Morgunblaðið - 02.10.2015, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2015
Rauðsokkar minnast Vilborgar
Harðardóttur, blaðamanns og
frumkvöðuls í kvennahreyfingunni,
með málþingi í sal Þjóðminjasafns-
ins, laugardaginn 3. október, kl.
13–15.
Á málþinginu talar Steinunn
Marteinsdóttir leirlistarmaður um
vinkonuna Villu og Hildur Há-
konardóttir lýsir Vilborgu sem bar-
áttufélaga í Rauðsokkahreyfing-
unni. Drífa Snædal, fram-
kvæmdastjóri Starfsgreina-
sambandsins, fjallar um konur og
verkalýðsbaráttu, og Þórunn Svein-
bjarnardóttir, fyrrverandi alþingis-
maður og umhverfisráðherra, ræð-
ir um konur og umhverfi.
Reykjavíkurdætur leika listir sínar,
þar á meðal Þuríður Blær Jóhanns-
dóttir, dótturdóttir Vilborgar.
Málþingið er haldið í tengslum
við ljósmyndasýninguna Blaðamað-
ur með myndavél á jarðhæð Þjóð-
minjasafnshússins, en þar er sýnt
úrval blaðaljósmynda Vilborgar frá
sjöunda og áttunda áratugnum. Nú
í haust eru áttatíu ár liðin frá fæð-
ingu Vilborgar (1935–2002).
Málþing
um Vil-
borgu
Rauðsokkur minn-
ast frumkvöðuls
Viðtal Vilborg Harðardóttir að
störfum á sjöunda áratugnum.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
tók á miðvikudag, ásamt skólabörn-
um úr Dalskóla og íbúum í Úlfars-
árdal, fyrstu skóflustungur að nýj-
um Dalskóla. Skólinn verður
samþættur leik- og grunnskóli
ásamt frístundaheimili í Úlfars-
árdal.
Skóflustungan markar einnig
upphaf framkvæmda við menning-
armiðstöð, almenningsbókasafn,
sundlaug og íþróttamiðstöð, sem
nýtast mun íbúum í Grafarholti og
Úlfarsárdal. Heildarflatarmál
mannvirkjanna verður um 15.500
fermetrar.
Fyrsta byggingin sem mun rísa
er leikskóli sem tekinn verður í
notkun að ári og fyrst um sinn nýtt
fyrir grunnskólastarf. Skólabygg-
ingunni allri verður lokið haustið
2019. Hún verður hluti af tveggja
hæða hárri byggingu sem mun
liggja meðfram Úlfarsbraut. Inn-
angengt verður úr skólanum yfir í
menningarmiðstöð, almennings-
bókasafn, sundlaug og íþróttahús.
Íþróttavellir eru þegar tilbúnir á
flötunum við Úlfarsá og einnig hef-
ur verið gerð búningsaðstaða til
bráðabirgða, en íþróttafélagið
Fram er með starfsemi í dalnum.
Nýtt íþróttahús verður hluti af
þessum nýbyggingum Reykjavík-
urborgar og hefjast framkvæmdir
við það vorið 2017 og áætlað er að
þeim verði lokið sumarið 2019.
Heildarkostnaður við allar ný-
byggingar Reykjavíkurborgar í
Úlfarsárdal er áætlaður um 10
milljarðar, segir í frétt frá borg-
inni.
Bygging nýs Dalskóla hafin
Ljósmynd/Reykjavíkurborg
Kostnaður við nýbyggingar áætlaður um 10 milljarðar
Hlutfall fólks yngra en 25 ára sem
fær fjárhagsaðstoð til framfærslu í
Reykjavík er jafnlágt nú og árið
2000. Hlutfall 18-19 ára var lægra
árið 2014 en það var árið 2000 sam-
kvæmt uppplýsingum frá Reykja-
víkurborg. „Virkniverkefni hafa sýnt
umtalsverðan árangur. Má þar t.d.
nefna Atvinnutorg en á árinu 2014
fengu 336 ungmenni þjónustu At-
vinnutorgs. Af þeim lauk 241 þátt-
töku og einungis 95 þeirra fengu
fjárhagsaðstoð til framfærslu 1. jan-
úar 2015,“ segir í frétt frá Reykja-
víkurborg. Bent er á að velferðar-
svið hefur m.a. boðið upp á endur-
hæfingarúrræðið Kvennasmiðju
fyrir 24-45 ára mæður sem átt hafa
við langvarandi félagslega erfiðleika
að stríða. Hlutfall þeirra sem ekki fá
fjárhagsaðstoð til framfærslu 12
mánuðum eftir útskrift úr Kvenna-
smiðju er 63%.
Færri undir
25 ára fá fjár-
hagsaðstoð
Loftljós
Mikið úrval af fallegum
ljósum í nýrri og glæsilegri ljósadeild.
Gólflampar,
borðlampar
Frábært úrval af gólf- og
borðlömpum.
Rúm, sófar, stólar, handklæði,
rúmteppi, mjúka varan, náttborð,
höfðagaflar og margt fleira.
Metravaran 1.000 kr pr. l.metri
Svefnsófi - Cama
Vandaður svefnsófi, aðeins eitt
handtak til að breyta í svefnsófa.
Ljósadeild Ljósadeild
Margir litir
Sófi - Winner
Nýjar gerðir af tausófum.
Mikið úrval, margar stærðir.
Sófi - Skern
Frábær verð.
40-70% AFSLÁTTUR20%
AFSLÁTTUR
20%
AFSLÁTTUR
Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500
Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504
Sófa-og
ljósadagar
REYKJ A V Í K - A KUR E YR I
BULLI 3ja sæta
Tilboð: 199.992. - Fullt verð: 249.900
LitirNý vara
Litir
TILBOÐ
231.900.-
Fullt verð: 289.900.-
TILBOÐ
99.920.-
Fullt verð: 124.900.-
TILBOÐ
183.920.-
Fullt verð: 229.900.-
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tv
illu
ro
g
ve
rð
br
ey
tin
ga
r.
Só
fa
og
ljó
sa
da
ga
rs
ta
nd
a
yfi
rí
se
pt
em
be
r2
01
5.