Félagsbréf - 01.06.1963, Blaðsíða 58

Félagsbréf - 01.06.1963, Blaðsíða 58
kenndir, hafi nokkurn tíma verið eins mikið upp á heiminn og sá gríski, sem lagði stund á verzlun, komst í álnir og kvongaðist. Þá koma smáatriði spánskt fyrir á stöku stað. í gamansögunni „Enn er kóngur að,“ sem að mörgu leyti er á þann veg, að hún hefði sómt sér hjá Boccacio, er allt í einu farið að senda símskeyti. Ég get ekki varizt því að þykja það koma sem skrattinn úr sauðarleggnum í jafntímalausri sögu. En vel má vera að símaþjónusta sé orðin svo rótgróin og sjálfsögð meðal grískrar alþýðu, að œska tækisins sé með öllu gleymd. Og ekki er ég svo vís að skilja, við hvað er átt í sögunni um dísirnar í aldintrénu. þegar fugl, rem kvaddur er ráða, lætur dýfa sér þremur sinnum niður í rennandi vatn og kemur þá upp tólf vetra. Eru tólf vetur hér vizkualdurinn? Málfar á sögunum virðist yfirleitl gott. Þýðandi hefur lagt sig fram við að líkja eftir málblæ og stíl fornra æfintýra íslenzkra og riddarasagna. Eftir því sem leikmaður er fær um að dæma, hefur honum tekizt allvel sú iðja. En víða í sögunum er einnig gripið til kjarnmikils alþýðumáls síð- ari tíma og jafnvel nútíma talmáls, og er ekki laust við, að stundum megi merkja nokkurt misræmi milli tónfalla málsins. Það er stundum eins og blær- inn snöggbreytist. Um þýðinguna sjálfa get ég ekki dæmt, en slíkur er íslenzkur búningur sagnanna, að ótrúlegt væri, ef þeim hefði hrakað að ráði við flutninginn milli tungumála. Frágang allan á bók- inni og prentvilluleysi mættu önnur útgáfufyrirtæki taka sér til fyrir- myndar. Kristján Bersi Ólafsson. Ljóðrœnar náttúrumyndh ■ Þorsteinn Valdimarsson: Heiðnuvötn. Ljóð. Prentsmiðja Jóns Helgasonar, 1962. Af Ijóðum Þorsteins Valdimarssonar að dæma lætur honum ekki vel að hugsa; þetta er hagalegt með því að þar gætir einmitt heilmikillar vizku- viðleitni. Bitdómarar í dagblöðum hafa áður lýst skilningsleysi sínu á hin löngu „hugsanakvæði“ Þorsteins; auð- velt er að taka undir þau ummæli, en grunur leikur mér á að „innihaldið“ sé ekki margra andvökunótta virði. Hins vegar skil ég flokkinn Myndvarp atómsól alltof vel; eftir Jiann lestur er ljóst að Þorsteinn er ekki fyndinn heldur. Þorsteinn Valdimarsson er rímsnill- ingur mikill, og í bók hans eru mörg dæmi þess; það er gott handa þeim sem eru að vandræðast út af „ljóð- hefðinni“. Mér er samt ekki grunlaust um að rímið og kveðandin leiði hann stundum á villigötur; og hann hefur alltof oft alltof mikið gaman af merk- ingarlitlum, hljómandi, „fallegum“ orð- um. Beztur er Þorsteinn þar sem mál hans er einfaldast, og svo er fyrir að þakka að í bók hans eru nokkur ein- föld og prýðilega falleg ljóð. Þor- steinn er rómantískur hughrifamaður 54 FÉLAGSBRÉF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.