundarnir sett sig í spor sögu-
hetjunnar hvort sem þeir hafa gert
sér það ljóst eða ekki. Þess vegna
verður aðalpersónan óvirkur áhorfandi
í stað þess að verða þátttakandi i
þeim atburðum sem varða hann mestu.
Fjallkirkjan og Vegurinn oð brúnni
eru með sama marki brennd: með-
an greint er frá æsku og upp-
vcxti Snorra Péturssonar og Ugga
Greipssonar er verkið satt og trútt.
hugjjekkt og lifandi. Öðru máli gegnir
þegar þessar hetjur eru komnar á
fullorðinsár: við erum jafnnær um
þeirra sálarhræringar og verkið verð-
ur lítið annað en lýsing á því sem
kringum þá er og því fólki sem á vegi
þeirra verður. Þessa gætir ekki meðan
höfundur lýsir bernsku söguhetjunn-
ar, flestir geta talað af hæfilegu hlut-
leysi um æsku sína eftir að þeir kom-
ast til fullorðinsára, þar er með
nokkrum hætti verið að lýsa annarri
persónu en manni sjálfum.
En Gunnar og Stefán brenna sig
báðir á sama soðinu þegar fram í
verkin sækir og lýst er fullorðinsár-
um: þeir skjóta sjálfum sér (aðalper-
sónunni) undan; hafa hana sem eins-
konar skráargat sem við sjáum í gegn-
um allt sem gerist en erum þó jafn-
nær um skráargatið sjálft. Aðalpersón-
an verður hjólnöfur í stað þess að
verða brennidepill eins og til var ætlast.
Ef til vill stafar þetta af því að höf-
undurinn er í of mikilli nálægð við
yrkisefnið (sjálfan sig) án þess að
gera sér það ljóst. Honum mistekst að
lýsa kvikunni í sál sinni þótt honum
takist að varpa skýru ljósi á það sem
í kringum hann er. Misheppnan þess-
ara verka liggur í því að höfundarnir
hlaupa út af sviðinu um leið og þeir
draga tjaldið frá, og sviðið er autt.
Þeir ætla sér að lýsa því opinberlega
sem þeim í rauninni er of mikið einka-
mál til þess að það verði borið á torg.
Þó seinni bækurnar tvær í Vegurinn
aS brúnni séu að mestu misheppnaðar
fyrir þessar sakir, þá breytir það ekki
þeirri staðreynd að fyrsta bókin
verður jafnan talin með meistaraverk-
um íslenzkra bókmennta ein sér.
FÉLAGSBRÉF 41