Morgunblaðið - 02.10.2015, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 02.10.2015, Blaðsíða 68
68 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2015 ✝ Hilmar JónBragason fæddist í Reykjavík 5. ágúst 1948. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Ísafirði 24. sept- ember 2015. Foreldrar hans voru Steinunn Jónsdóttir hús- móðir, f. á Hellis- sandi 19.6. 1916, d. 19.12. 1994, og Bragi Agnarsson stýrimaður, f. á Fremstagili í Langadal 13.11. 1915, d. 17.3. 1999. Systkini Hilmars eru Erling Aðal- steinsson, f. 1938 (samfeðra), Viggó Emil, f. 1942, Brynjar Örn, f. 1944, Heiðar Þór, f. 1947, d. 2015, Íris Harpa, f. 1950, og Agnes Guðrún, f. 1952. Hilmar kynntist Claudiu Ósk Njálsstöðum í Húnavatnssýslu. Á menntaskólaárunum fór Hilmar til sjós á togaranum Sig- urði og hann lauk stúdentsprófi frá MR 1968. Hilmar skráði sig í læknisfræði árið 1968 en hætti í því námi og fór aftur til sjós þann vetur. Hilmar fór til Þýskalands 1969 til náms í efna- fræði og þar kynntist hann Claudiu Ósk. Saman fluttu þau til Íslands og til Akureyrar þar sem Hilmar starfaði sem kenn- ari í gagnfræðaskólanum. Hilm- ar lauk síðar BS prófi í efna- fræði og kennsluréttindum frá HÍ. Hilmar starfaði sem kennari í efnafræði og fleiri raun- greinum í MA og MR. Hann fluttist svo til Laugarvatns 1983 og starfaði sem kennari í ML allt til ársins 2010. Eftir að Hilmar komst á eftirlaun árið 2010 flutti hann norður í Svarf- aðardal og bjó þar til sumarsins 2015 er hann fluttist til Ísafjarð- ar. Útför hans verður gerð frá Áskirkju í dag, 2. október 2015, og hefst athöfnin kl. 13. Georgsdóttur, f. 11.3. 1951, árið 1973 og eignuðust þau tvo syni. 1. Óli- ver, f. 1974, maki Helgu Bjartar Möll- er, f. 1977, og eiga þau Urði, f. 2009, og Iðunni, f. 2012. 2. Georg, f. 1975, maki Fríðu Ein- arsdóttur, f. 1979, og eiga þau Brimi, f. 2005, og Særúnu, f. 2007. Hilmar bjó um stutt skeið á Álftanesi ásamt foreldrum sín- um og systkinum en síðar í Hólmgarðinum í Reykjavík. Hilmar kynntist fljótt sveita- störfum á Álftanesi og dvaldi þar iðulega á sumrin. Á barns- og unglingsárum var Hilmar í sveit á Valþúfu á Fellsströnd og Elsku pabbi. Við erum ekki enn búnir að átta okkur á að þú sért farinn. Þú varst svo hraust- ur og glaður allt síðasta ár þrátt fyrir veikindin þín. Svo gerðist þetta allt svo hratt. Það eru bara nokkrar vikur síðan þú horfðir spenntur á landsleikinn á móti Hollandi með bjór í hönd. Bangsímon Púi (Winnie The Po- oh) kemur svo oft upp í huga okkar þegar við hugsum um þig, en heimspekin í þessum bókum lýsir þér svo vel: njóta augna- bliksins, vera góður vinur og taka öllum opnum örmum. Þú hafðir svo gaman af því að fá gesti og vera gestur og vera í kringum fólk. Börnin okkar voru farin að þekkja sögurnar um Bangsímon þegar þú last þær fyrir þau. Skemmtilegast var samt þegar þú endursagðir þess- ar sögur og brandarana í þeim og hlóst svo mikið sjálfur. Hérna er brot úr uppáhalds sögunni þinni þegar Bangsímon fer til Kanínku og kemst í hann krapp- an: Bangsímon fannst alltaf gott að fá eitthvað gómsætt klukkan ellefu á morgnana og hann varð mjög glaður þegar Kanínka tók fram diska og bolla; og þegar Kanínka sagði: „Viltu hunang eða mjólk með brauðinu?