Frón - 01.03.1945, Síða 15

Frón - 01.03.1945, Síða 15
Verkefni íslenzkra fræða 13 sama máli og mörg verk önnur að menn úr mismunandi hvirfing- um gera til þeirra mismunandi kröfur, og verður að greina milli þess sem ég kalla hér undirstöðuútgáfu og lestrarútgáfu. Undir- stöðuútgáfan er gerð beint eftir sjálfum handritunum; hún setur sér það markmið að lýsa þeim vandlega, grafast fyrir um afstöðu þeirra hvers til annars, og sía frá þau sem ónýt eru; aðaltextinn er helzt prentaður stafrétt eftir því handriti sem upphaflegast reynist, en afbrigði hinna, smá og stór, mikilvæg og lítilvæg, tilgreind neðanmáls. Slík útgáfa er oft næsta ólæsileg þeim sem ekki eru slíku vanir, en hún getur einatt orðið lykill að margvís- legri vitneskju um verkið og sögu þess; í henni er, ef vel tekst til, þjappað saman kjarna alls þess fróðleiks sem sjálf handritin geta veitt. Upp úr undirstöðuútgáfu má síðan gera lestrarútgáfu, þar sem megináherzlan er lögð á texta sem góður sé aflestrar, oft með einhverjum skýringum neðanmáls, líkt og gert er í fornritaútgáfunni. Pað hefur sýnt sig hvað eftir annað að ekkert verk svarar betur kostnaði en vandlega undirbúin og traust undirstöðuútgáfa. I’ess eru mörg dæmi að veilur í slíkum útgáfum hafa dregið á eftir sér heila dilka alls konar misskilnings og vitleysu, sem stundum hefur orðið að verja til heilum bókum að ryðja burt. En undirstöðuútgáfa er því aðeins fullgild að útgefandi hafi kannað til hlítar öll handritatilföngin, hvort heldur þau eru smá eða stór, og gert sér svo fullkomlega ljóst sem unnt er hvernig uppskriftir hafi æxlazt hver af annari, áður en hann velji þær úr sem eitthvert gagn sé í. Petta er bæði seinlegt og þreytandi, en með öllu óhjákvæmilegt, eigi niðurstaðan að standa föst. l’að er margreynt að ekki fer vel að ætla að stytta sér leið. Betri er krókur en kclda. Mikill hluti fornbókmenntanna er til í undirstöðuútgáfum, en mjög eru þær misjafnar að vandvirkni og gæðum. Þessi starfsemi hefur að mestu leyti farið fram í Danmörku, eins og von er til, af því að þar er þorri handritanna niðurkominn og gamlar stofnanir sem kosta slíkar útgáfur; en íslenzkir menn hafa sífellt verið þar að verki jafnfætis eða framar öðrum. Sum íslenzk fornrit hafa verið gefin út i Osló. Aftur hefur Reykjavík aldrei látið neitt til sín taka á þessu sviði, og gæti þó sómt sér vel að hún væri þar ekki alveg aðgerðalaus. En þegar til síðari alda kemur, getur höfuðstaður íslands þó miklu síður hliðrað sér hjá að bera mestan þungann. Enn er, svo

x

Frón

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.