Morgunblaðið - 02.10.2015, Blaðsíða 40
SVIÐSLJÓS
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Skipulagsáform fyrir Oddeyri á Ak-
ureyri voru kynnt á opnum íbúa- og
atvinnurekendafundi í Oddeyrar-
skóla í gær. Áður höfðu áformin ver-
ið kynnt fyrir hverfisnefnd og hafn-
arstjórn auk þess sem skipulags-
lýsing hefur legið frammi í Ráðhúsi
Akureyrar og verið aðgengileg á
heimasíðu skipulagsdeildar.
Tilgangurinn með þessum kynn-
ingum er að
skapa sem víð-
tækasta sátt um
fyrirhugaðar
framkvæmdir,
„að reyna að fá
öll sjónarmið
fram strax í upp-
hafi“, segir
Tryggvi Már
Ingvarsson, for-
maður skipulags-
nefndar Akureyrarbæjar.
Verðmætasta landið
Í skipulagslýsingu segir að til-
gangurinn með gerð rammahluta
aðalskipulags sé „að leggja fram
heildstæða stefnu um þróun byggð-
arinnar á Oddeyri.“ Tryggvi Már
Ingvarsson segir að þörf sé á að
bæta ásýnd svæðisins og kominn sé
tími til þess að gera eitthvað fyrir
þetta annað elsta hverfi Akureyrar.
„Það þarf að laga svæðið og Akur-
eyri þarf að draga vagninn í þeim
efnum,“ segir hann. Í því sambandi
bendir Tryggvi á að til dæmis þurfi
að laga ljósastaura, gangstéttir, op-
in svæði og fleira. Tugþúsundir
ferðamanna komi til Akureyrar með
skemmtiferðaskipum á hverju ári og
Oddeyrin sé það fyrsta sem þeir
sjái. Fasteignaverð sé lægra á Odd-
eyri en í öðrum hverfum bæjarins
og engin ástæða sé til þess. Eftir að
innbærinn hafi verið deiliskipulagð-
ur fyrir nokkrum árum hafi hann
orðið aðlaðandi og eftirsóttur stað-
ur. Það sé til eftirbreytni. „Oddeyr-
in er okkar verðmætasta land og
þarna á að vera þéttbýlt,“ segir
hann.
Merkilegt svæði
Tryggvi Már bendir á að byggðin
á Oddeyri hafi hafist þar um 1860 og
hún hafi verið fullbyggð á 100 árum.
Skipulag fyrir hluta svæðisins sé í
gildi, en ekki hafi verið gert deili-
skipulag fyrir stóran hluta Oddeyr-
arinnar. Því hafi verið ákveðið að
gera heildarskipulag fyrir svæðið.
„Við erum ekki að deiliskipuleggja
Oddeyrina í þessu skrefi heldur
kallast þetta rammahluti aðal-
skipulags, þar sem við förum yfir
landnotkun, gatnakerfi, stígakerfi
og þar fram eftir götunum,“ segir
Tryggvi Már.
Eins og fram kemur í skipulags-
lýsingunni afmarkast Oddeyrin af
Glerá frá Glerárgötu að ósum og af
Glerárgötu frá Glerá að Strandgötu.
Í hverfinu eru tvö athafnasvæði,
hafnarsvæði og íbúðabyggð.
Tryggvi Már segir að mörg tæki-
færi séu til uppbyggingar á svæðinu
Hann nefnir að á svonefndum
Kelduhverfisreit, milli Laufásgötu
og Hjalteyrargötu, hafi lengi verið
stefnt að því að byggja og jafnvel
þróa íbúðasvæði og vísar til þess að í
aðalskipulagi komi fram að með tíð
og tíma muni íbúðasvæðið teygja sig
austur að Oddeyrartanga, þar sem
Eimskipahöfnin er nú. Hann segir
að töluvert sé horft á þennan reit en
í stað þess að deiliskipuleggja að-
eins hann hafi verið ákveðið að
horfa á svæðið í heild sinni með það
í huga að skapa heildarbrag.
Um 1.150 íbúar búa á Oddeyri og
þar eru mörg stærstu fyrirtæki bæj-
arins.
Lífsgæði á Oddeyrinni
„Saga Oddeyrarinnar hefur alltaf
verið sambland af atvinnu og mann-
lífi og þannig viljum við hafa það,“
segir Tryggvi Már. Hann bendir á
að í skipulagi undanfarna áratugi
hafi verið lögð áhersla á svæðaskipt-
ingu, þ.e. atvinnuuppbyggingu á
einum stað, íbúabyggingu á öðrum
stað og þjónustu og verslun á þeim
þriðja. Á Oddeyrinni úi og grúi af
þessu öllu saman. „Við viljum ýta
undir það frekar en að hrekja ein-
hvern í burtu,“ segir hann og vísar
til þess að mikil gæði felist í því að
búa á Oddeyrinni. Þar sé stutt í alla
þjónustu og stutt í vinnunna. „Það
eru lífsgæði að búa og vinna á Odd-
eyrinni.“ Tryggvi Már segir að mikil
samstaða sé um áformin enda hafi
allir flokkar verið með þau á verk-
efnaskrá. Bæjarbúar hafi einnig
sýnt málinu mikinn áhuga og enginn
ágreiningur hafi komið upp, en þó
séu skiptar skoðanir um hvort
tengibraut að hafnarsvæðinu til
framtíðar eigi að vera um Laufás-
götu, eins og segi í aðalskipulagi,
eða um Hjalteyrargötu, eins og nú
er. Talsmenn fyrirtækja við höfnina
séu efins um aðalskipulagið hvað
þetta varðar.
Áður en tillaga að deiliskipulagi
verður lögð fram eftir um tvo mán-
uði verður annar íbúafundur. „Við
viljum gefa öllum hagsmunaaðilum
aðkomu að ferlinu,“ segir Tryggvi
Már.
Oddeyrin skipulögð sem ein heild
Hverfið skiptist í tvö athafnasvæði, hafnarsvæði og íbúðabyggð Oddeyrin annað elsta hverfi
Akureyrar Skipulagið unnið í samvinnu við íbúa og talsmenn fyrirtækja og þjónustu á svæðinu
Ljósmynd/Árni Ólafsson
Oddeyrin Efst er Glerárgata þvert yfir myndina. Tryggvabraut til hægri.
Ljósmynd/Teiknistofa arkitekta
Svæðið Rammahluti skipulagsins er innan rauðu merkingarinnar.
Tryggvi Már
Ingvarsson
40 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2015
Samkvæmt skipulagslýsingunni
verður Oddeyrinni skipt upp í sjö
deiliskipulagssvæði. Í hverju þeirra
verða sett „ákvæði um gerð hús-
næðis, starfsemi, yfirbragð og eig-
inleika byggðar.“
Reitur A er núverandi íbúðar-
hverfi. Reitur B, Hvannavellir, er
þéttingarreitur. Reitur C, Tryggva-
braut og Furuvellir, er þróunar-
reitur. Reitur D, Kelduhverfi, reit-
ur E og reitur G eru þróunarreitir.
Reitur F, norðurhluti hafnarsvæð-
isins.
Sjö reitir deiliskipulagsáfangar
Laugavegi 34, 101 Reykjavík
Sími: 551 4301 | gudsteinn.is Guðsteins Eyjólfssonar sf
V E R S L U N
Herra náttföt
verð 9.900,- stk.