Morgunblaðið - 02.10.2015, Blaðsíða 89

Morgunblaðið - 02.10.2015, Blaðsíða 89
89 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2015 Tvær kvikmyndir verða frum- sýndar í dag í bíóhúsum landsins og eru þær ekki á dagskrá RIFF. Black Mass Sönn saga mafíósans James „Whit- ey“ Bulger, sem gerðist uppljóstr- ari bandarísku alríkislögreglunnar til að losna við keppinauta sína í mafíunni, er rakin í myndinni. Bul- ger er talinn hafa myrt a.m.k. 19 menn, slapp við handtöku árið 1994 og tókst að fara huldu höfði í rúm 16 ár. Alríkislögreglan setti tvær milljónir dollara til höfuðs honum og var hann handtekinn árið 2011 eftir að ábending barst lögreglunni frá íslenskri konu, Önnu Björns- dóttur, sem var nágranni hans. Bul- ger hlaut í kjölfarið tvöfaldan lífs- tíðardóm. Leikstjóri myndarinnar er Scott Cooper og með aðalhlutverk fara Johnny Depp, Benedict Cumber- batch, Dakota Johnson, Joel Edger- ton, Kevin Bacon og Peter Sarsga- ard. Metacritic: 68/100 The Martian Kvikmynd í leikstjórn Ridley Scott sem byggð er á samnefndri met- sölubók Andy Weir. Hún fjallar um geimfarann Mark Watney sem tal- inn er látinn eftir að ofsafenginn stormur gengur yfir á Mars. Fé- lagar hans skilja hann því eftir og snúa aftur til jarðar. Watney lifði storminn af og er nú einn og yf- irgefinn á rauðu plánetunni með takmarkaðar vistir. Hann verður því að treysta á hugvit sitt og vilj- ann til að lifa af. Honum tekst að koma skilaboðum til jarðar þess efnis að hann sé á lífi. Með aðalhlutverk fara Matt Damon, Jeff Daniels, Jessica Chastain, Kate Mara og Kristen Wiig. Metacritic: 77/100 Alræmdur Johnny Depp er nær óþekkjanlegur í hlutverki morðingj- ans James „Whitey“ Bulger. Marsbúi og mafíósi Bíófrumsýningar Tveir ungir menn rífa sig uppog halda í ferðalag fráBurkina Faso í leit aðbetra lífi. Förinni er heitið til Evrópu. Leiðangri þeirra er lýst í myndinni Mediterraneo eftir ungan og efnilegan leikstjóra, Jonas Carp- ignano. Ungu mennirnir, Ayiva og Abas, lenda í ýmsu á leið sinni. Arabar ræna þá í eyðimörkinni og þeir halda yfir Miðjarðarhafið ásamt hópi fólks í manndrápsfleytu, sem ber þá ekki alla leið. Nokkrir falla á leiðinni. Ítalska strandgæslan bjargar þeim úr sjónum og þeir hafa nokkra mánuði til að freista þess að fá vinnu og dvalarleyfi á Ítalíu. Myndin fjallar um það málefni, sem hæst ber í fréttum þessa dag- ana. Milljónir manna eru á vergangi vegna átaka, hamfara og fátæktar. Flóttamenn bíða í röðum við hliðin að Evrópu og umræða um hvernig og hvort eigi að taka á móti þeim magnast. Mediterraneo er unnin upp úr stuttmynd. Hún er ekki áróðurs- mynd þar sem málstaðurinn verður að kylfu, sem látlaust er keyrð í höf- uðið á áhorfandanum. Myndavélin fylgir sögupersónum og bakgrunnur þeirra og vonir koma smám saman í ljós. Aiyva og Abas eru viðkunnan- legir, ungir menn. Þeir eru í leit að betra lífi, en þegar til fyrirheitnu álf- unnar er komið blasa ekki beinlínis við glæstar horfur. Þeir fá vinnu við að tína appelsínur og kaupið er lágt. Aiyva ákveður að leggja sig fram og strita möglunarlaust í þeirri von að eiga einhvers konar framgang, en Abas á greinilega erfitt með að gefa allt í vinnu, sem á meira skylt við þrælahald og réttur hans er einskis virtur. Þeir búa í hreysum og allar aðstæður eru fullkomlega óboðlegar. Innflytjendurnir hljóta litla náð fyrir augum heimamanna. Áhorfandinn fær á tilfinninguna að þeir hafi skilið betra líf að baki. Myndin gerist í bænum Rosarno og atburðir, sem þar urðu fyrir fimm árum eru notaðir sem bakgrunnur. Rosarno er í Kalabríu syðst á Ítalíu þar sem mafíusamtökin N’Drang- heta ráða lögum og lofum. Glæpa- hringurinn stjórnar vinnumark- aðnum á appelsínuekrunum þar sem fólk fær í mesta lagi fimm þúsund krónur á dag fyrir að strita í 12 tíma. Kveikiþráðurinn var tendraður í lok árs 2008 þegar tveir svartir verka- menn voru skotnir. Í upphafi árs 2010 fór allt á annan endann. Ítölsk ungmenni réðust á svarta verka- menn og í kjölfarið brutust átök út milli heimamanna og aðkomumanna. Lögregla skarst í leikinn og að end- ingu voru svörtu innflytjendurnir fluttir í burtu á meðan hvítir íbúar bæjarins fylgdust með og klöppuðu sigri