“ var hann svo ákafur að hann sagði: „Hvort tveggja“ en svo vildi hann ekki vera of gráðugur og bætti því við: „En vertu ekkert að hafa fyrir brauðinu.“ (A.A. Milne) Elsku pabbi, takk fyrir allt saman. Óliver Hilmarsson og Georg Hilmarsson. Elsku Hilmar. Það sem enginn okkar vildi hugsa í fyrra er nú orðið, þú ert farinn frá okkur. Það er svo sárt að finna fyrir tómarúminu sem nú er í lífi okkar. Við kynntumst í München 1973, bæði í námi þá. Þú tókst mig með í ævintýraferð til heimalands þíns, fyrir mig þá til óþekktrar eyju langt úti í hafi, eyju sem átti eftir að verða heimaland sona okkar tveggja. Einlægni, nægjusemi, umönnun og áhugi þinn á lífinu hafa alla tíð dregið fólk jafnt sem dýr að þér. Og þó leiðir okkar skildi hefur sterk vinátta tengt okkur alla tíð föstum böndum, yfir heimsálfur og í 42 ár. Þegar þú fórst á eftirlaun var næsta stóra hlutverk að hugsa um barnabörnin okkar fyrir norðan. Þú planaðir oft eitthvað skemmtilegt fyrir barnabörnin í Reykjavík þegar þú komst suð- ur, til dæmis leikhúsferðir o.fl. og ég var svo heppin að slást í för með ykkur. Sem afi og amma áttum við margar góðar stundir þegar þú komst í heimsókn suður eða við fórum í heimsókn norður. „Fag- ur fiskur í sjó“ mun alltaf vera dýrmæt minning fyrir okkur öll, hvellandi barnshlátur og hæst af öllum afi og amma. Þakka þér fyrir að leyfa mér að fylgja þér þetta síðasta, erf- iða ár. Þakka þér fyrir skilning- inn á erfiðum tíma, fyrirgefn- ingu, ástúð og kærleika sem þú hefur sýnt mér, Hilmar. Þú varst sannur vinur, og svo miklu meira en það, traustur faðir, skemmtilegur afi, og algjör hetja. Með tíma mun tómarúmið fyllast af góðum minningum af þér. Góða ferð. Claudia. Ég held að það sé ekki mjög algengt að karlmenn við góða heilsu, rétt skriðnir yfir sextugt ákveði að nýta sér eftirlaunarétt sinn og hætti að vinna. Það gerði hins vegar Hilmar tengdafaðir minn fyrir fimm ár- um þegar hann sagði starfi sínu lausu, flutti úr kennaraíbúðinni sinni á Laugarvatni norður í land og fjárfesti í sínu fyrsta húsnæði, Tjarnargarðshorni í Svarfaðardal. Við Óliver, sonur Hilmars, bjuggum í næsta ná- grenni, í Skíðadal. Það var mikill hvalreki að fá Hilmar norður. Skyndilega átt- um við ættingja á svæðinu og litlu dætur okkar nutu góðs af afa sínum sem hafði endalausan tíma og þolinmæði til að dekra við þær. Hilmar hefur því verið í miklum tengslum við okkur fjöl- skylduna síðustu árin og okkar daglega líf mjög samtvinnað hans daglega lífi. Hilmar var svolítið sérstakur karl. Hann var góðmenni sem gerði ekki flugu mein í bókstaf- legri merkingu. Hann mátti ekk- ert aumt sjá hvort sem um var að ræða dýr eða menn. Hann var jafnréttissinni og veigraði sér ekki við því að taka að sér hin ýmsu verkefni sem