Morgunblaðið - 02.10.2015, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.10.2015, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2015 sumarbústað þar sem við gleymd- um okkur við að teikna og lita,“ rifjar hún upp. „Trúlega eiga litabækur fyrir fullorðna síauknum vinsældum að fagna því fólki finnst gott að slaka á við skemmtilega iðju og hvíla sig frá áreiti alls konar margmiðlunar í umhverfinu.“ Nokkrir í facebookgrúppunni Leynigarðurinn og aðrar fullorð- ins litabækur hafa spreytt sig á myndunum úr bókinni. „Árangur- inn lofar góðu,“ segir Elsa. „Mér finnst mjög gaman að sjá hvernig mismunandi myndir eru tæklaðar. Það skemmtilega við að lita í svona litabækur er að engar regl- ur gilda og hver og einn litar eins og honum einum er lagið.“ Landslag Ísland er fagurt og frítt og getur tekið á sig margar myndir í nýju litabókinni fyrir fullorðan eftir grafíska hönnuðinn Elsu Nielsen. Til marks um litabókaáhugann hafa um4.700 manns skráð sig á facebooksíðunaLeynigarðurinn og aðrar fullorðins lita- bækur, sem Hrönn Traustadóttir stofnaði rétt eftir að bókin kom út á íslensku í júní. Síðan er býsna lífleg því hópurinn er iðinn við að pósta afrakstri vinnu sinnar, bera saman bækur sínar og leita ráða. Hátt í sjö hundruð manns hafa einnig skráð sig á facebooksíðuna Námskeið með Hrönn, sem hún setti á laggirnar nokkrum vikum síðar. „Ég hef lengi verið í litahópum á netinu sem eru þekkt fyrirbrigði víða um heim. Þegar ég fékk Leynigarðinn að gjöf frá manninum mín- um kannaði ég strax hvort hér hefði myndast hópur áhugafólks á Facebook og þar sem ég fann engan slíkan stofnaði ég síðuna sjálf.“ Hrönn hafði í nógu að snúast í sumar því hún hélt námskeið heima hjá sér á Selfossi, í heima- húsum hér og þar og var á ferð og flugi um allt land til að anna eftirspurninni. Hún þurfti þó svolítið að hægja á í haust því hún er kennari í fullu starfi í Tækniskólanum þar sem hún kennir teikningu, litafræði og hönnun. Naglalakk og klessulitir „Fyrir mér vakir fyrst og fremst að koma þessari afþreyingu á hærra plan, ef svo má segja. Hver og einn getur litað og valið liti nán- ast blindandi. Hins vegar má alltaf gera betur, fara nýjar leiðir, beita mismunandi tækni og nota mismunandi gerðir af litum, jafnvel bara kúlupenna. Það er í rauninni ekkert sem ekki er hægt að nota,“ segir Hrönn og nefnir til sögunnar naglalakk, galdraliti, gömlu klessulit- ina og augnskugga. Hún býður upp á byrjendanámskeið þar sem áhersla er lögð á grunnkennslu í litatækni og kynningu á litum og litasamsetningum. Einnig heldur hún einstaklingsmiðuð námskeið og námskeið ætluð mæðgum og fjölskyldum eða vinahópum. „Kennaramenntun mín og reynsla nýtast vel til að miðla til þeirra sem vilja læra um leið og þeir lita,“ segir Hrönn, sem eftir nám í listasögu í Þýskalandi lærði fatahönnun í Mílanó. Pælingar á faglegum nótum „Ég sérhæfði mig í „trendum“, sem líka má kalla tískufræði eða tískustefnur, og vann síðan sem trendhönnuður í Mílanó og París. Pælingar mínar í mynstrum og litasamsetningum eiga því að miklu leyti rætur að rekja til faglegs áhuga, þótt sjálfri þyki mér skemmtileg afþreying að lita í lita- bækurnar, sjá hvað aðrir eru að gera og leiðbeina þeim. Samkvæmt litafræðinni hafa litir mikil áhrif á líðan fólks eins og ég hef sann- reynt á sjálfri mér og í mínu starfi. Mér finnst því bæði jákvætt og uppbyggilegt að lita í litabækur af þessu tagi.“ Hrönn hefur litað í litabækur fyrir fullorðna árum saman, keypt bæk- urnar í útlöndum eða á net- inu þar sem þær hafa verið fáanlegar í miklu úrvali í áratugi, til dæmis litabæk- ur með Mandala-trúar- bragðatáknunum. „Af markaðssetningunni mætti ætla að Leynigarðurinn eftir Johönnu Basford frá 2013 hefði verið fyrsta lita- bókin fyrir fullorðna en því fer víðsfjarri. Það er ekk- ert nýtt undir sólinni þegar öllu er á botninn hvolft.“ Hrönn spáir því að lita- framleiðendur og bóka- forlög bjóði alls kyns nýj- ungar á næstunni og litagleðin muni ríkja á Íslandi enn um sinn. Ekkert nýtt undir sólinni Litatækninámskeið Hrönn segir mun fleiri konur en karla lita í litabækur. Faðir hennar, Trausti Valsson, prófessor, virðist þó býsna áhugasamur á litatækninámskeiði hjá dóttur sinni. Leynigarðurinn Í þessum blómahrin g sem lit- aður er með trélitum eru engin tvö b lóm eins. Hestur Litað ofan í fyrirfram skyggða mynd af netinu. Froskur Skyldi froskurinn í bókinni TropicalWonderland geta breyst í prins? Blóm og fiðrildi Blómaskr úðið er með eindæmum fagurt í Leynig arðinum. Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Ljós og hiti TY2007X Vinnuljóskastari ECO perur 2x400W tvöfaldur á fæti 6.590 TY2007K Vinnuljóskastari m handf 400W ECO pera, 1,8m snúra 3.290 T38 Vinnuljós 5.590 Rafmagnshitablásari 5Kw 3 fasa 12.830 Rafmagnshitablásari 2Kw 1 fasa 6.890 TY2007W Vinnuljóskastari á telescope fæti 400W ECO pera 5.390 Kletthálsi 7, Reykjavík Fuglavík 18, Reykjanesbæ SHA-2625 Vinnuljóskastari Rone 28W m. innst. blár. 1,8m snúra 6.990 SHA-8083 3x36W Halogen 16.990 Telescopic þrífótur fyrir halogen lampa 6.790 Nýjar vörur Bláu húsin v/Faxafen • Sími 553 7355 www.selena.is • Næg bílastæði Selena undirfataverslun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.