Morgunblaðið - 02.10.2015, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 02.10.2015, Blaðsíða 72
72 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2015 ✝ Agatha HeiðurErlendsdóttir var fædd að Leiru- lækjaseli í Álftanes- hreppi 20. mars 1933. Hún lést á Droplaugarstöðum 21. september 2015. Foreldrar hennar voru Anna Jónsdóttir, f. 14.10. 1904, d. 29.12. 1999, frá Kaldár- bakka í Kolbeinsstaðarhreppi, og Erlendur Ólafsson frá Jörfa í Kolbeinsstaðarhreppi, f. 10.10. 1897, d. 28.2. 1994. Systkini Agöthu eru Ólafur Erlendsson, f. 24.4. 1926, d. 17.10. 2005, Halla Guðný Erlendsdóttir, f. 11.7. 1928, og Pétur Ágúst Er- lendsson, f. 14.8. 1929. Agatha var tvígift. Fyrri maður hennar Björk, f. 11.1. 1991. 3) Erlendur, f. 12.3. 1960. Börn hans eru a) Gunnlaugur Hafsteinn, f. 26.5. 1981, b) Halla Björk, f. 26.5. 1981, c) Hafsteinn f. 8.12. 2001. 4. Sonur Agöthu og Jóhannesar Lárussonar, f. 8.8. 1925, d. 3.10. 1970, er Lárus, f. 9.10. 1964. Maki Tanya Zharov, f. 8.9. 1966. Börn þeirra eru a) Mikael Jó- hannes, f. 27.3. 2001, b) Katrín Anna, f. 29.10. 2002, c) Sofia Lára, f. 19.1, 2007. 5. Sonur Agöthu og Vilhjálms Jónssonar er Vilhjálmur, f. 22.6. 1973. Agatha á 11 barnabörn og 15 barnabarnabörn. Agatha fluttist með for- eldrum sínum til Reykjavíkur um tveggja ára aldur og bjó þar og starfaði alla sína tíð. Hún var húsmóðir en vann meðfram því hin ýmsu störf. Lengi vann hún við ræstingar í Álftamýrarskóla og síðustu starfsárin starfaði hún í leikskólanum Stakkaborg, lengst af sem matráður. Hún verður jarðsungin frá Háteigskirkju í dag, 2. október 2015, kl. 13. var Davíð Haralds- son, f. 8.8. 1933, þau skildu. Seinni maður hennar var Vilhjálmur Jóns- son, f. 30.6. 1922, d. 4.2. 1982. Agatha eignaðist fimm börn. Börn hennar og Davíðs Haraldssonar eru: 1) Ólafía Björk, f. 21.5. 1951. Maki Jó- hannes Jóhannesson, f. 2.2. 1947, d. 19.10. 1997. Börn þeirra eru a) Jóhannes Jóhannesson f. 30.9. 1971, b) Margrét Björk Jó- hannesdóttir, f. 15.4. 1976. 2) Anna Björg, f. 1.4. 1956. Maki Ægir Haraldsson, f. 7.8. 1956. Börn hennar eru a) Áslaug Heið- ur, f. 18.7. 1974, b) Erlendur Blöndahl, f. 29.5. 1978, c) Sarah Lítil bláeyg stúlka með blik í augum. Ég sé hana fyrir mér þar sem hún trítlar áhyggjulaus um fjörurnar. Sól í hæstu hæðum, fuglar kvaka, jörðin ilmar og selt- una leggur af hafinu. Hún raular lagstúf, allt er svo gott, sjálft lífið er framundan. Móðir mín var svo falleg mann- eskja, hún var svo góð, hún var næstum of góð fyrir þetta líf. Minning, við Tanya sátum með henni til að segja frá því að við ætt- um von á okkar fyrsta barni. Hún kom til okkar og tárin flóðu niður kinnarnar. Þetta er svo sterk minning, viðbrögðin. Hún elskaði svo heitt. Ég er svo glaður yfir því að við gátum gefið henni þrjú barnabörn, hún naut þeirra svo sannarlega. Mikael Jóhannes, Katrín Anna og Sofia Lára, þið veittuð ömmu ykk- ar svo mikla gleði og hún gat hlust- að á sögur af ykkur út í hið óend- anlega. Ég veit að hún mun vaka yfir ykkur alla tíð. Móðir mín hafði mikið yndi af ljóðum og ekkert skáld átti stærri hlutdeild í hjarta hennar en Jónas Hallgrímsson, hún kunni mörg ljóða hans utanbókar og hlýddi manni yfir ef svo bar undir. Nú er komið að ferðalokum, í bili, takk fyrir að vernda mig og umvefja mig þinni ást, betri móður hefur enginn átt. Veit ég, hvar von öll og veröld mín glædd er guðs loga. Hlekki brýt ég hugar og heilum mér fleygi faðm þinn í. Sökkvi ég mér og sé ég í sálu þér og lífi þínu lifi; andartak sérhvert, sem ann þér guð, finn ég í heitu hjarta. Hélt ég þér á hesti í hörðum straumi, og fann til fullnustu, blómknapp þann gæti ég borið og varið öll yfir æviskeið. Fjær er nú fagri fylgd þinni sveinn í djúpum dali: ástarstjarna yfir Hraundranga skín á bak við ský. Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg; en anda sem unnast fær aldregi eilífð að skilið. (Jónas Hallgrímsson.) Lárus Jóhannesson. Elsku amma mín. Nú ertu komin á bjartan stað þar sem fallegir tónar, rómantík og hamingja er allsráðandi – því vil ég trúa. Alltaf var faðmur þinn opinn, öruggur og hlýr þar sem notalegt var að kúra og finna ömmulyktina góðu. Væntumþykjan og um- hyggjan sem þú sendir með bros- inu þínu og nærveru var huggun á erfiðum tímum, hvatning á tíma- mótum og staðfesting á gleði- stundum. Þó að þú værir settleg og hógvær þá tókstu þátt í glensi og gríni, þú varst skemmtileg amma. Þú leyfðir fíflagang og læti en tókst með einhverjum ömmu- göldrum og lækka niður í hópnum án þess að nokkur tæki eftir. Ára- mótin eru okkur öllum dásamleg minning. Stórfjölskyldan tók á móti nýju ári með roastbeef, ber- naise, faðmlögum, hlátrarsköllum og innilegri samveru í Álftamýr- inni. Við vorum örugglega fyrir- ferðarmikil og hávær en nærvera þín hélt öllu í ró og spekt. Það var þessi ró og rómantík sem umlukti þig, elsku amma, það hafði áhrif á mig, jákvæð áhrif. Það var ekki nema von að Sándoff og Dörty Agatha Erlendsdóttir ✝ SvanborgBjörnsdóttir fæddist á Vopna- firði 4. maí 1957. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 23. september 2015. Foreldrar Svan- borgar voru Björn Helgi Víglundsson bifvélavirki, f. 3. mars 1922, d. 22. ágúst 1997, og Geir- laug Valgerður Jakobsdóttir póstafgreiðslukona, f. 15. júní 1928. Systkini Svanborgar eru Jakob, f. 27. apríl 1950, kvæntur Lindu Barböru Björnsson, Björn, f. 23. október 1952, kvæntur Ragnheiði Þórðar- dóttur, og Jónína, f. 29. nóv- ember 1962, gift Sardar Ibra- hem Davoody. Eftirlifandi maki Svanborgar er Helgi Jóhann Þórðarson fisk- verkamaður, f. 6. október 1954, og er hann sonur Þórðar Stefáns Benediktssonar bankaútibús- stjóra á Egilsstöðum og Stein- unnar Guðnadóttur húsmóður. Börn Svanborgar og Helga eru Ingi- mar, f. 1. september 1984, kvæntur Hall- dóru Stephensen Kristjónsdóttur, f. 8. apríl 1979, og saman eiga þau eitt barn, Kristjón Helga, f. 28. mars 2014. Olga, f. 18. desember 1988, ógift og barnlaus. Svanborg fæddist á Vopna- firði og bjó þar allt fram til árs- ins 2007 að hún fluttist búferlum til Reykjavíkur þar sem hún bjó til æviloka. Svanborg vann ýmis afgreiðslustörf og má þar nefna afgreiðslu á bensínstöð, mat- vörubúð og að síðustu hjá ÁTVR. Svanborg var fædd með listamannahendur. Til eru ógrynnin öll af handavinnu eftir hana, svo sem bútasaumsverk, handprjónaður fatnaður og alls kyns útsaumur. Útför Svanborgar fer fram frá Neskirkju við Hagatorg í dag, 2. október 2015, kl. 13. Elsku yndislega mamma mín. Þú kvaddir alltof snemma eft- ir stutta en erfiða baráttu. Samt sem áður tókstu veikindunum með jafnaðargeði og varst aldrei pirruð, reið eða sár. Þú varst einstaklega skemmtileg, fyndin og falleg kona. Ég er svo heppin og þakklát fyrir það að vera tal- in líkjast þér og þá sérstaklega í persónuleika. Þú varst ekki ein- göngu móðir mín heldur líka besta vinkona. Það eru ótal margar minningar sem koma fram í hugann núna samhliða þeim mikla söknuði sem fylgir því að missa þig. Þú varst með fallegasta og mest smitandi hlátur í heimi og eitt það skemmtilegasta sem ég gerði var að láta þig fá hláturskast. Hláturinn þinn var svo innilegur og þú hlóst alltaf svo lengi. Við gerðum svo ótal margt saman. Fórum oft í Kringluna að versla og enduðum á kaffihúsi. Þannig áttum við marga fallega daga. Ein skemmtilegasta ferðin okk- ar var eftir að Kristjón Helgi fæddist, við fórum og keyptum allt sem okkur datt í hug að kaupa fyrir litla stubb. Þú varst búin að hlakka svo til að verða