Morgunblaðið - 02.10.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.10.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2015 ÚRVALSFÓLK Á KANARÍ 16.JAN– 9.FEB. 2016 Eldriborgarferð með skemmtana- stjóranum Jóhannesi Baldurs, bróðir Kristínar Tryggva. Gist verður á IFA Bunaventura með hálfu fæði. 249.900 KR. Úrval Útsýn | Hlíðasmára 19 | 201 Kópavogi | 585 4000 | uu.is VERÐ FRÁ 24 NÆTUR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, var heiðruð af Félagi háskólakvenna og kvenstúd- enta, FHK, við athöfn sem borgarstjórn bauð til í Höfða í gær. Við afhendingu heiðursskjals til Vig- dísar sagði formaður félagsins, Elísabet Sveins- dóttir, að félagið vildi með þessu framtaki votta henni virðingu og færa henni þakklætisvott fyrir framúrskarandi árangur á starfsvettvangi sínum og í þágu félagsins og þjóðarinnar allrar. Vigdís Finnbogadóttir heiðruð af Félagi háskólakvenna í Höfða Morgunblaðið/Golli Vottuð virðing og auðsýnt þakklæti Benedikt Bóas Þorsteinn Ásgrímsson „Þetta er stórbrotið og flott þótt það sé ekki mikil hætta, ekki hér hjá okkur,“ segir Auður Guðbjörns- dóttir, bóndi á Búlandi við Kirkju- bæjarklaustur. Bærinn er sá fyrsti í byggð sem Skaftárhlaup kemur að og var Auður róleg þrátt fyrir ofsa- fenginn kraft flóðsins sem barði á túnum hennar af fullum þunga, grátt og dökkleitt. „Auðvitað eru allir stressaðir ef vegur fer í sundur og hann fór í sundur fyrir innan okkur og Skaft- árdal. Við erum vestan megin við ána og austan megin er dalurinn, sem er þveraður með gömlum brúm. Þær eru farnar og varnar- garðurinn sömuleiðis. En vegur er bara vegur, það er hægt að gera við hann,“ segir hún. „Flóðið lemur á túnunum okkar. Það var þó ekki að sjá neitt brot í þeim í kvöld (í gær) en þetta er bara rétt að byrja. Mér heyrist á fréttum að morgundag- urinn verði aðaldagurinn.“ Jökulhlaupið úr eystri Skaftár- katli braut sér leið undan jöklinum snemma í gærmorgun og náði um miðjan dag í byggð. Gert er ráð fyr- ir að hlaupið stækki áfram en rennslisaukningin við Sveinstind er hin mesta sem mælst hefur síðan stöðinni var komið á fót árið 1971. Fyrstu athuganir benda til að hlaupið verði eitt hið stærsta sem komið hefur úr Skaftárkötlum. Rennslið mikið fyrir Áður en hlaupið hófst var rennsli í ánni um 120 rúmmetrar á sek- úndu, en það er heldur meira en venjulega, meðal annars vegna mik- illa rigninga. Í gær var rennslið aft- ur á móti komið yfir 1.500 rúm- metra á sekúndu. Það hafði því tæplega fimmtánfaldast á hálfum sólarhring. Fimmtánfaldaðist á sólarhring  Skaftá orðin dökk og grá  Fyrstu athuganir benda til að hlaupið verði eitt hið stærsta sem komið hefur úr Skaftárkötlum  Brúin í sumarbústaðabyggðina við Skaftárdal fór í gær  Íbúar rólegir Ljósmynd/ Auður Guðbjörnsdóttir Flóð Jökulhlaupið úr eystri Skaftárkatli braut sér leið undan jöklinum snemma í gærmorgun og barði á túnum Auðar við Búland. Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum á miðviku- dag áskorun til þingmanna um að staðfesta ekki samning Íslands og Evrópusambandsins, sem undirrit- aður var 17. september sl., um nið- urfellingu tolla á fjölda matvæla. Enn fremur skorar sveitarstjórn- in á Alþingi að einbeita sér að und- irbúningi nýrra samninga um starfs- skilyrði landbúnaðarins til lengri tíma en í áskoruninni segir: „Tolla- mál eru og hafa verið hluti af þeim samningum (búvörusamningum) og því rökrétt að ákvarðanir um breyt- ingar á þeim verði teknar samhliða gerð nýrra samninga við greinina til lengri tíma.“ Í samantekt sem fylgir áskorun sveitarstjórnarinnar segir að um samantekin störf í landbúnaði á svæðinu í mjólkur- og kjötiðnaði, fóðurframleiðslu og hjá helstu aðil- um í þjónustu við landbúnaðinn megi gróflega áætla að samanlögð árs- velta þessara greina sé ekki undir 28 milljörðum króna og rétt tæplega 1.000 manns starfi við greinina. Þar segir enn fremur að afnám tolla í þeim mæli sem samningur Ís- lands og Evrópusambandsins gerir ráð fyrir geti haft ófyrirséðar afleið- ingar fyrir landbúnað og matvæla- framleiðslu á Íslandi. Síðan segir: „Við getum ekki ætlað íslenskum landbúnaði og matvælavinnslu að standast opna samkeppni við massa- framleiðslu matvæla, sem oft eru af allt öðrum og lakari gæðum og fram- leidd í allt öðru efnahagsumhverfi en okkar.“ Vilja að Alþingi hafni samn- ingi um niðurfellingu tolla  Miklir hags- munir í húfi í Eyja- fjarðarsveitinni Morgunblaðið / Sigmundur S. Tollar Sveitarstjórn Eyjafjarðar- sveitar skorar á Alþingi. Ríkislögreglustjóri lýsti, í sam- ráði við lögreglustjórann á Suð- urlandi, í gær yfir hættustigi vegna jökulhlaupsins. Ráða stofnanirnar ferðafólki frá því að vera nálægt upptökum Skaftár og Hverfisfljóts og við bakka þeirra. Brennisteinsvetn- ismengun getur skaðað slímhúð í öndunarfærum og augum auk þess sem árnar geta flætt yfir bakka sína og vegi. Hættustigi lýst yfir FERÐAFÓLK HALDI SIG FJARRI HLAUPINU Hanna Birna Kristjánsdóttir, varaformaður Sjálfstæðis- flokksins, sækist ekki eftir endur- kjöri í varafor- mannsembætti flokksins á næsta landsfundi, sem fram fer síðustu helgina í október. Í bréfi sem hún hefur sent stuðn- ingsmönnum sínum segist hún ekki munu sækja sjálfviljug í hörð póli- tísk átök í bráð og vísar í leka- málið. „En þegar nú blasir við að eina ferðina enn á að stilla ákvörðunum er mig varða upp sem einhverju uppgjöri við hið svokallaða lekamál þá finn ég sterkt að ég hvorki get né vil leggja enn einn slaginn um það mál á flokkinn, mig eða mína,“ segir hún í bréfinu. Hanna Birna bendir einnig á að landsfundurinn verði að snúast um stóru framtíðarmálin, ekki uppgjör við lekamálið. Hanna Birna hættir við  Gefur ekki kost á sér í varaformann Hanna Birna Kristjánsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.