Morgunblaðið - 02.10.2015, Side 70

Morgunblaðið - 02.10.2015, Side 70
70 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2015 ✝ ÞorgrímurEinarsson, sýn- ingarstjóri í Þjóð- leikhúsinu, fæddist 19. ágúst 1921, á Seyðisfirði. Hann lést á dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Grund í Reykjavík 23. sept- ember 2015. Foreldrar hans voru hjónin Einar Kristinn Jónsson frá Firði í Seyðisfirði, f. 25. desember 1890, d. 26. nóvember 1928 og Stefanía Sigríður Arnórsdóttir, húsmóðir í Reykjavík, f. 29. maí 1893 að Felli í Kollafirði, d. 14. febrúar 1976, Árnasonar prests frá Höfnum. Alsystkini Þor- gríms eru Bjarni Einarsson, ís- lenskufræðingur, f. 11. apríl 1917, d. 6. október 2000, og Ragnheiður Einarsdóttir Reic- henfeld, f. 14. desember 1918, d. 7. janúar 1999. Hálfsystir hans sammæðra er Margrét Guð- mundsdóttir, f. 22. nóvember 1933. Þorgrímur giftist Ragnheiði Pálsdóttur, f. 24. desember 1930. Þau skildu. Þorgrímur gekk í Reykholtsskóla. Hann lærði síðan prentiðn í Ísafold- arprentsmiðjunni og starfaði sem prentari um skeið. Hann stundaði nám í Leiklistarskóla Lárusar Pálssonar og síðan leik- myndahönnun í Birmingham á Englandi. Þor- grímur starfaði sem leikari bæði hjá Leikfélagi Reykjavíkur og hjá Þjóðleikhúsinu. Hann var sýningarstjóri hjá Þjóðleikhús- inu í 30 ár og vann einnig við leikmyndagerð. Þorgrímur kom einnig víða fram á skemmtunum með dúkkunni, dansfélaga sín- um. Síðustu rúma tvo áratugina bjó Þorgrímur í Hveragerði, þar lagði hann stund á eitt aðal- áhugamál sitt, sem var málara- listin, og hélt nokkrar sýningar hin síðari ár. Útför Þorgríms fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 2. október 2015, og hefst athöfn- in kl. 15. Á leiðinni heim til mín í Guelph í Ontario, eftir að hafa séð leikritið Alkemistann eftir Ben Johnsson, velti ég því fyrir mér hvað ég gæti sagt um Gimma, mág minn, sem hafði andast deginum áður. Og þá áttaði ég mig á því. Líf hans var eins og leikrit í mörgum þáttum. Ég hef notið þeirra forréttinda að hafa séð nokkra þættina sem áhorfandi, verið í stuðningshlut- verki í öðrum þeirra eða verið jafn- vel í hlutverki mótleikara. Þegar Gimmi var að hefja feril sinn í listunum, í Birmingham Re- pertory Theatre, þar sem hann lagði stund á leikmyndahönnun, var ég læknir í Birmingham á Eng- landi. Eins og oft áður þurfti ég að sinna læknisútkalli að nóttu til og þá var Gimmi samferða. Þá kynnti ég hann fyrir sjúklingunum mínum sem frægan kollega frá Íslandi og ávallt samsinnti Gimmi sjúkdóms- greiningu minni. Öðru sinni tók ég heils hugar undir þá staðhæfingu Gimma að við værum að þróa nýtt undralyf við gigt úr eplunum sem uxu á trénu framan við húsið okk- ar. Síðar ferðaðist Gimmi, sem var frábær dansari, um Ísland með tuskudúkku í fullri stærð og sýndi samkvæmisdansa. Áhorfendur héldu oftar en ekki að um dans- félaga af holdi og blóði væri að ræða, þar til að hann sýndi hið rétta andlit dúkkunnar í lokin. Gimmi skipti svo aftur um hlutverk í annarri sýningarferð sem hét „Sex í bíl“ sem skemmti víða um land á sjötta áratug