Félagsbréf - 01.06.1963, Page 60

Félagsbréf - 01.06.1963, Page 60
ekki; styrkur hans er hinn einfaldi, brotalausi frásagnarháttur. En oft bera sögurnar það með sér að vera tilkomn- ar í flýti og lílt eða ekki unnar; manni virðist að með nákvæmari hreinskrift hefði höfundi átt að verða mun meira úr þeim. Svo er t.d. um Revúar Nicolai og Næturheimsókn; í báðum þessum sögum sýnast manni drög að umtalsverðum skáldskap en verður ekki úr; og sá dómur hæfir raunar bókinni í heild. Sem sagt: Jökul'l Jakobsson bætir engu við vöxt sinn með þessu sagna- safni; sögurnar virðist rétt að skoða sem fingraæfingar fyrir hin stærri verk hans. Tjáir ekki um að fást; en þó virðist manni af hókinni að Jökull hafi öll efni til að skrifa hetri sögur en hér eru samankomnar. Ó. ]. Indriðask ólin?i Baldur Óskarsson: DagblaS. Bókaútgáfan FróSi. Reykjavík 1963. Hin nýja skáldsagai Baldurs Óskars- sonar er betra verk en smásögur hans sem komu út fyrir tveimur árum; það er raunar ekki mikið lof um DagbLað. Baldur er enn sem fyrr mjög háður fyrirmyndum sínum; hann er af ind- riðaskólanum á íslandi. Þó gerir ekki svo mikið til þótt frásagnaraðferð hans sé ósjálfstæð; verra er hitt að áhrifin liafa smitað inn í kviku sögunnar; hygging og söguþráður Dagblaðs eru of hliðstæð 79 af stöðinni eftir Indriða G. Þorsteinsson til að um tóma til- viljun sé að ræða. I sögu Baldurs má greina að þrjá þætti: einn er hvers- dagslýsing Þorgeirs Itlaðamanns; ann- ar útlegging hans (sem virðist sam- hljóða skoðun höfundar sjálfs) á þess- ari tilveru, sem birlist einkum í sam- tölunum við Braga; þriðji ástarsaga þeirra Þorgeirs og Ásrúnar, og þar er öll „sagan“. Höfundi lánast eng- an veginn að fella þessa þætti saman til sannferðugrar heildar. Ijangbezt cr lýsing daghlaðsins og þar virðist Bald- ur eiga sér ósvikinn efnivið sem hon- um ætti að geta orðið meira úr; hins vegar er „heimspeki“ hans út af blaða- mennskunni ósköp flöt og ósannfærandi og alveg óeðlileg í munni Þorgeirs. Honum tekst ekki heldur að gera ástar- söguna sannfærandi; hundingjaháttur Þorgeirs er of ósvikinn í sögunni til að maður trúi áhrifum Asrúnar á hann: o£ sízt hætir úr skák að allt talið í sögunni um „landið“ er með bragði Matthíasar Johannessens og að liætti hans. Allt um þetta örlar á ósvikinni lífsreynslu í Dagblaði og þar er þó nokkur viðleitni til eigin stílsmíðar; hvortlveggja hefur þessi saga framyfir smásögur Baldurs. Trúlegt er að hún nýtist betur þegar Baldur kemst undan lærimeisturum sínum; mér þætti ekki ósennilegt að þriðja bók hans yrði at- hyglisverð. Ó. J. :T3 56 FÉLAGSBRÉF

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.