Frón - 01.03.1945, Page 46

Frón - 01.03.1945, Page 46
44 Jakob Benediktsson og hinni nýju verkíræðideild, þar sem bókafjöldinn í þessum fræðum er svo gifurlegur að jafnvel stærstu söfnum veitir erfitt aS fylgjast meS. Hér mun því þurfa mikilla aSgerSa viS, ef takast á aS skapa kennurum og stúdentum viSunandi starfsskilyrSi. Sama mun einnig eiga viS um hiS nýstofnaSa málanám í erlendum tungum. LandsbókasafniS er stærsta safn okkar og þjóSarbókasafn, en er þó fjarri því aS geta staSizt þær kröfur sem menningarþjóS hlýtur aS gera til slíks safns. Á mörgum sviSum skortir þaS nauS- synlegustu bækur, jafnvel algengar handbækur. Ekki sízt mun því vera svo fariS í öllum náttúruvísindum, enda hefur safniS alltaf lagt mesta rækt viS húmanistísk fræSi. RíkisvaldiS hefur alla tiS skoriS fjárveitingar til safnsins svo viS neglur sér aS enginn kostur hefur veriS á aS fylgjast meS í bókakaupum á öllum þeim sviSum sem safniS hefur átt aS annast. Mikill hluti þess fjár sem safniS hefur haft úr aS spila hefur alltaf fariS til bókbands og viShalds á þeim bókum sem þaS hefur fengiS ókeypis, og langmestan hluta útlendra bóka sinna hefur safniS fengiS aS gjöf. Bókaaukningin hefur þvi oftast veriS alltof tilviljunarkennd, og mörg sviS hafa orSiS algerlega útundan. Pví verSur heldur ekki neitaS aS margt í stjórn safnsins hefSi mátt betur fara, bæSi um bókaval og daglega starfsemi. PaS nær t. d. ekki nokk- urri átt, um safn af því tagi sem LandsbókasaíniS ætti aS vera, aS mestur hluti útlánsins sé til skemmtilesturs, og mikiS af því meira aS segja lélegir reyfarar, eins og var a. m. k. fyrir nokkrum árum. Slík bókalán á alþýSubókasafn aS annast, enda viSgengst slíkt hvergi nema á íslandi um visindalegt bókasafn eSa þjóSar- bókasafn. Hins vegar hefur safniS lagzt undir höfuS aS vinna ýms þau verk sem annars staSar eru talin sjálfsögð skylda þjóS- arbókasafns, svo sem aS annast útgáfu íslenzkrar allsherjarbóka- skrár, bæSi um allar íslenzkar bækur sem út eru komnar og um þær sem út koma á ári hverju. RaS er okkur ekki skammlaust að verða aS sækja slíkan fróSleik i dönsk bókfræðirit, sem eru heldur ekki fullnægjandi á því sviði. Skrár Halldórs Hermanns- sonar um íslenzkar bækur á 16. og 17. öld eru gefnar út fyrir erlent fé á erlendri tungu, en þar er lögS undirstaSa sem Lands- bókasafninu ætti að vera skylt aS byggja ofan á. Margt annaS mætti telja, þó aS hér verði staSar numið. SvariS viS þessum aSfinnslum er mér ekki ókunnugt: fé hefur ekki fengizt. En mér er spurn: er þaS ekki íslenzkum menntamönnum sjálfum aS

x

Frón

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.