Frón


Frón - 01.03.1945, Qupperneq 8

Frón - 01.03.1945, Qupperneq 8
6 Sigfús Blöndal Hann og kona hans voru mjög gestrisin, og á heimili þeirra var oft margt gott fólk aÖ hitta. Sigurður var mesti hófsmaður á mat og drykk, en alltaf voru þar ágætar veitingar, og venjulega gæddi hann gestum sínum á fyrirtaks Rínarvíni, — þesskonar vín þóttu honum hezt og hann kunni að velja góðar tegundir. Hann hafði fallega söngrödd, og síðustu árin sem hann lifði var það komið í venju að hann og þrír íslenzkir vinir hans komu saman til að syngja fjórraddað, til skiptis hver hjá öðrum, einkum eftir að takmarkanir á samgöngum gerðu útivistir á kvöldin í höfuð- borginni erfiðari en áður. Flestum Islendingum, sem hér dvelja lengi, verður hlýtt til Danmerkur og dönsku þjóðarinnar, og telja hag og heiður þess lands og þjóðar sinn hag og heiður, engu siður en hver góður danskur maður gerir. Þetta gerði Sigurður líka, og því tóku allir eftir sem þekktu hann, en lika hinu, að hann var góður og hreinskilinn íslenzkur ættjarðarvinur. Hann unni báðum þjóðun- um, og skilnað Islands og Danmerkur 1944 tók hann sér mjög nærri, ekki sízt aðíerð þá sem notuö var, sem honum mislíkaði, eins og flestum Islendingum hér. Hann var jafnvel að hugsa um að sækja um lausn frá embætti sínu þess vegna. En þar tók dauðinn í taumana. Ég þekkti Sigurð litið á stúdentsárum hans, og kynntist hon- um eiginlega ekki að ráði fyrr en á norræna stúdentafundinum á Rödkilde 1916. Við vorum þá mikið saman, fórum svo að skrifast á, og ég heimsótti hann í Sönderborg 1921 og síðar, og eftir að hann fluttist til Kaupmannahafnar hittumst við oft, stundum á heimilum okkar, stundum á mannfundum, og oft mæltum við okkur mót á einhverjum stað í Höfn til að skrafa saman. Ég fékk því meiri virðingu fyrir Sigurði, sem ég kynnt- ist honum betur. Hann var óvenjulega hreinlyndur og dreng- lyndur maður, »glaður og reifur«, og með ráð undir hverju rifi, ef um vandamál var að ræða. Hann var mjög viðkvæmur maður, og gat því stundum tekið sér nærri ýmislegt, sem harðgeðjari maður hefði tæplega virt þess að gera mikið úr, en vit hans og stilling riðu alltaf baggamuninn. Sigurður var fríður maður og fyrirmannlegur, og mesta prúð- menni í framgöngu, orðsnjall og fyndinn i ræðum. Heilsufar hans var yfirleitt gott, þrátt fyrir öll ]rau miklu störf, sem hann lagði á sig, en ég hygg samt að hann hafi ofboðið sér seinustu árin. . nóv. 1944 fór að bera á hjartasjúkdómi, sem virtist vægur, og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frón

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.