Frón


Frón - 01.03.1945, Qupperneq 11

Frón - 01.03.1945, Qupperneq 11
Verkefni íslenzkra fræða 9 að eiga grundvöll sinn í því, að við höfum rækt þetta tvennt, lengst af við óhagstæð ytri kjör, og höldum áfram að rækja. Þess væri þá að vænta að íslenzka þjóðin hefði látið sitja í fyrirrúmi fyrir flestu öðru, eftir að henni tók að vaxa fiskur um hrygg, að reka stefnufasta menningarpólitík. Viðleitni á þessu hefur verið nokkur, og þó miklu minni en skyldi, en einkum hlýtur manni að sárna hversu óstyrkum og fálmandi höndum einatt hefur verið tekið á verkefnunum og hve lítið oft hefur orðið ágengt, stundum af því að allt hefur verið látið reka á reiðanum, stundum af því að reynt hefur verið að reka flokka- pólitík eða beina bitlingum undir yfirskini menningarþarfa, stundum af því að illa vígir menn hafa verið settir til að verja þau rúm þar sem mest var raunin. Því miður er hér sem ella, að athafnir síðustu ára á Islandi standa fyrir okkur í miklu meiri móðu en svo, að við vitum glöggt hvernig þessum málum er nú komið, en virzt hefur okkur úr fjarlægðinni sem ráðnar hafi verið bætur á sumum verstu misfellunum. Hins vegar verður ekki sagt að mikið fari fyrir umræðum um framtíðarkröfur og skipulag íslenzkra menningarmála í þeim tímaritaheftum sem hingað hafa borizt, og væri þó full ástæða til að við reyndum á þessum tímamótum að gera okkur Ijóst hvað við viljum og að hverju við hljótum að stefna. Hér verður aðeins vikið að fáum atriðum þessa fjölþætta máls. Ég ætla mér einkanlega að drepa lítið eitt á íslenzk fræði, helzt bókmenntarannsóknir og málfræði, og geta nokkurra verkefna sem sízt þola bið. Miðstöðvar ])essara vísindaiðkana ber að sjálfsögðu framar öllu að leita í háskólanum. 2. Háskóli íslands var stofnaður 1911, og jafnframt voru þar settir á stofn tveir kennarastólar sem varða þetta mál, annar í íslenzkri málfræði og menningarsögu, hinn í sögu íslands. Árið 1925 fékk háskólinn þar að auki fastan kennara í málfræði og sögu íslenzkrar tungu. Á stríðsárunum hefur bætzt við nýtt kennaraembætti í íslenzkri málfræði, og nýlega hefur frétzt að stofnuð séu tvö dósentsembætti, annað í bókmenntum, hitt í sögu; líklega mun þar átt við bókmenntir íslands og sögu, en ekki þessar fræðigreinir almennt. Pá hefur háskólinn tvo menn í hverri grein, tungu, bókmenntum og sögu, og má það heita sæmilegur mannafli, en þó sízt of mikill þar sem hér er um að ræða þau fræði sem helzt eiga að bera uppi vísindalíf háskólans
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frón

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.