Morgunblaðið - 02.10.2015, Blaðsíða 53
53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2015
Blysroði Átaki Krabbameinsfélagsins, Bleiku slaufunni, var ýtt úr vör í gærkvöldi með tendrun blysa við hafnargarðinn í Reykjavík og lýstu blysin upp hafnarsvæðið á einstakan hátt.
Árni Sæberg
Í kynngimagnaðri
grein í Fréttablaðinu
miðvikudaginn 29.
september sl. skrifar
Halldór Þorsteinsson
fyrrverandi skóla-
stjóri Málaskólans um
reksturinn á Reykja-
víkurborg í tíð þeirra
Dags og Jóns Gnarr
og í lokin spyr hann
Dag B. Eggertsson
borgarstjóra eftirfarandi spurn-
ingar. „Nú langar mig að leggja
eftirfarandi spurningu fyrir borg-
arstjórann og hans fylgispaka lið.
Hvernig vogið þið ykkur að ætla
að hrófla við Reykjavíkurflugvell-
inum, þegar meirihluti þjóð-
arinnar vill hafa hann á sínum
gamla, góða og rétta stað? Skiljið
þið ekki hvað felst í orðinu lýð-
ræði? Greinilega ekki eftir skoð-
unum ykkar og viðbrögðum að
dæma.“ Þannig spyr hinn vitri
öldungur sem hefði einnig getað
verið barnið sem benti keis-
aranum á það forðum að hann
væri nakinn. Borgarstjóranum er
nú ekki alls varnað, það sýnir
hann best þegar hann viðurkennir
og dregur til baka ákvörðun sína
og meirihlutans um að Reykjavík-
urborg sniðgangi ísraelskar vörur
en þar löðrungaði viðskiptaheim-
urinn hann og allir Íslendingar
sátu í súpunni. Þar fóru Dagur B.
og félagar inn á verksvið utanrík-
isráðuneytisins og Alþingis og við-
urkenna nú mistök sín. Hinsvegar
er flugvallarmálið farið úr höndum
Dags og hefur aldrei verið hans
því ríkið, þjóðin, á flugvöllinn og
vill hafa hann í Vatnsmýrinni af
svo mörgum ástæðum. Flugvöll-
urinn lýtur landstjórninni og eng-
um öðrum hvað framtíðina varðar.
Allir vita að samtökin „Hjartað í
Vatnsmýrinni,“ hafa afhent for-
seta Alþingis að viðstöddum
fulltrúum allra þingflokka yfir 70
þúsundir undirskriftir þeirra sem
vilja að flugvöllurinn verði þar
sem hann er af öryggis- og at-
vinnusjónarmiðum. Einnig voru
borgarstjóra ásamt borgarstjórn
afhentir þessir sömu undir-
skriftalistar. Í báðum tilfellum var
það beiðni um hjálp, að skilja lýð-
ræði, vilja fólks og aðgerðir og
ákvarðanatöku. Enn-
fremur staðfesta skoð-
anakannanir aftur og
aftur 70% til 80%
stuðning við flugvöll-
inn. Þegar Rögnu-
nefndin hefur skilað af
sér furðulegustu til-
lögu allra tíma um að
flugvöllurinn verði
byggður upp í
Hvassahrauni við hlið-
ina á Keflavík-
urflugvelli setur að
okkur „hlátur“, en við skiljum og
fyrirgefum nefndinni því Dagur B.
borgarstjóri sat í henni og hlýtur
sem slíkur að hafa spillt vinnufriði.
Að borgarstjórinn skyldi sitja í
nefndinni er svona eins og að
brennuvargurinn sjálfur gangi í
slökkviliðið.
Deilunni um flugvöllinn
verður að ljúka
Innanríkisráðherra taki flugvöll-
inn í faðm sinn og slái á puttana á
óþægu börnunum í borgarstjórn-
inni og segi þeim að „svona geri
menn ekki“, að borgarstjóri og
borgarstjórnin komist ekki upp
með að hrekja flugvöllinn í burtu
úr Reykjavík. Og eyðileggja loft-
samgöngurnar í landinu og að auki
er það óumdeilt að staðsetning
flugvallarins við Landspítalann
hefur bjargað fjölda mannslífa.
Neyðarbrautin er lífgjöf svo
margra Íslendinga og útlendinga í
áranna rás. Höfuðborgin verður að
virða flugvöllinn og þýðingu hans,
bæði fyrir borgina og landið allt.