amma og hann veitti þér svo mikla gleði. Við fórum líka sam- an út að skemmta okkur, ég man svo vel þegar við tókum okkur til og eltum Stuðmenn um landið, t.d. til Hríseyjar, þú sem alltaf varst svo hrædd við báts- ferðir, fattaðir ekki fyrr en við vorum að keyra upp að ferjunni að við þyrftum að sigla. Hálfum mánuði síðar fórum við til Ak- ureyrar á aðra Stuðmanna-tón- leika. Hápunktinum náðum við þegar við fórum til Kaupmanna- hafnar að hlusta á Stuðmenn. Sú ferð verður lengi í minnum höfð og ég er þakklát fyrir að við höf- um farið hana. Þessar ferðir fór- um við bara tvær og áttum ómetanlega og ógleymanlega tíma, þær styrktu okkar sam- band og gerði okkur að betri vinkonum en nokkru sinni áður. Þú varst minn helsti stuðnings- maður og eftir að ég hóf nám við Ljósmyndaskólann varst þú sú sem hvattir mig hvað mest áfram, ég hlakkaði alltaf til að sýna þér verkin mín. Ég var svo stolt þegar þú komst á fyrstu sýninguna mína. Mér fannst svo meiriháttar að mamma mín skyldi deila þeim áfanga með mér. Undir það síðasta var lík- ami þinn búinn að segja stopp við öllu flandri, í staðinn áttum við góðan tíma heima. Ég sýndi þér myndir og myndbönd, við horfðum á sjónvarp en dýrmæt- ast af öllu eru ómetanlegu sam- tölin okkar og að fá tækifæri til að halda í höndina þína og eiga með þér góðar stundir. Síðustu dögunum vörðum við saman og fyrir það verð ég ævinlega þakklát. Það er mér svo dýr- mætt að hafa getað sýnt þér og sagt frá útskriftarverkinu mínu. Elsku mamma, ég gæti skrif- að svo miklu meira og ég mun gera það, ég held líka áfram að segja þér frá dögunum mínum. Takk fyrir að hafa verið mamma mín, fyrir alla þá visku sem þú gafst mér, allt sem þú kenndir mér, hlýjuna, gleðina, kærleik- ann, ástina og svo mætti lengi telja, þessi listi er ótæmandi. Án þín væri ég ekki sú sem ég er í dag. Ég ætla að enda þetta eins og við kvöddumst á hverju kvöldi. Góða nótt, elsku mamma, sofðu vel og ljúfa drauma. Ég elska þig með öllu hjartanu mínu, mundu það allt- af. Hlakka til að sjá þig næst. Þín dóttir, Olga. Elskuleg æskuvinkona mín hefur kvatt þennan heim allt of fljótt og verður sárt saknað. Við Systa höfum verið samferða í gegnum lífið frá tveggja ára aldri, en þá flutti ég í næsta hús við heimili Systu, Sólbakka á Vopnafirði. Eitt af því dýrmæt- asta í okkar samskiptum í gegn- um árin er að það er alveg sama hvað hefur gengið á í okkar lífi – við höfum alltaf náð að varðveita vináttu okkar. Margt úr okkar æsku rifjast upp fyrir mér. Við áttum góða og áhyggjulausa æsku á Vopna- firði. Í minningunni lékum við okkur sem litlar stelpur að mestu leyti úti. Pabbi Systu smíðaði kofa fyrir okkur og þar gátum við dundað okkur heilu og hálfu dagana. Við lékum okk- ur mikið að barbídúkkum og þær voru iðulega í útilegu í rab- arbaragarðinum hennar Val- gerðar. Við saumuðum tjöld og svefnpoka fyrir dúkkurnar, ég held að Systa hafi að mestu séð um þann saumaskap. Það kom snemma í ljós hvað hún var myndarleg í höndunum. Eftir hana liggja ótal bútasaumsverk, útsaumsmyndir, prjónaflíkur og fleira. Ég var svo lánsöm að fá að taka þátt í hennar fyrstu handverkssýnungu á Hrafna- gili. Þar seldum við allar fallegu handavinnuvörurnar hennar. Síðan tók hún þátt í þessari sýn- ingu í mörg ár eftir það. Við gátum líka eytt heilu dög- unum á túninu fyrir neðan Sól- bakka í leit að fjögurra blaða smára, siglt flekum í Garðsfjör- unni, fórum í boltaleiki eins og t.d. í yfir og notuðum við lík- húsið til þess. Fórum í bíó flesta sunnudaga, sáum sömu mynd- ina mörgum sinnum. Systa var alltaf mjög heimakær, fannst best að vera heima hjá sér. Ég gisti iðulega heima hjá henni en aldrei gisti hún heima hjá mér. Þegar ég hugsa um það núna þá voru unglingsárin