Morgunblaðið - 02.10.2015, Síða 40

Morgunblaðið - 02.10.2015, Síða 40
SVIÐSLJÓS Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Skipulagsáform fyrir Oddeyri á Ak- ureyri voru kynnt á opnum íbúa- og atvinnurekendafundi í Oddeyrar- skóla í gær. Áður höfðu áformin ver- ið kynnt fyrir hverfisnefnd og hafn- arstjórn auk þess sem skipulags- lýsing hefur legið frammi í Ráðhúsi Akureyrar og verið aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar. Tilgangurinn með þessum kynn- ingum er að skapa sem víð- tækasta sátt um fyrirhugaðar framkvæmdir, „að reyna að fá öll sjónarmið fram strax í upp- hafi“, segir Tryggvi Már Ingvarsson, for- maður skipulags- nefndar Akureyrarbæjar. Verðmætasta landið Í skipulagslýsingu segir að til- gangurinn með gerð rammahluta aðalskipulags sé „að leggja fram heildstæða stefnu um þróun byggð- arinnar á Oddeyri.“ Tryggvi Már Ingvarsson segir að þörf sé á að bæta ásýnd svæðisins og kominn sé tími til þess að gera eitthvað fyrir þetta annað elsta hverfi Akureyrar. „Það þarf að laga svæðið og Akur- eyri þarf að draga vagninn í þeim efnum,“ segir hann. Í því sambandi bendir Tryggvi á að til dæmis þurfi að laga ljósastaura, gangstéttir, op- in svæði og fleira. Tugþúsundir ferðamanna komi til Akureyrar með skemmtiferðaskipum á hverju ári og Oddeyrin sé það fyrsta sem þeir sjái. Fasteignaverð sé lægra á Odd- eyri en í öðrum hverfum bæjarins og engin ástæða sé til þess. Eftir að innbærinn hafi verið deiliskipulagð- ur fyrir nokkrum árum hafi hann orðið aðlaðandi og eftirsóttur stað- ur. Það sé til eftirbreytni. „Oddeyr- in er okkar verðmætasta land og þarna á að vera þéttbýlt,“ segir hann. Merkilegt svæði Tryggvi Már bendir á að byggðin á Oddeyri hafi hafist þar um 1860 og hún hafi verið fullbyggð á 100 árum. Skipulag fyrir hluta svæðisins sé í gildi, en ekki hafi verið gert deili- skipulag fyrir stóran hluta Oddeyr- arinnar. Því hafi verið ákveðið að gera heildarskipulag fyrir svæðið. „Við erum ekki að deiliskipuleggja Oddeyrina í þessu skrefi heldur kallast þetta rammahluti aðal- skipulags, þar sem við förum yfir landnotkun, gatnakerfi, stígakerfi og þar fram eftir götunum,“ segir Tryggvi Már. Eins og fram kemur í skipulags- lýsingunni afmarkast Oddeyrin af Glerá frá Glerárgötu að ósum og af Glerárgötu frá Glerá að Strandgötu. Í hverfinu eru tvö athafnasvæði, hafnarsvæði og íbúðabyggð. Tryggvi Már segir að mörg tæki- færi séu til uppbyggingar á svæðinu Hann nefnir að á svonefndum Kelduhverfisreit, milli Laufásgötu og Hjalteyrargötu, hafi lengi verið stefnt að því að byggja og jafnvel þróa íbúðasvæði og vísar til þess að í aðalskipulagi komi fram að með tíð og tíma muni íbúðasvæðið teygja sig austur að Oddeyrartanga, þar sem Eimskipahöfnin er nú. Hann segir að töluvert sé horft á þennan reit en í stað þess að deiliskipuleggja að- eins hann hafi verið ákveðið að horfa á svæðið í heild sinni með það í huga að skapa heildarbrag. Um 1.150 íbúar búa á Oddeyri og þar eru mörg stærstu fyrirtæki bæj- arins. Lífsgæði á Oddeyrinni „Saga Oddeyrarinnar hefur alltaf verið sambland af atvinnu og mann- lífi og þannig viljum við hafa það,“ segir Tryggvi Már. Hann bendir á að í skipulagi undanfarna áratugi hafi verið lögð áhersla á svæðaskipt- ingu, þ.e. atvinnuuppbyggingu á einum stað, íbúabyggingu á öðrum stað og þjónustu og verslun á þeim þriðja. Á Oddeyrinni úi og grúi af þessu öllu saman. „Við viljum ýta undir það frekar en að hrekja ein- hvern í burtu,“ segir hann og vísar til þess að mikil gæði felist í því að búa á Oddeyrinni. Þar sé stutt í alla þjónustu og stutt í vinnunna. „Það eru lífsgæði að búa og vinna á Odd- eyrinni.“ Tryggvi Már segir að mikil samstaða sé um áformin enda hafi allir flokkar verið með þau á verk- efnaskrá. Bæjarbúar hafi einnig sýnt málinu mikinn áhuga og enginn ágreiningur hafi komið upp, en þó séu skiptar skoðanir um hvort tengibraut að hafnarsvæðinu til framtíðar eigi að vera um Laufás- götu, eins og segi í aðalskipulagi, eða um Hjalteyrargötu, eins og nú er. Talsmenn fyrirtækja við höfnina séu efins um aðalskipulagið hvað þetta varðar. Áður en tillaga að deiliskipulagi verður lögð fram eftir um tvo mán- uði verður annar íbúafundur. „Við viljum gefa öllum hagsmunaaðilum aðkomu að ferlinu,“ segir Tryggvi Már. Oddeyrin skipulögð sem ein heild  Hverfið skiptist í tvö athafnasvæði, hafnarsvæði og íbúðabyggð  Oddeyrin annað elsta hverfi Akureyrar  Skipulagið unnið í samvinnu við íbúa og talsmenn fyrirtækja og þjónustu á svæðinu Ljósmynd/Árni Ólafsson Oddeyrin Efst er Glerárgata þvert yfir myndina. Tryggvabraut til hægri. Ljósmynd/Teiknistofa arkitekta Svæðið Rammahluti skipulagsins er innan rauðu merkingarinnar. Tryggvi Már Ingvarsson 40 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2015 Samkvæmt skipulagslýsingunni verður Oddeyrinni skipt upp í sjö deiliskipulagssvæði. Í hverju þeirra verða sett „ákvæði um gerð hús- næðis, starfsemi, yfirbragð og eig- inleika byggðar.“ Reitur A er núverandi íbúðar- hverfi. Reitur B, Hvannavellir, er þéttingarreitur. Reitur C, Tryggva- braut og Furuvellir, er þróunar- reitur. Reitur D, Kelduhverfi, reit- ur E og reitur G eru þróunarreitir. Reitur F, norðurhluti hafnarsvæð- isins. Sjö reitir deiliskipulagsáfangar Laugavegi 34, 101 Reykjavík Sími: 551 4301 | gudsteinn.is Guðsteins Eyjólfssonar sf V E R S L U N Herra náttföt verð 9.900,- stk.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.