síðustu aldar. Enn eitt hlutverkið sem hann tók að sér var farastjórn fyrir hóp- ferð til gömlu Sovétríkjanna og enn annað sem fylgdarmaður með samferðamanni á leið heim til Ís- lands frá Bandaríkjunum eftir að hafa lokið áfengismeðferð, en Gimma hafði sjálfum tekist að fá lækningu við sjúkdómi sínum þar. Allt sitt líf unni Gimmi nátt- úrunni og var ávallt boðinn og bú- inn til að sýna mér nýja hveri í ná- grenni við heimili sitt. Hann var einnig afbragðs landslagsmálari og málaði í íbúðinni sinni sem hann hafði breytt í stúdíó. Með því að segja að Gimmi hafi verið leikari í leikriti í mörgum þáttum, þá er átt við að það sé merki um sannan listamann að geta sýnt sitt mennska grunneðli undir síbreytilegri grímu. Brotthvarf hans vekur hjá mér eftirsjá og ég mun sakna þess að sjá hann ekki aftur í þessu lífi, en jafnframt þakklæti fyrir að hafa notið þeirra forréttinda að hafa verið lítill hluti af lífi hans, þó ekki nema í aðeins stutta stund. Hans Reichenfeld. Ein af þessum fáu ljóslifandi bernskuminningaleiftrum mínum eru frá fyrir um hálfum sjötta tug ára, þar sem við foreldrar mínir, ásamt Þorgrími, „Gimma“ frænda, og Heiðu konunni hans erum á þaksvölum SÍBS-hússins við Bræðraborgarstíg og áramót- in að springa allt í kring. Gleðin skín af andlitunum í bjarma flug- eldanna og púðurlykt í loftinu. Síðan var Gimmi alltaf nálæg- ur. Í minningunni bregður honum fyrir í fjölskylduboðum og fær- andi spennandi afmælisgjafir svo ekki sé talað um jólagjafirnar. Það er svo fyrst þegar ég hef eigið heimilishald að kynni okkar Gimma byrja fyrir alvöru, en þá deildum við eldhúsi vetrarlangt í íbúðinni sem móðir hans, amma mín, hafði átt á Nýlendugötunni. Þar komst ég í kynni við ríkulegt bókasafn hans, sem innihélt fróð- leiksrit um allt milli himins og jarðar; sögu, fornleifafræði, dul- speki og listir, svo fátt eitt sé nefnt. Oft var setið yfir kaffibolla á síðkvöldum og málefnin krufin; vangaveltur um afdrif fornrar menningar og horfinna heima, raunverulegra sem og óraunveru- legra. En það voru ekki einungis fræðiritin sem heilluðu. Nokkrum árum seinna, þegar lítill systur- sonarsonur hafði bæst í hópinn, þá voru teiknimyndabækurnar dregnar fram og lítill gutti fékk að sitja í fanginu hjá Gimma á meðan allar Ástríks-, Tinna- og Viggó viðutan-bækurnar voru gaum- gæfðar og lesnar. Þegar Gimmi svo flutti til Hveragerðis fyrir um aldarfjórðungi þá hellti hann sér út í aðaláhugamál sitt, málara- listina. Eftir hann liggja ótal lista- verk, mörg þeirra prýða veggi dvalar- og hjúkrunarheimilisins Áss þar í bæ. Gimmi var ávallt til fara eins og breskur sjéntilmaður. Ekki man ég eftir honum öðruvísi en í tvíd- jakka með hálsbindi, þægilegan hatt eða húfu og gæðaskó, oft með regnhlíf á arminum. Öll framkoma hans var í sama anda, kurteisi og hugulsemi í fyrirrúmi. Segja má að Gimmi hafi átt sér tvö æviskeið, hið fyrra varði fram að rúmlega fimmtugu, en þá snéri hann við blaðinu og árið 1976 varð hann einn af fyrstu Íslendingun- um sem fóru til Freeport í New York til að vinna bug á sjúkdómn- um sem hafði