mörgum körlum á sjötugsaldri hefði kannski blöskrað. Verkefni eins og að skipta um taubleiur og sjá um dætur okkar Ólivers í nokkra daga með öllu tilskildu. Hann bakaði vöfflur og hjóna- bandssælur, sauð sultur, gerði við föt, bauð í flottar veislur og hafði gaman af því að veita vel. Vinir okkar voru vinir hans og fjölskylda mín var fjölskylda hans. Hilmar bar mikla virðingu fyrir fólki og fjölbreytileikanum, honum fannst fólk með framandi reynslu áhugavert og tók því fagnandi. Hann var heimsmaður, talaði esperanto og þýsku auk ensku. Hilmar hafði unun af útiveru og fór mikið um á gönguskíðum. Hann var fuglaskoðari, skák- maður, spilaði bridge og las mik- ið. Það var frábært að fylgjast með Hilmari þegar hann var með litlu dætur okkar. Hann kenndi þeim um fuglana, flókin orð, las fyrir þær, fór með þær á skíði og bakaði með þeim. Hann var alltaf til í samveru með okk- ur og var einfaldlega maður sem sagði almennt já. Nú síðasta vetur breyttust að- stæður okkar Ólivers og upp kom sú staða að fýsilegt væri að flytja á Ísafjörð. Hilmar hafði greinst með krabbamein sumar- ið áður og var í meðferð sem gekk vel. Hann tók veikindunum af æðruleysi og ætlaði að sigrast á þeim. Hugmyndin um að flytja í burtu frá Hilmari var slæm í okkar eyrum en hann kom öllum á óvart og var tilbúinn að flytja með okkur vestur. Hann dreif í að selja fína húsið sitt í Svarf- aðardal og fjárfesta í húsi á Ísa- firði sem hann fékk afhent í sumar. Hann sagði að sig hefði alltaf langað til að skoða Vest- firðina betur og hlakkaði til. Þessi ákvörðun og hugrekki Hilmars voru mjög lýsandi fyrir hann. Hann var óeigingjarn, hálfgerður hippi, lagði litla sem enga áherslu á efnislega hluti og fjölskyldan var í algjörum for- gangi. Það hafa verið forréttindi að hafa verið svo mikið í samskipt- um við Hilmar á síðustu árum og ég sakna hans sárt. Það er erfitt að hugsa til þess að hann verði ekki í næsta nágrenni við okkur á nýjum stað. Fjölskyldunni votta ég mína dýpstu samúð. Helga Björt Möller. Hvað á að segja þegar ástkær faðir, afi, bróðir, frændi og vinur er hrifsaður í burtu? Eftir stönd- um við orðlaus, sár og hrygg. Ég man fyrst eftir Himma bróður svona fimm ára, þegar hann var níu ára, hann í hand- bolta eða fótbolta með vinum og félögum á Víkingsvellinum, eins og Rúnari Gísla og Einari heitn- um Mag, sem þá var við Hæð- argarð, og ég alltaf að elta stóru strákana og spyrja hvort ég mætti vera með. Himmi bróðir hafði óendanlega þolinmæði og umburðarlyndi gagnvart litlu systur, og oftast fékk ég að vera með, með einum eða öðrum hætti, þó ekki væri nema að sækja boltann fyrir strákana. Himmi bróðir var sá í fjöl- skyldunni okkar stóru sem fylgdist best með mér, náms- framvindu og gengi í íþróttum. Hann reyndar sá um að ég sinnti heimalærdómi og hjálpaði mér, ekki síst í stærðfræði eins og það heitir í dag, en var vitanlega bara einfaldur reikningur. Við áttum sameiginlegt áhugamál, æfðum bæði og kepptum í handbolta fyrir félag- ið