okkar frekar fá. Við vorum báðar komnar með tilvonandi eiginmenn okkar 18 ára gamlar og þá tók við heimilishald, húsbyggingar og annað sem „fullorðið“ fólk gerir. Á unglingsárunum vann Systa á Ollasjoppu og þá hékk maður þar á trékolli við af- greiðsluborðið drekkandi app- elsín með lakkrísröri. Ég flutti frá Vopnafirði 1980 en okkar vinskapur hélst þrátt fyrir það. Aldrei hvarflaði að mér að hún mundi flytja frá Vopnafirði en eins og svo oft þá kom hún mér á óvart þegar hún flutti fyrir átta árum til Reykjavíkur og það varð auðvitað til þess að okkar samverustundir urðu fleiri. Eins kom hún mér á óvart hversu raunsæ og sterk hún var þegar hún greindist með MND- sjúkdóminn. Tveimur vikum áð- ur en hún dó bað ég hana að vera í saumaklúbbi með mér í vetur en mig langaði að prjóna peysur á barnabörnin mín og treysti mér í það verkefni með hennar leiðsögn og auðvitað ætlaði hún að hjálpa mér. Systa var snillingur í bakstri og topp- aði allar kaffiveislur sem ég hef farið í. Þetta er orðin löng sam- vera í gegnum lífið, eða 56 ár, en í huga mínum var ég viss um að við yrðum saman sem gamlar kerlingar með rúsínuandlit eins og dótturdóttir mín sagði við mig um daginn: „amma þú mátt ekki deyja fyrr en þú ert orðin eins og rúsína í framan“. Elsku Helgi, Olga, Ingimar, Dóra og Kristjón Helgi, ykkar missir er mikill en megi minn- ingin um kæra eiginkonu, móð- ur, tengdamóður og ömmu lifa með ykkur. Valdís Anna Steingrímsdóttir. Eftir því sem við eldumst tek- ur lífsferillinn á sig skýrari mynd og við tímamót og áföll horfum við gjarnan um öxl og skoðum hvernig líf okkar hefur þróast og gefum gaum að sam- ferðafólki okkar á þeirri leið. Vinkona mín, Svanborg Björns- dóttir, Systa, sem hér er kvödd, hefur verið samofin mínum lífs- ferli og samferðakona alla tíð. Svanborg Björnsdóttir Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móðursystur okkar, HÖNNU KRISTBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR, dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Aspar- og Beykihlíðar á dvalarheimilinu Hlíð fyrir kærleiksríka og góða umönnun. . Guðmundur Björnsson, Sigríður Steinþórsdóttir, Jón Trausti Björnsson, Álfhildur Vilhjálmsdóttir, Steingrímur Steingrímsson, Sig. Björgvin Björnsson, Ólína Aðalbjörnsdóttir, Hörður Geir Björnsson, Laufey Bragadóttir Björg Björnsdóttir, Magnús Ingólfsson og fjölskyldur. Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SKÚLI HLÍÐKVIST JÓHANNSSON, fyrrverandi kennari við Grunnskólann í Búðardal, lést á Landspítalanum þann 27. september í faðmi fjölskyldunnar. Útför hans fer fram frá Hjarðarholtskirkju í Dölum laugardaginn 10. október klukkan 14. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á blóðmeinadeild Landspítalans. . Guðrún María Björnsdóttir, Björn Hlíðkvist Skúlason, Sigrún Guðjónsd., Kristín Hlíðkvist Skúlad., Guðmundur Kröyer, Bergþóra Hlíðkvist Skúlad., Óskar Jón Helgason, afa- og langafabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR R. GUÐMUNDSSON, fyrrv. slökkviliðsstjóri á Reykjavíkurflugvelli, lést að Hrafnistu í Reykjavík þann 21. september 2015. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Bestu þakkir og kveðjur færum við vinum, vandamönnum og starfsfólki á Hrafnistu fyrir frábæra umönnun. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hrafnistu og aðrar líknarstofnanir. . Birna M. Guðmundsdóttir, Barry Huckins, Stefanía Guðmundsdóttir Georg S. Halldórsson, María S. Guðmundsdóttir, Ívar Guðmundsson, Kristín Kristjánsdóttir, Gunnlaugur Guðmundsson, Súsanna Svavarsdóttir, Auður Guðmundsdóttir, Gunnlaugur K. Jónsson, Björn V. Guðmundsson, Helena Líndal, barnabörn og barnabarnabörn. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.