herjað á hann í ára- tugi. Það var sá Gimmi, á síðara ævi- skeiðinu, sem ég bar gæfu til að kynnast. Ég þakka góðum frænda samfylgdina. Ivon Stefán Cilia. Þorgrímur Einarsson✝ Jens Ingólfssonfæddist á Ak- ureyri 18. desem- ber 1953. Hann lést á heimili sínu að- faranótt 19. sept- ember 2015. For- eldrar hans eru Margret Jensdóttir, f. 10. september 1932, og Ingólfur Viktorsson, f. 16. apríl 1924, d. 23. ágúst 2004. Þau skildu. Seinni kona Ingólfs var Unnur Fen- ger. Seinni maður Margretar var Sigfús Örn Sigfússon, d. 27. febrúar 1995. Systir Jens er Gerður Sigfúsdóttir, f. 16. apríl 1965. Bræður hans eru Viktor Arnar Ingólfsson, f. 12. apríl 1955. Eiginkona Viktors er Val- gerður Geirsdóttir og eiga þau tvær dætur, Margréti og Emil- íu. Ingólfur Hrafnkell Ingólfs- son, f. 8. janúar 1950. Kona hans er Bärbel Schmid. Guðni Ingólfsson, f. 8. maí 1967. Kona hans er Sigrún Ámundadóttir. Guðmundur K.G. Kolka, f. 3. við Morgunblaðið og dagblaðið Vísi. Jens vann m.a. fyrir Guðna í Sunnu við að stofna unglingaklúbb hjá ferðaskrif- stofunni, hann gaf út ferða- bækling um Ísland. Hann stofn- aði ungur Silkiprent ásamt öðrum og starfaði þar sem sölumaður um nokkurt skeið. Hann sneri sér síðan að inn- flutningi, sölu og framleiðslu á gallabuxum. Jens flutti með fjölskyldu sína til San Diego í Bandaríkjunum og hóf nám í National University. Hann lauk þaðan MBA- og MSc-prófi í við- skipta- og rekstrarhagfræði ár- ið 1985 og flutti stuttu síðar heim og hóf störf hjá Útflutn- ingsráði. Hann var einn af stofnendum Kolaportsins árið 1989 og starfaði þar í sjö ár. Jens flutti til Stykkishólms árið 2000 og vann þar m.a. við rekstrarráðgjöf. Ári síðar hóf hann störf hjá fasteignasölunni Húsinu þar sem hann byggði upp fyrirtækjaráðgjöf. Hann var einn af stofnendum Kon- takt og var einn aðalráðgjafi þess til dauðadags. Útför Jens fer fram frá frá Dómkirkjunni í dag, 2. október 2015, og hefst athöfnin kl. 13. desember 1957. Kona hans er Kristín Halla Sig- urðardóttir. Eftirlifandi eig- inkona Jens er Brynhildur Berg- þórsdóttir, f. 4. desember 1958. Foreldrar hennar eru Bergþór Jó- hannsson mosa- fræðingur, f. 11 desember 1933, d. 10. desem- ber 2006, og Dóra Jakobsdóttir Guðjohnsen líffræðingur, f. 29. maí 1938. Dætur Jens og Bryn- hildar eru Þóra Jensdóttir, f. 13. október 1978, og Auður Ákadóttir, f. 12. apríl 1989. Eiginmaður Auðar er Sigur- steinn Jóhannes Gunnarsson. Fyrri kona Jens og móðir Þóru er Erna Einarsdóttir. Jens var hugmyndaríkur frumkvöðull frá unga aldri, en hann hóf útgáfu skólablaðs tólf ára gamall og starfaði sem blaðamaður í lausamennsku með námi í menntaskóla m.a. Það er komið að því að kveðja minn kæra mág, Jenna, sem lést um aldur fram eftir stranga baráttu við erfið veik- indi. Þetta var barátta sem vonlítið var að Jenni gæti unnið en aldrei sá ég hann samt öðru- vísi en glaðan. Hann var maður sem fagnaði lífinu og sleppti ekki tökum á jákvæðninni. Þessi góði mágur minn lét sér afar umhugað um fjöl- skyldu sína, enda kunni hann ætíð best við sig í námunda við þá sem stóðu honum næst. Greinilegt