Félagsbréf - 01.06.1963, Page 51

Félagsbréf - 01.06.1963, Page 51
Skúlason vísindamenn, vitfirringar og spæjarar. Þorsteinn Ö. Stephensen var mjög mannlegur og skemmtilegur og sannfærandi lögreglufulltrúi; hitt er meira álitamál hversu „mannlegur“ og „skemmtilegur“ Voss Dúrrenmatts er. Sýninguna brast sem sagt sann- ferðugan heildarsvip, stíl; eða rétt- ara sagt: stíllinn var enginn; sýning- in virtist streitast í ýmsar áttir í senn. Þar fyrir var hún allrar athygli verð °g ýmis einstök atriði hennar mjög skemmtileg; undir nákvæmari og inn- lifaðri stjórn hefði hún ugglaust orðið miklu betri. Það þykir víst góð latína að leik- húslist sé með öllu óskyld „bókmennt- um“; menn eru stundum að tilkynna eitthvað þvílíkt í blaðaviðtölum. Hitt er að minnsta kosti jafngóð kenning, að „leikhúslistin“ sé næsta j bjargar- laus ef leiktextinn er með öllu sneydd- ur bókmenntagildi og jafnvel öllu bókmenntalegu sniði; sannlegast er að leikhúslistinni vaxi ásmegin á réttu hlutfalli við hókmenntagildi leikverk- anna. Þetta má heimfæra um verk þeirra Dúrrenmatts og Frischs; ég hygg að sá holhljómur sem sýningar þessara verka hafa þrátt fyrir allan ytri glæsihrag komi til af því að þau eru hæpnar bókmenntir. Og ég held að Dimmuborgir Sigurðar Róherts- sonar (Þjóðleikhúsið; leikstjóri Gunn- ar Eyjólfsson) eigi sér alls enga lífs- von í leikhúsinu eða utan þess; föndur leikstjórans við textann breytir engu þar um (og breytingin á niður- 'agi þess beinlínis veikir það frá upp- runalegri mynd) né tjáir að tala um frammistöðu leikenda. Þetta er nú ekki sagt til að „níða niður“ íslenzka leikritun, en enginn akkur er í því að undirmálsverk séu kölluð fram- bærileg. Þá er mér öldungis óskilj- anlegt hvernig leikdómarar sumra blaða gátu talað um „þáttaskil“, „hrotið blað“ í sögu íslenzkrar leik- listar o.s.frv. vegna einþáttunga Odds Björnssonar. (Gríma: Þrír einþáttung- ar; leikstjórar Helgi Skúlason og Gísli Alfreðsson. Fjórir einþáttungar; útg. Isafoldarprentsmiðja.) Góðviljað- asta skilningi má kannski skilja þætti Odds sem einhvers konar tilraunir til sviðshugsunár, sviðsköpunar; en þessi tilraun kemur fyrir lítið með því að hugsunin er svo ósköp flöt, ófrumleg og hégómleg, og leikritunin einkennist ennfremur af fádæma getu- leysi í meðferð málsins. Átakanlegast birtist þessi vanmáttur í þættinum um Borgia-fjölskylduna; hér er efniviður í stílfærðan gamanleik, hæðinn og al- varlegan, en persónusköpun dettur -öll niður í máttvana glósur, sviðsræðan er undarlega þembdur kjánaskapur. Þá var Partí skárra þótt yfirborðslegt sé, með því að þar er þó fálmað i áttina að samtíðarveruleik; en ósköp er „frumléikinn“ flatur (maðurinn með hrosshausinn t.d., og, æi, skrímslið í lokin; svo er argað a-a-a-a-a-hh; tjaldið), I bókinni er þáttur sem heitir Amalía og hefði átt að leika fremur en Við lestur framhaldssögunn- ar sem ekki er neitt; í Amalíu er þó viðleitni til persónukönnunar. Þetta um Odd; en þó höfundarnir séu ólíkir er vanmáttur Sigurðar Róbertssonar sömu ættar. Hann hefur fengið hug- mynd að glæpasögu sem út af fyrir FÉLAGSBRÉF 47

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.