okkar Víking. Við höfum verið stuðningsmenn Víkings allar götur síðan. Hilmar og ég vorum náin frá unga aldri og ekki breyttist það þegar hann varð skyndilega ein- stæður tveggja drengja faðir vorið 1977. Þá hringdi Hilmar í okkur Viðar (sem var þáverandi eiginmaður minn) á Ísafjörð og spurði hvort við ættum tök á að veita liðsinni. Við vorum komin til Akureyrar tveimur dögum síðar, þar sem Hilmar kenndi við gagnfræðaskólann og Mennta- skólann á Akureyri. Ég fékk að æfa mig að vera mamma fyrir þá draumadrengi, Óliver, sem þá var tæplega þriggja ára gamall, og Georg, sem þá var rúmlega eins og hálfs árs, á meðan þeir Himmi og Viðar grófu skurði fyrir Ak- ureyrarbæ. Þótt sambúð Hilmars og Claudíu stæði ekki lengi, aðeins í rúm þrjú ár, voru þau ávallt miklir og nánir vinir og Claudía, líkt og Óliver og Georg var vakin og sofin við hlið Hilmars í veik- indum hans. Vinátta Hilmars og Claudíu var einstök. Hilmar hefur alltaf verið ein- staklega umhyggjusamur, góður Hilmar Jón Bragason ✝ Jónína Mar-teinsdóttir fæddist 29. janúar 1927 í Ystafelli í Köldukinn. Hún lést á Dvalarheim- ilinu Hlíð á Akur- eyri 22. september 2015. Foreldrar henn- ar voru Marteinn Sigurður Sigurðs- son, bóndi í Ysta- felli, f. 10. maí 1894, d. 25. októ- ber 1984, og kona hans Kara Arngrímsdóttir, f. 2. febrúar 1894, d. 24. desember 1980. Systkini Jónínu eru: Kristbjörg Marteinsdóttir, f. 12. janúar 1918, d. 1. október 2010; Sig- urður Marteinsson, f. 6. maí 1921, d. 19. mars 1923; Sigurður Marteinsson, f. 9. maí 1924, d. 1. janúar 1989; Arngrímur Mar- teinsson, f. 26. júlí 1930. Hinn 7. september 1946 giftist Jónína Sigurði Sigurðssyni frá Landamóti. Foreldrar hans voru Sigurður Geirfinnsson, bóndi á Landamóti, f. 12. september 1893, d. 27. apríl 1981, og kona hans, Klara Guðlaugsdóttir, f. 15. júlí 1894, d. 12. ágúst 1953. Börn Jónínu og Sigurðar eru: Þormóður Sigurðsson, f. 15. ágúst 1959. Synir hans eru: a) Gunnar Freyr Þormóðsson, f. 11. júní 1980. b) Gísli Valur Þor- móðsson, f. 14. nóvember 1986, maki Júlía Björk Kristmunds- dóttir. c) Sigurður Fannar Þor- móðsson, f. 2. september 1988. Maki Þormóðs er Ave Kara Sillaots, f. 18. mars 1971. 6) Baldvin Hermann Sigurðs- son, f. 19. febrúar 1964. Dóttir hans er Una Baldvinsdóttir, f. 9. apríl 1983. Maki Baldvins er Anna Stefánsdóttir, f. 22. apríl 1957, og á hún fjögur börn. Jónína ólst upp í Ystafelli og gekk í barnaskóla, Héraðsskól- ann á Laugum, og Húsmæðra- skólann á Laugum. Eftir að hún giftist bjuggu þau hjónin á Landamóti en fluttust búferlum til Akureyrar árið 1964. Eftir að börnin komust á legg fór hún að vinna utan heimilis, lengst af við ýmis störf á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri. Einnig vann hún á Dvalarheimilinu Skjald- arvík. Jónína var virk í kvennabar- áttunni á sínum tíma og tók þátt í Kvennaframboðinu á Akureyri 1982, sem var ásamt framboði í Reykjavík undanfari Kvennalist- ans. Einnig var hún um árabil fé- lagi í Söngfélaginu Gígjunni, sem var kvennakór á Akureyri. Útför Jónínu fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag, 2. október 2015, og hefst athöfnin kl. 13.30. 