var að hann unni systur minni, Brynhildi, afar heitt og treysti mjög á hana, og hann hefði ekki getað haft betri manneskju sér við hlið. Dóttur Brynhildar, Auði, og eigin- manni hennar, Sigursteini, sýndi hann ætíð mikla og áber- andi umhyggju. Hann var vinur vina sinna. Hann var vinur minn og ég sakna hans og harma að honum hafi ekki auðnast lengra líf. Lífið verður ekki eins án Jenna. Jólin verða líka nokkuð öðruvísi. Ár hvert fólst hluti af jólaundirbúningi mínum í því að velja vandlega ævisögur í jólapakkann fyrir fróðleiksfús- an mág minn sem hafði brenn- andi áhuga á öllu sem viðkom sögu. Jenni glataði aldrei for- vitninni, sem er svo miklu merkilegri eiginleiki en við ger- um okkur oft grein fyrir. Jenni unni einfaldleikanum. Hann var ekki gefinn fyrir prjál, og snobb var ekki til í hans orðabók. Hann var hlýr og góður maður. Við sem þekktum hann söknum hans sárt. Kolbrún Bergþórsdóttir. Síminn hringdi hjá mér eitt sólríkt kvöld í apríl. Í símanum var maður sem kynnti sig sem Jens og hann vildi ræða við mig hugmyndir sínar varðandi stofnun flugfélags. Hann hafði einnig haft fregnir af slíkum hugmyndum frá mér. Ég gaf mér því góðan tíma og við ræddum lengi saman. Við átt- uðum okkur báðir á þeim möguleikum og þeim tækifær- um sem væru fyrir slíkan rekstur nú, í hraðri uppbygg- ingu ferðaþjónustunnar. Á þessum tímapunkti gerði ég mér litla grein fyrir viðmæl- anda mínum en eftir að hafa spurst fyrir og kynnt mér hann nánar fór ég að treysta þessum dularfulla manni sem hafði óvænt samband við mig. Segja má að flugrekstur hafi verið draumur okkar beggja og á aðeins örfáum vikum tókst okkur Jens að láta drauminn verða að veruleika. Við stofn- uðum félagið Arctic Wings Ice- landic hinn 16. maí ásamt hópi fólks sem við boðuðum á stofn- fund félagsins. Á fundinum hélt Jens opnunarávarp þar sem hann talaði um framtíð félagsins og þá stefnu sem það myndi taka. Einn af helstu draumum hans í tengslum við afþreyingar- tengda flugþjónustu var að fá gamla DC-3-flugvél í flota fé- lagsins en með henni átti að búa til svokallaða nostalgíuupp- lifun. „Ímyndið ykkur!“ sagði Jens á stofnfundi félagsins, „fallegur og vel bónaður þrist- ur, með retró innréttingum og freyðandi kampavíni í kristalls- glösum.“ Það mátti sjá bros á gestum fundarins þegar þeir ímynduðu sér gamla góða tímann. En þegar Jens fór að tala um flug- freyjuna mátti heyra á lýsing- unni að hún virtist ekki vera al- veg í takt við aldur flugvélarinnar, urðu þá mikil hlátrasköll í salnum. Ég tel það mikil forréttindi fyrir mig að hafa kynnst Jens og fengið að njóta allra þeirra stunda sem við tveir áttum saman í sumar á Hótel Selfossi, skrifstofum Kontakt og Set og í svarta Cherokee-jeppanum að gefa í upp brekkur en það þótti Jens einstaklega skemmtileg iðja. Það er óhætt að segja að fyr- ir mig hafi ein klukkustund með Jens verið eins og heil vika í viðskiptafræði því flóknustu hluti gat hann útskýrt á ein- faldan hátt. Allt mitt líf mun ég búa að því að hafa notið góðrar vináttu Jens þennan tíma og mun ég dreifa þekkingu hans