Morgunblaðið - 02.10.2015, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 02.10.2015, Blaðsíða 50
50 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2015 FRÉTTASKÝRING Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Bandarísk stjórnvöld saka Rússa um að magna borgarastríðið í Sýrlandi með því að auka hernaðaraðstoð sína við einræðisstjórn landsins og hefja loftárásir á andstæðinga hennar, m.a. „hófsama“ uppreisnarmenn. Rúss- neska stjórnin segir á hinn bóginn að lofthernaðurinn beinist eingöngu að Ríki íslams og fleiri samtökum ísl- amista. Charles Lister, sérfræðingur í bar- áttunni gegn hryðjuverkastarfsemi í Miðausturlöndum, segir að taka beri þessa staðhæfingu Rússa með fyrir- vara. Þótt stjórninni í Moskvu sé greinilega mikið í mun að berjast gegn íslamistum hafi hún hneigst til þess að setja alla uppreisnarmennina í Sýrlandi undir einn hatt, líta á þá alla sem hryðjuverkamenn er ógni öryggi annarra ríkja, m.a. Rússlands. Bandaríska leyniþjónustan CIA hefur þjálfað þúsundir sýrlenskra uppreisnarmanna í Jórdaníu til að reyna að efla „hófsamar“ hreyfingar sem hafa barist gegn einræðis- stjórninni frá því að stríðið í Sýrlandi hófst í mars 2011 eftir að hún kvað niður mótmæli stjórnarandstæðinga með grimmilegum hætti. Bandarísk stjórnvöld óttast að rússneskar her- þotur geri árásir á þessa uppreisnar- menn og fréttaveitan AFP hefur eftir sérfræðingum í málefnum Mið- austurlanda að það hafi þegar gerst. Lofthernaðurinn hafi beinst að öllum hreyfingum sem berjast gegn ein- ræðisstjórninni. Ekki allt sama tóbakið Sergej Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, áréttaði að loftárásirnar beindust eingöngu að Ríki íslams og enginn fótur væri fyrir fréttum um að ráðist hefði verið á aðrar hreyf- ingar. Talsmaður Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta sagði að mark- miðið með lofthernaðinum væri að styðja sýrlensku stjórnina í barátt- unni við Ríki íslams og „aðrar hryðjuverka- og öfgahreyfingar“. Talsmaðurinn var þá spurður hvort loftárásirnar beindust að Frjálsa sýr- lenska hernum, fylkingu uppreisnar- manna sem njóta stuðnings vest- rænna ríkja og berjast gegn stjórnarhernum og Ríki íslams. Tals- maður Pútíns dró þá í efa að Frjálsi sýrlenski herinn væri í raun til. „Hafa þeir ekki flestir gengið til liðs við samtökin Ríki íslams?“ spurði hann. „Frjálsi sýrlenski herinn var til en enginn veit með vissu hvort svo er ennþá.“ Charles Lister telur að þótt Ríki íslams og fleiri hreyfingar íslamista hafi sótt í sig veðrið í Sýrlandi sé það „augljóslega rangt“ að setja alla and- stæðinga einræðisstjórnarinnar und- ir einn hatt. Hann gagnrýnir einnig Bandaríkjastjórn og segir að stefna hennar í málinu hafi misheppnast með hörmulegum afleiðingum. Hann skírskotar m.a. til frétta um að fyrsti hópurinn, sem CIA þjálfaði og vopn- aði, hafi beðið ósigur fyrir hreyfingu, sem tengist al-Qaeda, í júlí sl. og seg- ir að næsti hópur hafi afhent hreyf- ingunni helming allra farartækja sinna og 25% skotfæra sinna þegar hann kom til Sýrlands fyrir nokkrum dögum. Reyndar sést þarna vandi Banda- ríkjastjórnar í hnotskurn því að hún var lengi treg til að vopna „hófsömu“ uppreisnarmennina af ótta við að vopnin kæmust í hendur íslamskra öfgasamtaka. Stjórnin vildi í fyrstu einbeita sér að því að byggja upp tengsl við sýrlensku stjórnarandstöð- una og beita einræðisstjórnina þrýst- ingi með hertum efnahagslegum refsiaðgerum. Stjórn Obama samþykkti þó að lokum að þjálfa og vopna uppreisnar- mennina og ákvað síðan með miklum semingi fyrir ári að hefja loftárásir á liðsmenn Ríkis íslams eftir að þeir hófu fjöldamorð á jasídum á yfir- ráðasvæðum sínum. Markmiðið með loftárásunum er að gera sýrlensku uppreisnarhreyfingunum og Kúrd- um kleift að sigrast á liðsmönnum Ríkis íslams, en það hefur ekki gerst og segja má að þær hafi verið eins og olía á eldinn. Lofthernaðurinn hefur aðeins orðið til þess að borgarastríðið hefur harðnað. Gerði Obama mát