Málið þolir ekki lengri bið, Ólöf
Nordal, deilunni um flugvöllinn
verður að ljúka, þér er treystandi,
þú ert samgönguráðherra, flokks-
bróðir þinn, Kristján Þór Júl-
íusson, er heilbrigðisráðherra og
þú hefur sýnt það í verki að þú
bæði hlustar og heggur á rembi-
hnúta.
Eftir Guðna
Ágústsson
»Höfuðborgin verður
að virða flugvöllinn
og þýðingu hans, bæði
fyrir borgina og landið
allt.
Guðni Ágústsson
Höfundur er fv. alþingismaður
og ráðherra.
Ólöf Nordal,
höggðu á hnútinn
Barack Obama
Bandaríkjaforseti og
Vladimir Pútín Rúss-
landsforseti áréttuðu
ágreining sinn vegna
borgarastyrjaldarinnar
í Sýrlandi í ræðum á
allsherjarþingi Samein-
uðu þjóðanna (SÞ)
mánudaginn 28. sept-
ember.
Barack Obama vill að
bundinn sé endi á óhæfuverk Ríkis
íslams (RÍ) sem grafi undan stöð-
ugleika í Mið-Austurlöndum, myrði
fólk í nafni trúarinnar, leysi upp ríki –
Írak og Sýrland – og stuðli að meiri
straumi flóttamanna en þekkst hafi
um langan aldur. Hann vill vinna með
bandamönnum Assads forseta, Rúss-
um og Írönum að friði í Sýrlandi.
Obama er hins vegar sömu skoðunar
og François Hollande Frakklands-
forseti að Bashar al-Assad Sýrlands-
forseti hafi með grimmd sinni fyr-
irgert rétti sínum til aðildar að slíku
samkomulagi. Hann verði að víkja.
Vladimír Pútín sakar ráðamenn
Vesturlanda um „hroka“, þeir eigi
ekki að ákveða hver stjórni Sýrlandi.
Hann vill að stofnað sé til víðtæks al-
þjóðlegs samstarfs gegn Íslamska
ríkinu „eins og gegn Hitler“ í síðari
heimsstyrjöldinni. Þátttakendur
verði Vesturlönd, arabaríki, Rússar
og liðsmenn Sýrlandsforseta.
Tilkynnt var sunnudaginn 27. sept-
ember að Rússar hefðu samið við
Íraka, Sýrlendinga og Írana um
skipti á leynilegum upplýsingum um
RÍ. Fyrr í mánuðinum bárust fréttir
um flutning Rússa á hergögnum og
mannafla til stöðvar skammt frá
hafnarborginni Latakia í Sýrlandi.
Þangað hafa verið fluttir skriðdrekar,
fallbyssur og bryndrekar auk fjölda
hermanna 32 orrustuvéla og 14
þyrlna. Vinna Rússar að því að leggja
flugbrautir við hlið þeirra sem þar
eru.
Rússar segja að með vígbúnaði sín-
um búi þeir í haginn fyrir átök við RÍ.
Philip M. Breedlove, yfirmaður Evr-
ópuherstjórnar NATO, sagði hins
vegar mánudaginn 28. september að
þetta væri yfirvarp hjá Rússum. Þeir
væru að skapa sér varanlega aðstöðu
með uppsetningu vopnakerfa sem
beita mætti gegn Bandaríkjunum og
bandalagsríkjum þeirra.
Hagsmunir Rússa
Sérfræðingar benda á að Assad og
stuðningsmenn hans hafi aðeins 20%
af Sýrlandi á valdi sínu.
Ætli Rússar sér að auka
yfirráð hans og festa
hann síðan í sessi sem
forseta landsins sé það í
raun óvinnandi verk.
Það þurfi að minnsta
kosti meira til en tækin
og tólin sem þeir hafi
flutt til Sýrlands und-
anfarnar vikur. Þau
þjóni aðeins rúss-
neskum hagsmunum.
Pútín hugar fyrst og
síðast að eigin hag og
Rússa þegar hann krefst stuðnings
við Bashar al-Assad Sýrlandsforseta.
Herstöð Rússa í Sýrlandi er eina
hernaðarlega fótfesta þeirra við Mið-
jarðarhaf. Með því að efla hana
tryggja þeir eigin aðild að ferlinu sem
hefst þegar Assad hrökklast frá völd-
um. Þeir nota RÍ og hættuna af því
sem einskonar vogarstöng til að festa
sig í sessi.