hrósandi. Í fjölmiðlum á þess- um tíma var talað um að þessir at- burðir minntu á ástandið í Suður- ríkjum Bandaríkjanna fyrr á tímum. Þessir atburðir eru ekki raktir í þaula í Mediterraneo, en Aiyva og Abas dragast inn í hringiðu þeirra. Í fréttum verða flóttamenn að andlits- lausum fjölda, sem kemur í hol- skeflum til Vesturlanda. Carpignano segir hins vegar sögu tveggja ein- staklinga þar sem flóttamannavand- inn er baksviðið, en ekki megin- atriði. Styrkleiki myndarinnar er að hann veltir sér ekki upp úr tilfinn- ingum, heldur segir söguna blátt áfram, nánast í heimildamyndastíl. Koudous Seihon er frábær í hlut- verki hins yfirvegaða Aiyva, sem er tilbúinn að láta nánast hvað sem er yfir sig ganga til að ná settu marki og á fyrir vikið auðveldara með að aðlagast. Alassane Sy gefur honum lítið eft- ir sem Abas, vinur hans, sem á erf- iðara með að kyngja óréttlæti heimsins og er því meira á skjön í hinu nýja landi. Þá verður að geta persónu ungs sígaunadrengs, Pios, sem kemur fyrir í þessari mynd og verður næsta viðfangsefni Carpignanos. Þar leik- ur Pio Amato í raun sjálfan sig, ung- an „athafnamann“, sem stundar við- skipti með stolna muni af miklum móð. Carpignano hefur sagt að fyrir sér vaki ekki að breyta reglugerðum enda sé „martröð skrifræðis að reyna að breyta nokkru á Ítalíu“. Hann sé ánægður ef „fólk hættir að hugsa um hóp farandfólks eða inn- flytjenda og fari að líta á fólkið sem einstaklinga“. Hann hefur lagt sitt af mörkum til þess með þessari mynd. Þyrnum stráð líf í fyrirheitna landinu Á akrinum Seihon í hlutverki Aiyva og Sy í hlutverki Abas á ítalskri appel- sínuekru. Í Mediterranea er fjallað um einn helsta vanda samtímans. RIFF Mediterranea bbbbn Leikstjóri: Jonas Carpignano. Leikarar: Koudous Seihon, Alassane Sy, Annalisa Pagnano, Pio Amato, Aisha og Davide Schipilliti. Franska, ítalska, enska og ar- abíska. Ítalía, Frakkland, Bandaríkin, Katar, 2015. 107 mín. Flokkur: Vitranir. KARL BLÖNDAL KVIKMYNDIR Háskólabíó: Fös 2. okt., kl. 20.00, spurt og svarað, lau 3. okt., kl. 14.00, spurt og svarað. RIFF býður upp á tvennar áhuga- verðar pallborðsumræður í dag, annars vegar um danska kvik- myndagerð og hins vegar um ís- lensk kvikmyndatónskáld og er aðgangur ókeypis að báðum. Um- ræðurnar um danska kvikmynda- gerð fara fram í Norræna húsinu kl. 13. Sérstök dagskrá á RIFF er helguð dönskum kvikmyndum og verður rætt um sérstöðu danskr- ar kvikmyndagerðar. Stjórnandi umræðnanna er leikkonan Char- lotte Böving og þátttakendur Jes- per Morthorst, framleiðandi Stille hjerte; Mikkel Jersin, framleið- andi Þrasta og Rúnar Rúnarsson, leikstjóri Þrasta. Móttaka verður haldin eftir pallborðsumræðurnar í Norræna húsinu. Umræðurnar um íslensk kvik- myndatónskáld fara fram á Cent- er Hotel Plaza við Ingólfstorg kl. 16. Íslensk kvikmyndatónskáld hafa náð langt að undanförnu og má þar nefna Jóhann Jóhannsson og Atla Örvarsson sérstaklega. Sýnd verða brot úr verkum sem Íslendingar hafa samið fyrir ný- lega og að því loknu mun leikar- inn Gunnar Hansson ræða við Atla. Jazzkvintettinn Bananas mun halda kvikmyndatónleika í Saln- um í Kópavogi í kvöld kl. 20 sem helgaðir eru tónlist úr myndum Woody Allen sem er að mestu djass frá fimmta, sjötta og sjö- unda áratugnum. Leikkonan Edda Björg Eyjólfsdóttir mun leiða gesti í gegnum kvikmynda- sögu leikstjórans. Spjall Atli Örvarsson ræðir við Gunnar Hansson á Center Hotel Plaza í dag. Dönsk kvikmyndagerð, íslensk kvikmyndatónskáld og kvikmyndatónleikar Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Þökkum frábærar viðtökur á Van Gogh olíulitunum og Amsterdam akryllitunum, sem seldust nánast upp. Ný sendingmeð fullt af nýjungum komin í sölu. Kolibri trönur ímiklu úrvali, gæðaværa á góðu verði Ný sending af Kolibri penslum Handgerðir þýskir penslar í hæsta gæðaflokki á afar hagstæðu verði Ný sendingfrá Ennþámeira úrval af listavörum THE MARTIAN 3D 7,10 EVEREST 3D 4,8,10:30 SICARIO 8,10:30 HÓTEL TRANSYLV. 3D ÍSL 6 HÓTEL TRANSYLV. 2D ÍSL 4 HÓTEL TRANSYLV. 2D ENS 4,6 (ótextuð) LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar TILBOÐ KL 4 TILBOÐ KL 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.