Breski rithöfundurinn og blaða- maðurinn Con Coughlin gagnrýnir tvístígandi stefnu Bandaríkja- stjórnar í baráttunni gegn Ríki ísl- ams og segir að Pútín hafi notfært sér „tómarúmið“ vegna ráðleysis Obama til að taka frumkvæðið með það fyrir augum að styrkja stöðu Rússlands í arabalöndum. Rússar ráði nú ferðinni í Sýrlandsmálinu og Bandaríkjamenn geti lítið gert til að stöðva þá. „Obama hefur skýlausan rétt til að láta í ljós þá skoðun að ekki komi til greina að Assad verði leyft að halda forsetaembættinu, en hann hefur engin raunveruleg ráð til að fá þeirri stefnu framgengt. Pútín hefur á hinn bóginn tryggt að Assad haldi velli með því einfaldlega að senda rússneskar vígvélar í höfuðvígi ala- víta. Væru leiðtogarnir að tefla skák teldist Pútín hafa gert Obama mát,“ segir Coughlin í grein í The Tele- graph. Peter Forster, fréttaskýrandi The Telegraph, gagnrýnir einnig ráðleysi ráðamanna á Vesturlöndum en segir að vestrænu ríkin geti ekki orðið við þeirri áskorun Pútíns að ganga til liðs við Rússa og einræðisstjórnina í Sýr- landi í baráttunni gegn íslamistum. Það myndi ekki aðeins styrkja ein- ræðisstjórnina í sessi, heldur einnig verða til þess að „hófsamir“ upp- reisnarmenn úr röðum súnní- múslíma neyddust til að ganga til liðs við Ríki íslams, ella ættu þeir á hættu að verða fyrir árásum stjórnarhers- ins og rússneskra bandamanna þeirra. Slík íhlutun væri því eins og að skvetta olíu á ófriðarbálið. Ekki betri kostur Charles Lister tekur í sama streng í grein á fréttavef BBC og segir að stjórnin í Sýrlandi sé ekki og geti aldrei talist betri kostur en Ríki ísl- ams. Hann bendir á að einræðis- stjórnin ber ábyrgð á 95% dauðsfall- anna í stríðinu og langflestir þeirra sem hafa hrökklast frá heimkynnum sínum flúðu vígamenn einræðis- stjórnarinnar, ekki Ríki íslams eða al-Qaeda. Einræðisstjórnin beri ekki aðeins ábyrgð á glæpsamlegum sprengjuárásum á almenna borgara og grimmilegum pyndingum heldur hafi hún hvað eftir annað ýtt af ásettu ráði undir uppgang Ríkis ísl- ams og annarra hreyfinga íslamista í því skyni að sundra andstæðingum sínum. Olíu skvett á ófriðarbálið  Rússar sagðir gera loftárásir á sýrlenskar uppreisnarhreyfingar sem njóta stuðnings vestrænna ríkja  Pútín skaut Barack Obama ref fyrir rass  Ráðleysi ráðamanna á Vesturlöndum gagnrýnt AFP Rúm milljón barna meðal flóttafólksins í Tyrklandi Flóttamenn stíga af gúmmíbáti á grísku eyjunni Lesbos eftir siglingu yfir Eyjahaf frá Tyrklandi. Rúmar tvær milljónir sýrlenskra flóttamanna eru í Tyrk- landi, þeirra á meðal rúm milljón barna. Um 600.000 barnanna eru á skólaaldri en aðeins um þriðjungur þeirra gengur í skóla. „Sýrlensku fjölskyldurnar vilja það sem fjölskyldur úti um allan heim sækjast eftir. Þær vilja öryggi, vinnu til að geta séð fyrir börnum sínum, senda þau í skóla, tryggja þeim heilsu- gæslu og veita þeim framtíð,“ sagði Philippe Duamelle, talsmaður Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Tyrklandi. AFP Deilt um hernað John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Sergej Lavrov, starfsbróðir hans frá Rússlandi, ræddu Sýrlandsdeiluna á fundi í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í fyrrakvöld. Rússland Heimild: isw JÓRDANÍA LÍ BA N O N TYRKLAND DAMASKUS SÝRLAND Aleppo Hama Latakia Tartus Idlib Í RAK Kobane Raqa Deir Ezzor Palmyra 100 km Lofthernaður Rússa í Sýrlandi Ríki íslams Uppreisnar- hreyfingar Stjórnarherinn Stjórnarherinn og Hizbollah Kúrdar Stöðvar hermanna Árásir Yfirráðasvæði: Homs Hama Salamiyah 10 km Homs Fáir styðja íhlutun » Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að rúm 70% Rússa styðji Vladímír Pútín Rússlandsforseta. » Nýleg könnun bendir til þess að aðeins 14% Rússa séu hlynnt hernaðaríhlutun í Sýr- landi til stuðnings einræðis- stjórn landsins. Margir Rússar óttast að rússneski herinn dragist inn í langvinn átök, líkt og í Afganistan eftir innrás sovéska hersins 1979.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.