Morgunblaðið - 02.10.2015, Blaðsíða 10
Leynigarðurinn, litabók fyrir fullorðna, eftir skoska höfundinn Johönnu Basford, hefur
selst í 2,5 milljónum eintaka í 37 löndum og víðast hvar verið metsölubók. Vinsældirnar
voru slíkar að fyrsta árið þurfti að prenta bókina sex sinnum. Í flokki handverks- og
tómstundabóka er Leynigarðurinn enn sú mest selda á Amazon.
Árið 2005 útskrifaðist Basford sem textilhönnuður frá lista-
skóla í Dundee þar sem hún sérhæfði sig í silkiprenti.
Hún teiknar allt fríhendis því henni finnst tölvugerð grafík
„köld og sálarlaus“.
Basford hefur teiknað fyrir fyrirtæki á borð við Sony,
Starbucks, Absolut Vodka o.fl. Hún er með vinnustofu í
gömlum bóndabæ í fæðingarsveit sinni í Aberdeenshire.
Auk Leynigarðsins hefur Basford sent frá sér tvær lita-
bækur; Enchanted Forest í fyrra og í ár Lost Ocean, eða
Týnda hafið.
2,5 milljónir eintaka á heimsvísu
METSÖLUBÓK
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2015
Morgunblaðið/Eggert
Mæðgur Valgerði Bjarnadóttur og Guðrúnu Vilmundardóttur finnst gaman að bera saman ólíkar aðferðir.
Valgerður Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Litagleði landsmanna, aðal-lega kvenna, virðist eigasér lítil takmörk frá þvílitabók fyrir fullorðna,
Leynigarðurinn eftir Johönnu Bas-
ford, kom út hér á landi snemmsum-
ars. Tvö þúsund bækur seldust upp
á tíu dögum, næsta upplag rauk út á
sex dögum og vel hefur gengið á
þriðju prentun, þrjú þúsund eintök,
sem kom í bókaverslanir í byrjun
mánaðarins.
Guðrún Vilmundardóttir, út-
gáfustjóri Bjarts, segir að þótt
litabókaæði hafi breiðst um heiminn
um leið og bókin kom út 2013 hafi
Bjartsfólk ekki órað fyrir öðrum
eins vinsældum á Íslandi.
„Leynigarðurinn, eða The Sec-
ret Garden, eins og bókin heitir á
frummálinu, hrinti æðinu af stað hér
heima eins og hún hefur gert um all-
an heim. Bóksalar segja mér að þeir
hafi selt bók og bók af þessu tagi
síðustu tvö árin, en íslenski Leyni-
garðurinn hafi komið litabókum fyr-
ir fullorðna á hvers manns varir.“
Á lista yfir mest seldu bæk-
urnar í Bretlandi í sumar var Leyni-
garðurinn eina bókin í 50 efstu sæt-
unum sem ekki kom út 2015. Og þar
er hún enn. „Enda langflottust,“
segir Guðrún. „Aðrar bækur hafa
komið og farið, en Leynigarðurinn
heillar alla. Myndirnar eru fallegar,
sumar flóknar, en ekki þó of flóknar
fyrir okkur leikmennina.“
Mæðgur á sömu blaðsíðu
Upp úr dúrnum kemur að sjálf
er Guðrún með snert af litabóka-
æðinu auk þess sem hún smitaði
mömmu sína, Valgerði Bjarnadóttur
alþingiskonu. „Ég veit ekki hvor
okkar mér hefði þótt ólíklegri kandí-
dat til að dunda sér við að lita í lita-
bók,“ segir Guðrún. En lengi skal
manninn reyna og þær mæðgur
fengu sér hvor sína litabókina í sum-
ar. „Við höfum haft reglulega gam-
an af því að lita. Við höfum svosem
ekki mælt okkur mót með bækurnar
en þegar ég fer í heimsókn til henn-
ar kíki ég í hennar litabók og segi:
„Ó, gerðir þú þessa svona!“ Það er
gaman að vera með sömu bókina til
að geta borið saman ólíkar aðferð-
ir.“
Guðrúnu finnst róandi að lita,
dásamleg tilbreyting frá tölvuskján-
um og frábært að hlusta á útvarpið
á meðan. „Maður einhvern veginn
kúplar sig út. Einu sinni lagði ég
stundum kapal og þetta er að
nokkru leyti líkt – nema kapallinn
bara hverfur en núna skilur maður
eftir sig fallegar myndir.“
Týnda hafið væntanlegt
Að sögn Guðrúnar tekur það
hana marga daga að lita hverja
mynd. „Sérstaklega í upphafi þegar
ég vildi helst nota hvern trélit sem
ég fann í húsinu á hverja mynd.
