Frón - 01.03.1945, Síða 51

Frón - 01.03.1945, Síða 51
Nokkur orð um íslenzk bókasöfn 49 ríkinu og frá sveitarfélögum umdæmisins. Pessar styrkupphæðir ríkisins eru enn sem komið er hæstar hér i landi á NorSurlöndum, en bæSi í Noregi og SvíþjóS hafa bókasöfnin sett sér þaS markmiS aS komast a. m. k. jafnhátt. SíSastliSiS ár voru fastar tekjur alj^ýSubókasafna í Danmörku um 8.150000 kr., þ. e. a. s. meira en 2 kr. á hvern íbúa, af því 2.340000 kr. ríkisstyrkur. Ef viS reynum nú aS gera okkur grein fyrir hvernig svipuSu kerfi yrSi bezt komiS viS á íslandi, liggur í augum uppi aS þar eru ýmsir annmarkar sem ekki eru til í þéttbýlli löndum meS betri samgöngumöguleika. Hrepparnir geta ekki risið undir neinum verulegum kostnaði til bókasafna, og fæstar sýslur eru þess umkomnar aS geta komiS upp safni sem fullnægi allri sýslunni þegar í staS. Stærri umdæmi en sýslur er víða erfitt að skipuleggja sakir samgönguerfiðleika á vetrum, þegar bóka- söfnin mundu einkum starfa. Sjálfsagt væri þó aS nota öll þau söfn og lestrarfélög sem fyrir eru sem grundvöll nýs skipulags. En þaS væri athugandi hvort ekki væri nauðsynlegt að gjörbreyta starfsháttum lestrarfélaga í sveitum. EaS er of dýrt aS 10—15 lestrarfélög í hverri sýslu kaupi að mestu sömu bækurnar á hverju ári, lesi þær einu sinni og láti þær síðan annaðhvort fara í niSurníSslu eða selji þær. P*a5 ætti að vera hægt aS koma því svo fyrir að í staðinn væru keypt farandbókasöfn fyrir alla sýsluna, sem skipt væri um á ákveðnum tímum milli hreppanna. 1 þcssum farandbókasöfnum ættu einkum aS vera bækur til skemmtilesturs, og meS þessu móti gætu lestrarfélögin bæði kornizt yfir fleiri bækur en ella, og hins vegar fengið fé aflögum til þess aS koma sér upp smátt og smátt föstu bókasafni hand- bóka og sígildra verka. Til þess að skipuleggja slíka starfsemi væri enn fremur nauðsynlegt aS hafa einhverja miSstöS, sem eðlilegast væri aS hafa í sýslubókasafninu. Par ættu farandbóka- söfnin að eiga sér samastaS og verða um leiS uppistaða í bókaeign þess. Sýslubókasöfnin gætu þá smátt og smátt fæfzt í þá átt aS verða að verulegum miðbókasöfnum. Eins þyrfti að vera hægt, einkum í strjálbýlli héruðum, að ljá einstökum mönnum eSa hópum manna lítil farandbókasöfn, samsett eftir óskum lánþega, sem væru annaShvort send þeim beint eSa um hendur sveitar- bókasafns. Petta gæti ckki sízt orSið að gagni ef einhver einn maður eða félagsskapur, t. d. námsflokkur eða ungmennafélag, vildu kynna sér nánar ákveðiS efni, en skorti bækur um þaS. ViS slík farandbókasöfn yrði því einkum um fræðibækur aS 4

x

Frón

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.