1) Anna Sigrún Sig- urðardóttir, f. 16. júní 1946, d. 2. febr- úar 1952. 2) Svandís Sigurðardóttir, f. 30. desember 1947. 3) Klara Sigríður Sigurðardóttir, f. 25. júní 1952. Börn hennar eru: a) Linda Hrönn Krist- jánsdóttir, f. 25. júlí 1970, maki Harpa Elísa Þórsdóttir. b) Lis Ruth Klörudóttir, f. 22. mars 1979, maki Lúðvík Aron Kristjánsson og eiga þau tvö börn. c) Nína Kjartansdóttir, f. 24. desember 1983, maki Árni Viggó Sigur- jónsson og eiga þau tvö börn. Maki Klöru er Sigurður Ólafs- son, f. 29. september 1951, og á hann þrjú börn. 4) Sigurður Marteinn Sigurðsson, f. 25. júlí 1954, kona hans er Guðrún Stef- ánsdóttir, f. 7. febrúar 1956. Börn þeirra eru: a) Alda Björk Sigurðardóttir, f. 24. ágúst 1973, maki Baldvin Stefánsson og eiga þau tvær dætur. b) Haukur Þór Sigurðsson, f. 6. júní 1980, maki Inga Bryndís Bjarnadóttir og eiga þau tvo syni. c) Stefán Sig- urðsson, f. 16. febrúar 1982. 5) Tengdamóðir mín, Jónína Marteinsdóttir, kvaddi á fögrum haustdegi á áttugasta og níunda aldursári, södd lífdaga. Hún var orðin 71 árs og ég á miðjum aldri þegar við kynntumst og tók hún mér og mínum ákaflega vel frá fyrsta degi. Hún var ekki allra, nokkuð sérstök í háttum, talaði mikið og fór um víðan völl, vel gefin en minnið gaf sig nokkuð undir það síðasta. Hún hafði lúmskan húmor og gat verið sjálfhæðin, sem stundum fór framhjá viðmælendum hennar. Í henni var sterk, listræn taug. Hún söng um árabil í metnaðar- fullum kvennakór, Gígjunni, stundaði ýmsar hannyrðir og var liðtækur frístundamálari. Ýmislegt varð Jónínu mót- drægt í lífinu. Hún missti elstu dóttur sína úr hvítblæði fimm ára gamla og næstelsta dóttirin fékk heilahimnubólgu á öðru ári og varð fjölfötluð upp úr því. Auk þess glímdi Jónína sjálf við van- heilsu á yngri árum. Mann sinn missti hún 58 ára gömul og bjó ein eftir það. Erfið lífsreynsla hefur því eflaust sett sín spor á lundarfar hennar og beygt hana en hún brotnaði aldrei. Jónína var af sterkum þing- eyskum stofnum. Föðurafi henn- ar var Sigurður Jónsson í Ysta- felli, fyrsti ráðherra Framsóknarflokksins í fyrstu fjölskipuðu ríkisstjórn Íslands 1917-1920. Hann var meðal for- vígismanna í hinni einstöku menningar- og stjórnmálahreyf- ingu sem blómstraði í Þingeyjar- sýslum á síðari hluta 19. aldar og fyrri hluta þeirrar 20. Það þarf því ekki að undra, að fé- lagshyggja, framfarahugur og réttlætiskennd hafi staðið hjarta Jónínu nær enda tók hún virkan þátt í starfi Kvennaframboðsins og Kvennalistans á Akureyri á sínum tíma. Ég kveð Jónínu með virðingu og þakklæti fyrir velvilja og góð- an hug; – auk skemmtilegra grí- naktugheita þegar sá gállinn var á henni. Sigurður Ólafsson. Amma var kona sem hafði allt- af eitthvað að segja og hafði sterkar skoðanir á hlutunum. Það var þó alltaf stutt í grínið og gát- um við oft hlegið mikið þegar við sátum saman