Núna er ég reyndar með æði fyrir
einfaldari litasamsetningum. Því
færri litir þeim mun betra. En svo
skiptir maður um skoðun og langar
að prófa eitthvað nýtt.“
Með haustinu er væntanleg ný
litabók eftir Johönnu Basford,
Týnda hafið. „Bjartur kemur með
íslenska útgáfu um svipað leyti og
hún kemur út á ensku,“ upplýsir
Guðrún. Henni finnst ekki ólíklegt
að Týnda hafið verði jólagjöfin í ár.
Sjálf hlakkar hún til að takast á við
alla liti hafsins sem og fjölbreytileg
sjávardýrin í Týnda hafinu.
Leynigarður vakti litagleði landans
Þótt ekki sé allt á eina bókina lært, eins og fjöl-
skrúðug bókaútgáfa Íslendinga er til marks um,
eiga þúsundir manna sammerkt að hafa frá því
snemmsumars tekið litabók fyrir fullorðna fram yfir
aðrar bækur. Sannkallað litabókaæði leystist úr
læðingi og fólk á samfélagsmiðlum og út um allt ber
saman litabækur sínar.
Tígrisdýr Ýmsar furðulegar fígúrur og fyrirbæri leynast í feldi þessa mikil-
fenglega tígrisdýrs sem glennir upp glyrnurnar. Úr bókinni Animorphia.
Drottning undirdjúpanna Úr bók-
inni Doodle Invasion .
Hrönn Traustadóttir litaði flestar myndirnar á opnunni.
trélitum og póstað á Facebook og
Instagram. Í sumar sneri ég mér
hins vegar af fullum krafti að því
Elsa Nielsen, grafískur hönnuður
og listmálari, fékk sína fyrstu
fullorðinslitabók, Animal King-
dom, að gjöf frá vinkonu sinni
tveimur mánuðum áður en lita-
bókaæðið hóf innreið sína á Ís-
landi. „Bókin varð mér innblástur
til að gera eina slíka í svipuðum
dúr en með Herðubreið, lund-
anum, refnum, síldinni, lúpínunni,
krækiberjalyngi og ýmsu öðru í ís-
lenskri náttúru í forgrunni,“ segir
Elsa, sem hófst þegar handa og
fagnaði útkomu Íslenskrar lita-
dýrðar með útgáfuteiti í Eymunds-
son í vikunni.
Bókin er 64 blaðsíður með um
80 myndum. Flestar eru á einni
blaðsíðu, örfáar heil opna og einn-
ig eru nokkrar smámyndir á sömu
blaðsíðu.
Gæðastundir
„Ég hef frá áramótum teiknað
eina mynd á dag af einhverju úr
mínu daglega lífi, litað þær með
að teikna mynstur í litabókina. Ég
og þrettán ára dóttir mín áttum
margar gæðastundir saman uppi í
Herðubreið, lundinn, síldin, refurinn, krækiberjalyng og fleira í íslenskri náttúru í forgrunni
Íslensk
litadýrð
Morgunblaðið/Eggert
Í útgáfuteiti Elsa Nielsen og dóttir hennar, Anna Linda Pálsdóttir, fagna
útgáfu litabókarinnar Íslensk litadýrð, sem kom út í vikunni.
Johanna
Basford
Göngugreining
Pantaðu
tíma
í síma
5173900
Orkhúsinu / Suðurlandsbraut 34 / 517 3900
Vandamál sem göngugreining Flexor getur
hjálpað til við að leysa eru til dæmis:
• þreytuverkir og pirringur í fótum
• verkir í hnjám
• sársauki eða eymsli í hælum
(hælspori, „plantar fasciitis“ o.fl.)
• beinhimnubólga
• óþægindi eða verkir í baki
og/eða mjöðmum
• verkir í tábergi og/eða iljum
• hásinavandamál
• óþægindi í ökklum
• þreytu- og álagsverkir
hjá börnum og unglingum