Morgunblaðið - 02.10.2015, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 02.10.2015, Blaðsíða 48
AFP Annar tónn Jeremy Corbyn, nýr formaður Verkamannaflokksins, hugsi á flokksþinginu í Brighton. Með honum hefur flokkslínan færst til vinstri. Karl Blöndal kbl@mbl.is Sjónarmið róttækra vinstri manna voru áberandi á flokksþingi breska Verkamannaflokksins í Brighton, en ummæli Jeremys Corbyns, nýkjörins leiðtoga flokksins, um að hann myndi ekki beita kjarnorkuvopnum Breta yrði hann forsætisráðherra vöktu þó mesta athygli og deilur innan flokks og utan. Andrúmsloftið á fundinum bar vitni þeirri vinstrisveiflu, sem orðið hefur innan flokksins. „Á Spáni er Podemos, Syriza í Grikklandi, Bernie Sanders í Bandaríkjunum og fólk leit til Englands og spurði hvar viðhorf vinstri manna kæmu fram,“ sagði ungur maður, Julian Kett, við AFP þar sem hann seldi marxistablöð fyrir utan ráðstefnuhöllina. Mun fleiri sóttu fundi þar sem rót- tækustu stefnumálin voru á dagskrá á flokksþinginu heldur en hjá hugveit- um nær miðjunni frá tíma Tonys Blairs. Tími kalda stríðsins liðinn Kjarnorkumálin voru ekki í brenni- depli á þinginu. Corbyn er á móti kjarnorkuvopnum og andvígur því að kjarnorkuvarnir Breta verði endur- nýjaðar, en endurnýjun Trident- flauganna er á stefnuskrá flokksins. Umræðu og atkvæðagreiðslu um málið var afstýrt á flokksþinginu í Brighton, en Corbyn tjáði sig hins vegar í viðtali við breska ríkisútvarp- ið, BBC. Þegar hann var spurður hvor hann myndi nokkurn tímann leyfa að kjarnorkuvopnum yrði beitt yrði hann forsætisráðherra var svarið stutt: „Nei.“ Síðan bætti hann við: „Við erum ekki lengur á tímum kalda stríðsins, því lauk fyrir löngu. Ég er á móti notkun kjarnorkuvopna. Ég er á móti því að vera með kjarnorkuvopn. Ég vil heim án kjarnorkuvopna. Ég held að það sé hægt.“ Corbyn sagði að það væri siðlaust að eiga eða nota kjarnorkuvopn. „Kjarnorkuvopnin sem Bandaríkin eru með, hundruð ef ekki þúsundir kjarnaodda, komu að engu gagni 11. september,“ sagði hann. „Málið snýst um ógnir vegna órökrænna athafna einstaklinga.“ Hann teldi að ekki ætti að verja 100 milljörðum punda (19,3 billjónum króna) í að endurnýja Trident-flaug- arnar. „Það er fjórðungur af útgjöld- um okkar til varnarmála,“ sagði hann. „Margir í hernum vilja ekki endur- nýjun Trident vegna þess að þeir líta á flaugarnar sem úreltar og óþarfar.“ Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Maria Eagle, flokkssystir hans og skuggaráðherra varnarmála, sagði að yfirlýsing Corbyns hjálpaði ekki til. Hann væri að grafa undan „tilraunum okkar til að koma stefnumótun af stað“. Andy Burnham, sem er skugga- ráðherra innanríkismála og sóttist eftir formennsku í Verkamanna- flokknum, sagði að erfitt yrði að vera áfram í „skuggaráðuneyti“ flokksins ef ákveðið yrði að endurnýja ekki Tri- dent-flaugarnar. Íhaldsflokkurinn hélt að sér hönd- um í málinu fyrir utan yfirlýsingu frá Michael Fallon varnarmálaráðherra, sem sagði að Corbyn væri í raun að segja að hann hygðist draga úr vörn- um Bretlands. „Fælingarvopn virka ekki ef þú ert ekki tilbúinn að nota þau,“ sagði hann. „Að vera með kjarn- orkuvopn og að óvinir okkar viti að við erum tilbúnir að nota þau í sjálfs- vörn við ýtrustu aðstæður er lífsnauð- synlegt til að tryggja öryggi lands- ins.“ „Ógn við þjóðaröryggi“ David Cameron hafði hins vegar sagt fyrir flokksþingið að Corbyn væri „ógn við þjóðaröryggi“. Corbyn sagði sjónvarpsstöðinni ITN síðar um daginn að ákvæði flokk- urinn að endurnýja kjarnorkuvopnin myndi hann verða að „lifa með því, einhvern veginn“. Corbyn fékk ágætar undirtektir við ræðu sinni á þinginu, en fremur óvægna útreið í fjölmiðlum. The Sun, útbreiddasta blað landsins, sem studdi Íhaldsflokkinn í síðustu kosn- ingum, sagði að ræða Corbyns hefði verið „samhengislaus, óheiðarlegur, marklaus, aumkunarverður þvætt- ingur“. Í The Guardian, sem hallast til vinstri, sagði að hann hefði áunnið sér tilkall til að hlustað yrði á hann, en ekki haft betur í rökræðunni. „Þessi ræða var ekki fyrir áheyrendur fyrir utan tjald Verkamannaflokksins,“ sagði í leiðara í blaðinu. Corbyn hafnar kjarnorkuvopnum  Róttæk öfl áberandi á flokksþingi breska Verkamannaflokksins  Yfirlýsing nýs formanns um að hann myndi aldrei beita kjarnorkuvopnum vakti deilur  Sakaður um að veikja varnir Breta einhliða 48 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2015 Tony Abbott, fyrrverandi for- sætisráðherra Ástralíu, hefur viðurkennt að það hafi verið „óskynsamlegt“ af honum að beita sér fyrir því fyrr á árinu að Filippus drottningarmaður yrði sæmdur riddaratign. Abbott tilkynnti á þjóðhátíðar- degi Ástralíu 26. janúar að hann hefði ákveðið að leggja til við El- ísabetu Bretadrottningu að eigin- maður hennar yrði sæmdur riddaratign. Ákvörðunin sætti harðri gagnrýni í Ástralíu og ríkisstjórn landsins hyggst endur- skoða þá ákvörðun Abbotts á síð- asta ári að taka að nýju upp það fyrirkomulag að forsætisráð- herrann geti tilnefnt menn til riddaratignar. Lýðveldissinnar í Ástralíu eru andvígir þessu fyrir- komulagi og segja það úrelt. Eft- irmaður Abbotts, Malcolm Turn- bull, varð forsætisráðherra eftir að hafa sigrað hann í leiðtoga- kjöri stjórnarflokksins í síðasta mánuði. ÁSTRALÍA „Óskynsamlegt“ að slá Filippus til riddara AFP Tony Abbott, fyrrv. forsætisráðherra (t.v.), og Filippus drottningarmaður. Vilt þú vita hvers virði eignin þín er í dag? Pantaðu frítt söluverðmat án skuldbindinga! HRINGDU NÚNA 820 8080 Sylvía Löggiltur fasteignasali sylvia@fr.is Brynjólfur brynjolfur@fr.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.