Grimmd Assads
Charles Lister sérfræðingur hjá
Brookings Doha Center, birti hinn
28. september grein á vefsíðu hug-
veitunnar Brookings Institute þar
sem hann minnir á að rúmlega
250.000 manns hafi fallið vegna átak-
anna í Sýrlandi og 11 milljónir manna
hafi yfirgefið heimili sín. Hann segir
ráðamenn Evrópu og Bandaríkjanna
hafa hættulegar ranghugmyndir um
stöðu mála í Sýrlandi. Þær birtist
ekki síst í yfirlýsingum þeirra um að
ekki beri að krefjast þess að Bashar
al-Assad segi tafarlaust af sér heldur
sé hann óhjákvæmilegur þátttakandi
í friðargerð í Sýrlandi.
Lister segir að við fyrstu sýn virð-
ist þetta ef til vill ekki órökrétt af-
staða. Þar sé hins vegar litið fram hjá
þeirri staðreynd að hið minnsta
100.000 Sýrlendingar sem nú berjast
við stjórn Assads hafi heitið að gera
það þar til hann verði sviptur völdum.
Fráleitt sé að líta á Assad sem betri
kost en Ríki íslams. Leyniþjónusta
hans hafi ýtt undir starfsemi hryðju-
verkahópa og her hans hafi skipulega
stundað fjöldamorð á almennum
borgurum – fyrst með flugvélum og
flugskeytum, síðan með tunnu-
sprengjum og efnavopnum. Í nafni
forsetans sé beitt handtökum og
pyntingum. Hann hafi staðfastlega
haft samþykktir öryggisráðs SÞ að
engu og beri ábyrgð á dauða 95% af
þeim 111.000 almennu borgurum sem
hafa fallið frá árinu 2011.
Charles Lister lýkur grein sinni á
þessum orðum:
„Þótt svo virðist sem ná megi sam-
komulagi sem kemur til móts við
kröfur Rússa og Írana um að Assad
verði ekki hafnað og jafnvel í raun um
skiptingu landsins verður það aðeins
til að lengja og kynda undir átökin og
mun örugglega kveikja meiri áhuga á
heilögu stríði en heimurinn hefur
nokkru sinni kynnst.
Yfirgnæfandi meirihluti þeirra,
sem nú leita skjóls í Evrópu, er á
flótta undan drápsvél Assads, ekki
Ríki íslams eða al-Kaída. Allt síðan
Sýrlendingar hófu mótmæli á götum
úti í mars 2011 hafa viðbrögð ráða-
manna á Vesturlöndum verið bæði
máttlaus og hlutlaus, nú þarfnast
heimurinn hins vegar raunverulegra
forystumanna. Því miður bendir allt
til þess að leiðtogar okkar gangi með
lokuð augu út í hyldýpið.“
Til dýrðar Pútín
Úr því að Pútín líkir framtaki sínu
við bandalag gegn Hitler á sínum
tíma er ástæðulaust að gleyma því að
sovéska stjórnin undir forystu Stalíns
snerist ekki gegn Hitler fyrr en hann
fór með hernaði gegn Sovétríkjunum
árið 1941. Tveimur árum áður gerðu
Hitler og Stalín hins vegar griðasátt-
mála og skiptu síðan Póllandi á milli
sín.
Vladimír Pútín hefur búið við póli-
tíska einangrun síðan hann braut al-
þjóðalög á Úkraínumönnum með inn-
limun Krímskaga í mars 2014.
Vígvélarnar sem Pútín hefur flutt til
Sýrlands hafa tvíþættan tilgang í
augum Kremlverja: (1) að festa rúss-
neska herinn í sessi í Mið-Aust-
urlöndum og við Miðjarðarhaf; (2) að
gera Pútín gjaldgengan á alþjóð-
legum stjórnmálavettvangi.
Unnið er að framgangi fyrra mark-
miðsins með rússneskri hervæðingu í
Latakia. Dýrðaróðurinn um Pútín og
snilli hans á alþjóðavettvangi er sung-
inn í fjölmiðlum og af stjórn-
málaskýrendum í Rússlandi þar sem
Pútín hefur skipulega þaggað niður í
gagnrýnendum. Þegar hann varar við
því að ýta einræðisherrum til hliðar
með erlendum þrýstingi, það skapi
aðeins glundroða heima fyrir, lítur
hann enn og aftur í eigin barm.
Eftir Björn
Bjarnason » Pútín hugar fyrst og
síðast að eigin hag
og Rússa þegar hann
krefst stuðnings við
Bashar al-Assad Sýr-
landsforseta.
Björn Bjarnason
Höfundur er fv. ráðherra.
Assad peð í valdatafli Pútíns