Frón - 01.03.1945, Síða 34

Frón - 01.03.1945, Síða 34
32 Guðrún Jónsdóttir frá Prestsbakka áöur hefir verið fjarrænt hugtak, stendur nú andspænis henni eins og geigvænleg ráðgáta. Steingrímur í Hliðarhjáleigu kemur á móti þeim og tekur á móti rekstrinum. Hann er stuttaralegur í viðmóti, en það er hann nú alltaf, svo því eru börnin vön. Pau reka féð inn, og svo kveðja þau Steingrím og snúa heim á leið. Nú hugsar telpan ekki lengur um pollana og svellin, og það er jafnvel eins og hún hafi gleymt því hve gaman er að stríða Dodda. Hún spyr hann alvarlega um banamein Ásdísar, og hann svarar jafn alvarlega. Steingrímur hafði komið að Gili daginn áður og verið mikið niðri fyrir. Ásdís var veik. Hún hafði ofreynt sig við að lyfta þungum bala og fengið blóðspýting, hann var hræddur um að hún væri að deyja. Móðir Dodda fór strax frameftir, en kom aftur um kveldið, því að þá var Ásdís dáin. Hún Ásdís sem var svo falleg. Telpan man eftir því þegar hún sá hana í fyrsta skipti. I’að var í fyrra vor við kirkjuna þegar fermt var. Hún tók strax eftir þessari háu, fölleitu konu, ,sem var ekki í peysufötum eins og hinar konurnar, heldur í svartri kápu með loðkraga og með litla svarta flauelshúfu á höfði. Fingravettlingarnir hennar voru ekki prjónaðir, heldur saumaðir úr einhverju skrýtnu gráu efni, og skórnir hennar ekki reimaðir, heldur hnepptir með fimm eða sex hnöppum utan- fótar. Allur klæðnaður hennar var frábrugðinn því sem telpan átti að venjast, og konan sjálf var líka öðruvísi en aðrar konur. Andlitið var fölt, en þó ekki hvítt, heldur gulleitt, eins og blöðin í gamalli bók. Hárið var dökkt, og augun, sem lágu djúpt undir bogadregnum brúnum, voru stór og dökk. Augnahárin voru óvenjulega löng, og þegar hún leit niður fyrir sig sýndust þau titra, svo að maður hélt að hún ætlaði að fara að gráta. En hún grét ekki. Hún var glöð og brosti svo skein í mjallhvítar tennurnar. Hún rétti húsmóður telpunnar báðar hendur þegar hún heilsaði, en kyssti hana ekki eins og annars var siður. Hún var nýkomin heim af heilsuhælinu. Hún talaði glaðlega við hina og þessa og sagðist vera fegin að vera komin heim, það væri hlýrra heima en á hælinu, þar hefði aldrei mátt loka gluggunum hvernig sem viðraði, og þar hefðu engir þröskuldar verið í öllu húsinu. Fólkið varð alveg forviða og sagði, »hversslags er þetta?«, og Ásdis hélt áfram að segja frá hælinu. Hún var búin að vera þar

x

Frón

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.