og visku áfram til þeirra sem á vegi mínum verða í framtíðinni. Kristján Bergsteinsson. Jens Ingólfsson var einn af stofnendum Kontakt fyrir- tækjaráðgjafar árið 2004, en áður hafði hann starfað að svip- uðum verkefnum sem fólust í milligöngu um kaup og sölu fyrirtækja. Áður en Jens snéri sér að fyrirtækjaráðgjöfinni hafði hann flest öll ár starfs- ævinnar verið með eigin rekst- ur og byggt upp ný fyrirtæki á ýmsum vettvangi. Má þar nefna innflutning, framleiðslu og sölu á gallabuxum og uppbyggingu innlends merkis í þeim, hann stofnaði Kolaportið á sínum tíma og Vegahandbókin var hugarsmíð Jens. Undanfarinn áratug höfum við notið þess að vera í tengslum við eða unnið beint með Jens á vegum Kontakt. Þar var hann stjórnandinn og sá sem var hvað ötulastur í öfl- un verkefna og úrvinnslu þeirra. Það er hans verk að Kontakt varð umsvifamesta fyrirtækið á sínu sviði, sem er milliganga um kaup, sölu og sameiningu millistórra fyrir- tækja. Fyrirtæki eins og Kontakt bauð upp á samskipti við mik- inn fjölda fólks sem kom á skrifstofuna í þeim erinda- gjörðum að huga að sölu á rekstri sínum eða þá að það var að leita að góðu fyrirtæki eða fjárfestingatækifæri fyrir sig. Þessu fólki tók Jens á móti með bros á vör og léttur í lund. Með lágum rómi sínum leiddi hann viðmælandann að kjarna máls- ins og útskýrði hvernig best væri að standa að málum varð- andi kaup eða sölu. Og það var hlustað af áhuga og athygli. Það var alltaf hægt að ná í Jens. Farsíminn fylgdi honum hvert sem hann fór og hann tók öll símtöl strax eða hringdi til baka að vörmu spori. Á þessu varð engin breyting þótt Jens þyrfti að leggjast inn á sjúkra- hús eins og hann varð að gera allnokkrum sinnum síðustu misserin. Þar notaði hann tím- ann til að hafa samband við fólk og vinna á tölvuna sína. Sem stjórnandi var Jens ákaflega þægilegur og réttlát- ur. Hann var líka örlátur og vildi að aðrir bæru sanngjarnt úr býtum fyrir vel unnin verk. Það er ákveðin list að deila út verkefnum á samstarfsmenn þannig að þeir njóti bæði eig- inleika sinna við úrvinnslu verkefnanna og afraksturs góðs árangurs. Þá list kunni Jens manna best. Jens var mikill bjartsýnis- maður fram á síðasta dag. Hann hafði ætíð trú á að fyr- irtækin sem fólk bar upp við hann væru eins góð og lýst var, og að fyrir þau fengist gott verð. Það tæki ekki langan tíma að koma þeim í nýjar hendur. Þetta endurspeglaðist svo á hinn veginn þegar mögu- legum kaupendum voru kynnt tækifæri. Þá sannfærði Jens þá um hvað þeir gætu nú gert til að gera góðan rekstur betri. Hann hafði óendanlega trú á hugmyndum sem að hans mati voru góðar, og fram á dauða- dag fylgdi hann eftir hugmynd- um sínum sem frumkvöðull í nýjungum í ferðaþjónustu sem tengdust flugi. Jens er sárt saknað sem fé- laga og skarð hans verður ekki fyllt af neinum einum einstak- lingi. Við sendum Brynhildi okkar innilegustu samúðar- kveðjur sem og dætrum hans og fjölskyldunni allri. Guðni Halldórsson og Gunnar Svavarsson, samstarfsmenn og vinir. Það var líklega vorið 1968 sem ég sat í rútu, sem var að leggja af stað út á