Morgunblaðið - 02.10.2015, Blaðsíða 76
76 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2015
Sunna Björk Þórarinsdóttir, bókavörður á BorgarbókasafniReykjavíkur, á afmæli í dag. „Ég hjálpa fólki að finna bækur ogkem með hugmyndir að bókum sem fólk vill mögulega lesa í
kjölfar annarrar. Síðan reynir maður að stilla út ýmsu girnilegu fyrir
gesti safnsins því bækurnar geta fengið endurnýjun lífdaga á að
sleppa af og til úr hill-
unum. Fólk er ekkert
mikið fyrir að skoða hvað
er í þeim. Við erum mikið
í því að reyna að gera
þær sýnilegri. Erum til
dæmis með sérstakt út-
stillingarteymi sem fylg-
ist nokkuð vel með því
hvað er að gerast í kring-
um okkur og býr til mis-
stórar bókasýningar, ef
ég má orða það þannig,
kringum eitt og annað
sem er að gerast í sam-
félaginu. Einnig hef ég
tekið að mér bókmennta-
göngur fyrir safnið og
leshring þannig að þetta
er mjög fjölbreytt starf.“
Sunna hefur einnig
lært heimspeki og er að
vinna að þáttum um
heimspekinginn Spinoza.
„Ég er búin að senda út
tvo þætti á Alvarpinu en
á eftir að senda út fleiri.
Þetta er með því skemmtilegra sem ég hef gert en ég hef mikinn
áhuga á útvarpi og þáttagerð.
Þegar ég er ekki í vinnunni þá fer ég að sýsla með drengjunum mín-
um þeim Degi Mána, 10 ára og Hauki Óðni 2 ára. Ég fer með þá í sund,
húsdýragarðinn, heimsóknir, spilum tölvuleiki, og letikastast með
þeim eitt og annað. Svo er mikilvægt að koma þeim niður svo ég fái
mína einkalestrarstund. Ég er með tíu bækur á náttborðinu og það fer
eftir því hvernig ég er stemmd hvort verður fyrir valinu heim-
spekibók, myndasaga, fantasíur eða þrútið skáldverk. Nú er ég að
lesa Foucault’s Pendulum eftir Umberto Eco og er alveg heilluð. Svo
fékk ég nýlega Bach dellu og tók með mér fullt af nótum og tónlist
eftir hann úr vinnunni og ætli ég ekki liggi yfir því á afmælisdaginn.
Eitt af áhugamálum mínum er að reyna að nota bæði heilahvelin í
einu – lesa nótur og spila eftir þeim.“
Liggur yfir Bach
á afmælisdaginn
Sunna Björk Þórarinsdóttir er 43 ára í dag
Í vinnunni „Það er svakalega mikil hugs-
un á bak við svo margt sem bókasöfnin
hafa og mikil hugmyndavinna í gangi.“
B
jörn fæddist á Akureyri
2.10. 1955 en flutti ung-
ur til Reykjavíkur,
fyrst í Laugarnesið og
síðar vestast í Vestur-
bæinn. Hann var í Laugarnesskóla,
Melaskóla, Hagaskóla og Iðnskól-
anum, fór síðan til Bandaríkjanna og
lærði flugvirkjun í Tulsa í Okla-
homa, lauk sveinsprófi 1981 og fékk
meistararéttindi í flugvirkjun 1985.
Hann lauk síðar rekstrar- og við-
skiptanámi frá Endurmenntun Há-
skóla Íslands 1998 og hefur auk þess
aflað sér 30 rúmlesta réttinda frá
Stýrimannaskólanum og lokið mat-
sveinanámi frá Hótel- og matvæla-
skólanum.
Björn hóf störf í flugafgreiðslu hjá
Flugleiðum 1975 og varð síðan flug-
virki þar. Hann vann við innanlands-
og millilandaflug, hér heima og einn-
ig í Líbíu, Nígeríu og Lúxemborg.
Gosið í Eyjum og snjóflóðin
Björn varð framkvæmdastjóri
Landssambands hjálparsveita skáta
árið 1985 og framkvæmdastjóri
Landsbjargar eftir sameiningu
hjálparsveita skáta og flugbjörg-
unarsveitanna 1991. Endapunkt-
inum í sameiningarmálum björg-
unarsveitanna var svo náð 1999
þegar Slysavarnafélagið Landsbjörg
var stofnað með samrunna Lands-
bjargar og Slysavarnafélags Ís-
lands: „Þetta voru gríðarlega miklir
grósku- og uppgangstímar í sögu
björgunarsveitanna sem gaman var
að taka þátt í.“ Björn er nú umsjón-
armaður fasteigna hjá Sunnuhlíð-
arsamtökunum í Kópavogi.
Björn gekk ungur í skátahreyf-
inguna og hefur verið tengdur henni
allar götur síðan. Hann og fjórir aðr-
ir skátabræður hafa svo haldið hóp-
inn í bráðum hálfa öld, en þegar þeir
höfðu aldur til gengu þeir í hjálp-
arsveit skáta í Reykjavík. Að-
spurður segir Björn að björgunar-
aðgerðirnar vegna eldgossins í
Vestmannaeyjum séu eftirminnileg-
astar frá því hann var á vettvangi en
snjóflóðin í Súðavík og á Flateyri
eftir að hann varð framkvæmda-
stjóri.
Björn Hermannsson, umsjónarmaður fasteigna – 60 ára
Fjölskyldan Björn og Berglind ásamt börnum, tengdabörnum og barnabörnum, við útskrift Helga Kristins í sumar.
Hjálparsveitarkempa
Í Washington DC Björn og hjálparsveitarfélagarnir leita að Hvíta húsinu.
Guðjón Þorkels-
son, fyrrv. sölu-
stjóri, er sjötugur í
dag. Eiginkona
hans er Ingibjörg
Jónsdóttir Sívert-
sen. Þau verða að
heiman á afmælis-
daginn.
Árnað heilla
70 ára
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
LEIÐRÉTT
Rangt farið með nafn
Í afmælisviðtali við Hildi Krist-
mundsdóttur fimmtuga, 23.9. sl., var
rangt farið með nafn stjúp-
ömmubarns sem heitir Viktoría
Margrét Ragnarsdóttir en ekki
Viktoría Rut. Beðist er velvirðingar
á þessu.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af
brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frá
merkum viðburðum í lífi
fólks, svo sem stórafmælum,
hjónavígslum, barnsfæðingum
og öðrum tímamótum.