Morgunblaðið - 02.10.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2015
ÚRVALSFÓLK Á KANARÍ 16.JAN– 9.FEB. 2016
Eldriborgarferð með skemmtana-
stjóranum Jóhannesi Baldurs, bróðir
Kristínar Tryggva. Gist verður á IFA
Bunaventura með hálfu fæði. 249.900 KR.
Úrval Útsýn | Hlíðasmára 19 | 201 Kópavogi | 585 4000 | uu.is
VERÐ FRÁ
24 NÆTUR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands,
var heiðruð af Félagi háskólakvenna og kvenstúd-
enta, FHK, við athöfn sem borgarstjórn bauð til í
Höfða í gær. Við afhendingu heiðursskjals til Vig-
dísar sagði formaður félagsins, Elísabet Sveins-
dóttir, að félagið vildi með þessu framtaki votta
henni virðingu og færa henni þakklætisvott fyrir
framúrskarandi árangur á starfsvettvangi sínum
og í þágu félagsins og þjóðarinnar allrar.
Vigdís Finnbogadóttir heiðruð af Félagi háskólakvenna í Höfða
Morgunblaðið/Golli
Vottuð virðing og auðsýnt þakklæti
Benedikt Bóas
Þorsteinn Ásgrímsson
„Þetta er stórbrotið og flott þótt
það sé ekki mikil hætta, ekki hér
hjá okkur,“ segir Auður Guðbjörns-
dóttir, bóndi á Búlandi við Kirkju-
bæjarklaustur. Bærinn er sá fyrsti í
byggð sem Skaftárhlaup kemur að
og var Auður róleg þrátt fyrir ofsa-
fenginn kraft flóðsins sem barði á
túnum hennar af fullum þunga,
grátt og dökkleitt.
„Auðvitað eru allir stressaðir ef
vegur fer í sundur og hann fór í
sundur fyrir innan okkur og Skaft-
árdal. Við erum vestan megin við
ána og austan megin er dalurinn,
sem er þveraður með gömlum
brúm. Þær eru farnar og varnar-
garðurinn sömuleiðis. En vegur er
bara vegur, það er hægt að gera við
hann,“ segir hún. „Flóðið lemur á
túnunum okkar. Það var þó ekki að
sjá neitt brot í þeim í kvöld (í gær)
en þetta er bara rétt að byrja. Mér
heyrist á fréttum að morgundag-
urinn verði aðaldagurinn.“
Jökulhlaupið úr eystri Skaftár-
katli braut sér leið undan jöklinum
snemma í gærmorgun og náði um
miðjan dag í byggð. Gert er ráð fyr-
ir að hlaupið stækki áfram en
rennslisaukningin við Sveinstind er
hin mesta sem mælst hefur síðan
stöðinni var komið á fót árið 1971.
Fyrstu athuganir benda til að
hlaupið verði eitt hið stærsta sem
komið hefur úr Skaftárkötlum.
Rennslið mikið fyrir
Áður en hlaupið hófst var rennsli
í ánni um 120 rúmmetrar á sek-
úndu, en það er heldur meira en
venjulega, meðal annars vegna mik-
illa rigninga. Í gær var rennslið aft-
ur á móti komið yfir 1.500 rúm-
metra á sekúndu. Það hafði því
tæplega fimmtánfaldast á hálfum
sólarhring.
Fimmtánfaldaðist á sólarhring
Skaftá orðin dökk og grá Fyrstu athuganir benda til að hlaupið verði eitt hið stærsta sem komið
hefur úr Skaftárkötlum Brúin í sumarbústaðabyggðina við Skaftárdal fór í gær Íbúar rólegir
Ljósmynd/ Auður Guðbjörnsdóttir
Flóð Jökulhlaupið úr eystri Skaftárkatli braut sér leið undan jöklinum
snemma í gærmorgun og barði á túnum Auðar við Búland.
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar
samþykkti á fundi sínum á miðviku-
dag áskorun til þingmanna um að
staðfesta ekki samning Íslands og
Evrópusambandsins, sem undirrit-
aður var 17. september sl., um nið-
urfellingu tolla á fjölda matvæla.
Enn fremur skorar sveitarstjórn-
in á Alþingi að einbeita sér að und-
irbúningi nýrra samninga um starfs-
skilyrði landbúnaðarins til lengri
tíma en í áskoruninni segir: „Tolla-
mál eru og hafa verið hluti af þeim
samningum (búvörusamningum) og
því rökrétt að ákvarðanir um breyt-
ingar á þeim verði teknar samhliða
gerð nýrra samninga við greinina til
lengri tíma.“
Í samantekt sem fylgir áskorun
sveitarstjórnarinnar segir að um
samantekin störf í landbúnaði á
svæðinu í mjólkur- og kjötiðnaði,
fóðurframleiðslu og hjá helstu aðil-
um í þjónustu við landbúnaðinn megi
gróflega áætla að samanlögð árs-
velta þessara greina sé ekki undir 28
milljörðum króna og rétt tæplega
1.000 manns starfi við greinina.
Þar segir enn fremur að afnám
tolla í þeim mæli sem samningur Ís-
lands og Evrópusambandsins gerir
ráð fyrir geti haft ófyrirséðar afleið-
ingar fyrir landbúnað og matvæla-
framleiðslu á Íslandi. Síðan segir:
„Við getum ekki ætlað íslenskum
landbúnaði og matvælavinnslu að
standast opna samkeppni við massa-
framleiðslu matvæla, sem oft eru af
allt öðrum og lakari gæðum og fram-
leidd í allt öðru efnahagsumhverfi en
okkar.“
Vilja að Alþingi hafni samn-
ingi um niðurfellingu tolla
Miklir hags-
munir í húfi í Eyja-
fjarðarsveitinni
Morgunblaðið / Sigmundur S.
Tollar Sveitarstjórn Eyjafjarðar-
sveitar skorar á Alþingi.
Ríkislögreglustjóri lýsti, í sam-
ráði við lögreglustjórann á Suð-
urlandi, í gær yfir hættustigi
vegna jökulhlaupsins. Ráða
stofnanirnar ferðafólki frá því
að vera nálægt upptökum
Skaftár og Hverfisfljóts og við
bakka þeirra. Brennisteinsvetn-
ismengun getur skaðað slímhúð
í öndunarfærum og augum auk
þess sem árnar geta flætt yfir
bakka sína og vegi.
Hættustigi
lýst yfir
FERÐAFÓLK HALDI SIG
FJARRI HLAUPINU
Hanna Birna
Kristjánsdóttir,
varaformaður
Sjálfstæðis-
flokksins, sækist
ekki eftir endur-
kjöri í varafor-
mannsembætti
flokksins á næsta
landsfundi, sem
fram fer síðustu
helgina í október.
Í bréfi sem hún hefur sent stuðn-
ingsmönnum sínum segist hún ekki
munu sækja sjálfviljug í hörð póli-
tísk átök í bráð og vísar í leka-
málið.
„En þegar nú blasir við að eina
ferðina enn á að stilla ákvörðunum
er mig varða upp sem einhverju
uppgjöri við hið svokallaða lekamál
þá finn ég sterkt að ég hvorki get
né vil leggja enn einn slaginn um
það mál á flokkinn, mig eða mína,“
segir hún í bréfinu.
Hanna Birna bendir einnig á að
landsfundurinn verði að snúast um
stóru framtíðarmálin, ekki uppgjör
við lekamálið.
Hanna
Birna
hættir við
Gefur ekki kost á
sér í varaformann
Hanna Birna
Kristjánsdóttir