Keflavík- urflugvöll, þegar ungur maður með skjalatösku í hendinni kom inn í rútuna og leit í kringum sig. Þegar hann sá mig sitja ein- an aftarlega í rútunni hafði hann engin umsvif, hann storm- aði beinustu leið til mín settist og kynnti sig sem Jens R. Ing- ólfsson. Þetta var upphafið að kynn- um mínum og Jens sem staðið hafa síðan. Ferðinni var heitið til Majorka, ég var einn á ferð því systir mín hafði orðið að hætta við ferðina á síðustu stundu, en Jens var á vegum Guðna í Sunnu að undirbúa stofnun klúbbs á Majorka fyrir ungt fólk. Þetta hafði í för með sér að við höfðum næga risnu og verk- efnið var „að taka út alla helstu skemmti- og veitingastaði á Majorka“. Það kom mér strax á óvart hvað þessi ungi maður var framhleypinn og ímyndunarafl- ið auðugt enda hafði hann á þessum tíma þegar stofnað sitt fyrsta fyrirtæki sem var Silki- prent auk þess að hafa mörg járn í eldinum á hverjum tíma. Hann starfaði sem blaðamaður með skóla og var sívinnandi að einhverjum verkefnum. Hann var líka hár og myndarlegur, gat sagt konum það sem þær vildu heyra og heillaði þær á margan hátt. Jens menntaði sig í viðskipt- um og markaðsfræði og var með hugann allan við rekstur og stofnun fyrirtækja enda urðu þau nokkur áður en yfir lauk. Það verður að segjast að það að koma hugmyndum í fram- kvæmd höfðaði þó meira til Jens en að reka fyrirtækin eftir að þau höfðu sannað sig. Eitt af þeim fyrirtækjum sem Jens tók þátt í að stofna var Kolaportið sem upphaflega var rekið í bílageymslunni við Kalkofnsveg. Jens stofnaði fyrirtækið Partner og þróaði vörumerkið í framleiðslu gallabuxna og ann- ars fatnaðar. Hann stofnaði verslanir og rak saumastofur og hafði mikil umsvif þegar mest lét. Jens var ekki mikill útivist- armaður en gerði þó heiðarlega tilraun til að þvælast með mér í stangveiði í nokkur ár og meira segja á fjöll til að eltast við rjúpur. Lífið var ekki alltaf auðvelt fyrir Jens, hann átti við áfengisvanda að stríða eins og fleiri og hneigðist til þunglynd- is þegar á móti blés. Hann tókst þó á við vandann og hristi af sér púkana stærstan hluta ævinnar en varð að fara afar gætilega. Þegar vel gekk var það óbilandi bjartsýni sem ein- kenndi Jens öllu fremur. Á árinu 2004 var Jens búinn að stofna Kontakt fyrirtækja- ráðgjöf og bað hann mig að koma að fyrirtækinu með sér. Ég var til í slaginn og höfum við starfað saman á þessum vettvangi síðan. Þessi vinna átti svo sann- arlega við Jens og þar var hann í essinu sínu. Þarna naut hugmyndaauðgi hans og bjart- sýni sín til fullnustu og enginn var betri í því að sjá lausnir í erfiðum samningum. Erfið veikindi hafa ítrekað sótt Jens heim síðustu tíu árin og hafði hann því látið nokkuð á sjá. Það breytti ekki því að fram á síðasta dag var hann fullur bjartsýni og að leggja drög að viðskiptum. Það kom því flestum á óvart að hann skyldi kveðja okkur svo skyndi- lega. Að leiðarlokum vil ég votta öllum aðstandendum hans sam- úð mína og óska þeim velfarn- aðar í framtíðinni. Sigurður A. Þóroddsson. Jens Ingólfsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.