Morgunblaðið - 02.10.2015, Blaðsíða 42
42 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2015
ÚR BÆJARLÍFINU
Skapti Hallgrímsson
Akureyri
Hvar endar þetta? Ekki er langt
síðan einn þekktasti útgefandi leið-
sögubóka í heiminum, Lonely Plan-
et, útnefndi Akureyri eftirsóttasta
ferðamannastað Evrópu og nú leyfir
bandarískur vefur sér að telja skíða-
svæðið í Hlíðarfjalli upp sem eitt
þeirra 12 mest heillandi í heiminum!
Vefurinn Unofficial Networks,
sem er samstarfsaðili bandaríska
dagblaðsins USA Today, birti í síð-
ustu viku val sitt á 12 „most exotic“
skíðasvæðum heims og á þeim lista
er Hlíðarfjall að finna. Exotic mætti
þýða sem framandi en í þessu tilfelli
verður orðið heillandi að sjálfsögðu
fyrir valinu enda líka mögulegt!
Ég segi eins og maðurinn sem
heyrði af þessu í gær: Guð sé oss
næstur! Fyllist bærinn jafnvel af
ferðamönnum að vetri til líka? Verð-
ur hugsanlega ekki pláss fyrir mig
sjálfan á kaffihúsi?
Hollvinasamtök Sjúkrahússins
á Akureyri gera það ekki enda-
sleppt. Formaðurinn, Jóhannes
Bjarnason, brosir breitt þessa dag-
ana enda sogast að honum fé. Rétt
er þó að taka fram að hann er ekki
saddur; aldrei er of mikið af pen-
ingum í þessum bransa.
Um daginn var haldið hagyrð-
inga- og söngkvöld í stóra salnum í
Hofi þar sem var nánast fullt hús og
Jóhannes fór heim með ávísun upp á
2,2 milljónir króna! Það voru Lions-
menn á Akureyri sem höfðu frum-
kvæði að samkomunni.
Allir sem fram komu gáfu vinnu
sína og hver króna sem kom í kass-
ann rann til Hollvinasamtakanna.
Annar viðburður og ekki síður
skemmtilegur, að sögn Jóhannesar –
Sviðakvöld – fór fram á Akureyri
Backpackers á dögunum. „Þetta var
hugarfóstur þeirra góðu hjóna sem
eiga Backpackers, Geirs og Ingu
Lilju. þau höfðu samband og vildu
hjálpa til. Þau lögðu til sal, þjónustu,
mat og drykk, stóðu sem sagt
straum af öllum kostnaði, en við
seldum bara miðana og hirtum ágóð-
ann!“ segir Jóhannes.
Jóhannes nefnir þetta sem gott
dæmi um þann mikla velvilja sem
hann finni í bænum gagnvart Holl-
vinasamtökunum. Ekki eru mörg
misseri síðan þau voru stofnuð en
hafa þó þegar safnað tugum milljóna
og keypt tæki og tól fyrir sjúkra-
húsið. Á sviðakvöldinu kostaði að-
göngumiðinn 5.000 að lágmarki og
margir greiddu mun meira. Alls
komu nokkur hundruð þúsund króna
í kassann það kvöld.
Oddur Helgason, ættfræðingur í
Reykjavík, gjarnan kallaður „spek-
ingur“, vísiteraði gamla heimabæinn
nýverið. Kom í 60 ára fermingar-
afmæli, ætlaði að dvelja nyrðra í
fjóra daga en þeir urðu 14! Þurfti að
tala svo mikið; aldrei þessu vant,
segir hann sjálfur …
Oddur er kominn í samstarf við
góða menn í safnabransanum
nyrðra, bæði varðandi sjóminjar og
norðurhjarann, og segir: Þetta verð-
ur unnið í grasrótinni, í samstarfi við
fólkið í landinu.
