Félagsbréf - 01.06.1963, Page 47

Félagsbréf - 01.06.1963, Page 47
Eðlisfræðingarnir: l>orsteinn Ö. Stcphensen, Helffi Skúlason, Regína I>órðardóttir. Og fleira en hér hefur verið rakið, að leikhúsið verði senn sýnu öflugra og áhrifameira í menningarlífi okkar en hingað til. Sé það fjarri mér að reyna að skil- greina hvernig leikhús „eigi að vera“, kalla það t.d. „lifandi síspvrjandi rödd, einskonar samvizku, sívirkt í stríði mannsandans“ eins og Thor Vil- kjálmsson gerir í hinum nýju Leikhús- rnálum (I, 1963). Raunar held ég að þessi þula hafi næsta litla áþreifan- lega merkingu; en ósköp er að sjá hvernig Thor beitir henni til að aga Jeikflokkinn Grímu fyrir að leika Vinnukonur Jean Genets. Víst er Genet að sumu leyti heldur ógeðfelldur höfundur, einkum er öfughneigðin í prósabókum hans leiðinlega fráhrind- andi; en þar fyrir er maðurinn af- brigða snjallt leikskáld og Vinnukon- urnar tvímælalaust magnað og áhrifa- sterkt sviðsverk. Mannleg niðurlæging í einangrun og öfughneigð er við- fangsefni verksins, sem vel má kalla leikljóð; því er fenginn fágætlega skáldlegur leikhúsbúningur. Hlutverk vinnukvennanna veita snjöllum leik- konum tækifæri til voldugrar túlkun- ar. Því miður var sýning Grímu FÉLAGSBRÉF 43

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.