Morgunblaðið - 02.10.2015, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.10.2015, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2015 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Íslenska skyrið hefur sérstöðu og á sér mikla sögu á Íslandi. Við nýt- um það í markaðssetningunni,“ segir Miikka Eskola sem er upp- hafsmaður skyrævintýrsins í Finn- landi ásamt félaga sínum, Mika Leppäjärvi. Þeir segja mikilvægt í markaðsstarfi að finna góðar sögur til að koma á framfæri. „Við höfum sanna sögu að segja,“ segir Mika og vísar til skyrhefðarinnar á Ís- landi og þeirrar góðu vöru sem Mjólkursamsalan útvegar þeim. Finnar hafa tekið skyrinu ótrú- lega vel og hefur salan aukist stór- lega á hverju einasta ári, síðustu fimm ár, á meðan fyrirtæki Mi- ikka, Mika og félaga, Skyr Finland oy, hefur starfað. „Ætli það sé ekki þetta sígilda, að gera rétta hluti á réttum tíma,“ segir Miikka þegar leitað er skýringa á árangrinum. Þeir eru sjálfir hugfangnir af vörunni. Félagarnir reka markaðs- fyrirtæki í Helsinki og höfðu að- eins fengist við innflutning þegar Miikka ferðaðist um Ísland fyrir rúmum fimm árum og heillaðist af skyrinu. Hann segist hafa borðað skyr allan hringinn þegar hann ók hringveginn með þáverandi kær- ustu sinni. Segja sögu skyrsins Þeir nýta markaðsrannsóknir mikið við sölu skyrsins. Framan af höfðu þeir enga fjármuni til að fara út í dýrar markaðsherferðir eða auglýsingar en nýttu þau tæki- færi sem buðust, sérstaklega þar sem margt fólk kom saman. Þá voru þeir mættir til að gefa smakk, segja hvað skyr er og hvers vegna fólk ætti að kaupa það. Þeir sögðust hafa haft hugmynd um það hvaða bragðtegundir af skyri myndu falla Finnum vel í geð. Í upphafi hafi þeir fengið sömu vörur og MS var með á heimamarkaði. Þeir hafa síðan tek- ið þátt í vöruþróun MS. Þakka MS fyrir að hafa trú á sér og að fá að koma hugmyndum sínum að. Nú eru sextán bragðtegundir af skyri í hillum stórmarkaða í Finn- landi auk óbragðbætts skyr, alls sautján vörur. Til samanburðar má geta þess að innan við tíu bragð- tegundir eru á markaðnum á Ís- landi. Raunar nýtir MS finnska markaðinn til að reyna nýjar teg- undir. Fyrirtækið hefur þegar haf- ið framleiðslu á skyri sem fer vel í Finnann og sett í sölu hér á landi og fleiri bragðtegundir eru vænt- anlegar. Samkeppni stækkar markað Þegar Skyr Finland oy hóf inn- flutning á skyri var engin slík vara á markaðnum. Finnland er mikið mjólkurneysluland og ekki leið á löngu þar til stór finnsk mjólkur- samlög og alþjóðleg fóru að bjóða jógúrt með lítilli fitu. Það hefur ekki dregið úr sölu á skyri, heldur aukið við markaðinn. Nú síðast hóf sænski mjólkurrisinn Arla að selja vöru merkta sem skyr á finnska markaðnum og víðar. Mika og Miikka segja litla reynslu komna af nýjustu samkeppninni því innan við mánuður sé liðinn frá því Arla- skyrið kom á markaðinn. Þeir segja þó að Arla-skyrið bragðist ekki eins og íslenskt skyr og ekk- ert sé að óttast á meðan svo sé. Vöxtur í sölu á íslensku skyri hefur verið ævintýralegur þessi fimm ár. Mika telur að enn sé rými á markaðnum til að auka söluna en vöxturinn verði væntanlega ekki jafn hraður og til þessa. Miikka telur engar líkur á að vörur sem innihalda litla fitu, eins og skyr, gefi eftir á markaðnum. Frekar séu líkur á að þær sæki í sig veðr- ið. Segja alvöru sögur af skyri  Upphafsmenn skyrævintýrisins í Finnlandi vísa mikið til uppruna og sögu íslenska skyrsins við markaðssetningu  Fleiri bragðtegundir af skyri í hillum verslana í Finnlandi en á Íslandi Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Kraftaverkamenn Stofnendur og starfsmenn Skyr Finland oy hafa unnið ötullega að útbreiðslu skyrs í Finnlandi og unnið góðan markað fyrir vöruna. „Skur“ eða „skiir“ » Þótt skyr sé heiti á þessari tilteknu vöru í Finnlandi, eins og á Íslandi, er framburð- urinn ólíkur. Finnar kannast ekkert við „skyr“ þegar þeir eru spurðir en allir vita hvað „skur“ er. » Miikka og Mika telja raunar að finnski framburðurinn á orðinu skyr sé réttur en Íslendingar séu á rangri braut þegar þeir kalli skyrið alltaf „skiir“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.