Eitt af verkefnunum sem Oddur
vinnur að er saga danskra kaup-
manna. Það gerir hann í samstarfi
við Hallgrím Guðmundsson, dótt-
urson Hallgríms Einarssonar ljós-
myndara á Akureyri. „Við erum að
rannsaka sögu dönsku kaupmann-
anna sem voru á Akureyri, Hofsósi
og Grafarósi,“ segir Oddur.
Á dögunum var settur upp
hjólaviðgerðastandur í göngugöt-
unni. Það er Hjólreiðafélag Akur-
eyrar sem hafði frumkvæði að þessu
en félögum fjölgar jafnt og þétt. Sí-
fellt fleiri hjólríða um bæinn.
Græjan mun sú fyrsta sinnar
tegundar hér á landi en er víst al-
geng í útlandinu. Þar er loftpumpa
auk ýmissa tóla til að gera við hjólið
ef það bilar. Gæti hugsast að Akur-
eyri yrði valin besti hjólreiðabær í
heimi fljótlega?
Mestir, bestir og flottastir – í velflestu …
Morgunblaðið/Skapti
Hlíðarfjall Mjög gott og fallegt, segja heimamenn og renna sér ótt og títt.
Eitt mest heillandi skíðasvæði í heimi, segja nú útlendingar!
Ljósmynd/Sigurður E. Sigurðsson
Tvær komma tvær Jóhannes Bjarnason, formaður Hollvinasamtakanna,
með táknræna ávísun eftir hagyrðinga- og tónlistarkvöldið í Hofi.
Ættfræði Hallgrímur Guðmundsson og Oddur „spekingur“ Helgason.
Morgunblaðið/Skapti
Hjól Viðgerðartólið, það rauða, er
við þennan fallega gafl í miðbænum.
Jarðvegsvinna hófst fyrir nokkru í
nýjasta hluta Naustahverfis, sem
telst númer þrjú og kennt er við
haga. Götur í hverfinu verða nefndar
eftir þekktum borgurum á Akureyri.
Hverfið verður rammað inn með
götunum Kjarnagötu, Naustabraut,
Naustagötu og Wilhemínugötu, sem
nefnd er eftir Wilhelmínu Lever
kaupmanni, sem kaus fyrst kvenna á
Íslandi, í sveitarstjórnarkosningum
árið 1863.
Aðrar götur í hverfinu verða þess-
ar: Davíðshagi (eftir Davíð Stef-
ánssyni, skáldi frá Fagraskógi), Ein-
arshagi (Einar Olgeirsson stjórn-
málamaður sem bjó ungur maður á
Akureyri), Elísabetarhagi (Elísabet
Sigríður Geirmundsdóttir lista-
kona), Finnshagi (Finnur Jónsson
prófessor), Geirþrúðarhagi (Geir-
þrúður Thyrrestrup sem átti sér
merka kvennasögu á Akureyri),
Gudmannshagi (Gudmannsfeðgar
sem lengi ráku verslun á Akureyri,
sá yngri, Friðrik, gaf bænum spít-
alann Gudmanns Minde), Halldóru-
hagi (Halldóra Bjarnadóttir, skóla-
stjóri Barnaskóla Akureyrar),
Kristjánshagi (Kristján Einarsson
skáld frá Djúpalæk), Matthíasarhagi
(Matthías Jochumsson, skáld og
prestur), Ólafarhagi (Ólöf Sigurð-
ardóttir skáld frá Hlöðum) og Stein-
dórshagi (Steindór Steindórsson,
náttúrufræðingur og skólameistari).
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Hálfnað er verk … Vinna er hafin í Naustahverfi 3, beint upp af flugvell-
inum, á svæðinu milli Kjarnaskógar og núverandi byggðar á Akureyri.
Wilhelmína, Davíð,
Matthías og þau öll
Byrjað að vinna við Naustahverfi 3
www.gilbert.is
ISLANDUS CLASSIC
VIÐ KYNNUM
TÍMALAUS HÖNNUN