með kaffibolla í hönd. Hún hafði gaman af því að spá í bolla og sem lítilli stelpu fannst mér spennandi að hlera samtöl hennar við þá sem hún var að spá fyrir. Eftir að ég fullorðn- aðist gátum við setið saman og gleymt okkur í spjalli um pólitík og hafði hún mjög gaman af því að segja mér sögur af sér á sínum yngri árum og þátttöku sinni í kvennapólitík. Í heimsóknum mínum til hennar var líka oft gripið í myndalbúmið og mér sagt frá fólkinu á myndunum. Amma ólst upp í sveit og vandist því að taka vel á móti gestum og fylgdi það henni þegar hún flutti til Akureyrar. Þegar ég kom í heimsókn var öllu tjaldað til og veitingarnar bornar fram eins og halda ætti veislu, þótt það væri bara ég að koma. Amma sýndi áhuga á öllu því sem ég var að gera og var dugleg að segja mér hversu stolt hún væri af mér. Ef ég komst ekki í heimsókn til hennar hringdi hún reglulega í mig og vildi fá fréttir af mér og langömmubörnum sínum. Þegar ég hugsa til hennar sé ég hana alltaf fyrir mér brosandi og hlát- ur hennar ómar í eyrum mínum. Elsku amma, ég mun sakna þín en veit um leið að þú ert á góðum stað. Hvernig er hægt að þakka, það sem verður aldrei nægjanlega þakkað. Hvers vegna að kveðja, þann sem aldrei fer. Við grátum af sorg og söknuði en í rauninni ertu alltaf hér. Höndin sem leiddi mig í æsku mun gæta mín áfram minn veg. Ég veit þó að víddin sé önnur er nærveran nálægt mér. Og sólin hún lýsir lífið eins og sólin sem lýsti frá þér. (Sigga Dúa.) Lis Ruth Klörudóttir. Nína amma og Diddi afi áttu heima á Spítalaveginum þegar ég var ung og þangað var gott að koma. Í minningunni mátti allt, við Linda frænka hoppuðum í rúm- inu, slógumst með koddum, mát- uðum kjólana og skartgripina hennar ömmu þangað til allt var komið út úr fataskápum og skúff- um. Allt frekar frjálslegt og mikil gleði. Pínulítil var ég búin að átta mig á því að ekki mátti moka mold upp úr blómapottum, nema hjá ömmu Nínu fór ég ekki eftir því. Eitt var samt bannað, það var að grilla samlokur í vöfflujárninu, en Balli frændi grillaði þær samt handa okkur, við máttum bara ekki segja frá. Amma hafði gam- an af að mála og syngja, hún fór á myndlistarnámskeið og söng með Gígjunum. Hún var mikil kven- réttindakona og gekk í Kvenna- listann sem var hennar hjartans mál. Hún tók ekki bílpróf fyrr en um sextugt þegar hún var orðin ekkja, lærði á sjálfskipta bílinn sinn og var mjög stolt þegar hún tók svo prófið og gat verið frjáls. Ég var líka stolt af henni. Amma hafði gaman af að tala við fólk og var mikil félagsvera. Hún hafði sterkar stjórnmálaskoðanir og voru réttindi kvenna sérstakt áhugamál hennar. Hún hafði gaman af að brasa í eldhúsinu, helst þá eitthvað fram- andi og svolítið skrautlegt. Hún vildi nefnilega fara sína leið, ekki þá sem aðrir sögðu henni að fara eða fara eftir uppskriftum. Við fjölskyldan kveðjum ömmu Nínu og minnumst hennar með hlýju og söknuði. Alda Björk Sigurðardóttir. Jónína Marteinsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.