Morgunblaðið - 02.10.2015, Blaðsíða 86

Morgunblaðið - 02.10.2015, Blaðsíða 86
86 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2015 Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187 Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í 30 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Glæsilegir sólskálar sem lengja sumarið og gera sælureitinn ómótstæðilegan Yfir 40 litir í boði! Hentar mjög vel íslenskri veðráttu Sólskálar - sælureitur innan seilingar Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Leikhópurinn Háaloftið frumsýnir leikritið Lokaæfingu eftir Svövu Jakobsdóttur (1930-2004) í Tjarnar- bíói á sunnudag- inn kemur, 4. október, en þá verða 85 ár frá fæðingu höfund- arins. Uppsetn- ingin er hluti af lestrarhátíð Bók- menntaborgar nú í október, en í ár er hún tileinkuð Svövu og hennar verkum. Af því tilefni hefur sagnasafn hennar, Sög- ur handa öllum, verið endurútgefið. Leikarar í Lokaæfingu eru Þor- steinn Bachmann, Elma Lísa Gunn- arsdóttir og Kristín Pétursdóttir. Tinna Hrafnsdóttir er leikstjóri en hún stofnaði Háaloftið ásamt Sveini Geirssyni fyrir nokkrum árum. Fyrri sýningar á vegum Háaloftsins eru Hrekkjusvín árið 2011 í Gamla bíó, Útundan árið 2014 í Tjarnarbíó og Ekki hætta að anda árið 2015 í Borgarleikhúsinu. Leikritið fjallar um hjón á fer- tugsaldri sem loka sig vikum saman af niðri í heimatilbúnu neðanjarð- arbyrgi. Fullkomin einangrunin af- hjúpar tilveru þeirra og smám sam- an mást út mörk raunveru og ímyndunar. „Það eru margar ástæður fyrir því að við völdum að taka Lokaæfingu til sýninga,“ segir Tinna. „Þetta er einstaklega vel skrifað verk og á fullt erindi við okkur í dag, miðað við þá nálgun sem við höfum valið. Svava skrifaði verkið um 1980 og við lögum það nokkuð að nútíman- um. Margt styður við þá ákvörðun okkar að taka verkið til sýninga nú, þetta þekktasta leikverk hennar, meðal annars það að nú er ald- arafmæli kosningarréttar kvenna og Svava var ötul baráttukona fyrir jafnrétti kynjanna og ein af okkar fyrstu þingkonum.“ Heimur sem ferst Tinna segir ákveðna grunnþætti verksins ekki breytast. „Það eru samskipti kynjanna, ábyrgðin sem felst í því að vera hluti af samfélagi og hvernig fólk tekst á við hana. Heimurinn sem við búum í er alltaf einhvernvegin við það að farast, eitt- hvað í alheiminum ógnar sífellt ör- yggi okkar og það er sífellt hlut- skipti mannsins að leita öryggis í fallvöltum heimi.“ Hún segir hjónin í leikritinu ákveða að baktryggja sig og búa til byrgi undir kjallaranum sem þau geta flúið í þegar, ekki ef, heimurinn ferst. „En það kaldhæðnislega við það í leikriti Svövu er það að heimurinn uppi á yfirborðinu er ekki að farast heldur heimur hjónanna þarna niðri,“ segir Tinna. „Það getur verið erfitt að vera lok- aður inni í litlu rými með annarri manneskju. Það reynir á þau sem manneskjur og afhjúpunin er óhjá- kvæmileg í þessari miklu nálægð.“ Hún segir áhersluna vera á það hvað aðstæðurnar geri fólki frekar en að það sé vont í sjálfu sér. „Við erum að segja sögu af fólki og mann- legu eðli.“ Djúpur skilningur á eðli manna Tinnu finnst Lokaæfing vera eitt raunsæislegasta verk Svövu sem var þekkt fyrir nokkuð absúrd nálgun. „Þetta verk er raunveruleikinn eins og hann mætir manni. Sem skáld finnst mér hún hafa haft gríð- ardjúpan skilning á mannlegu eðli og hvað það er sem breytist ekki í heiminum. Við munum aldrei verða fullkomnlega örugg og óöryggið, ástin og afhjúpunin verða alltaf til staðar. Þess vegna á þetta efni alltaf erindi – með þeirri nálgun sem við beitum er Lokaæfing tímalaust verk.“ Aldrei alveg örugg Raunveruleikinn Þorsteinn Bachmann og Elma Lísa Gunnarsdóttir í hlut- verkum sínum. „Þetta er einstaklega vel skrifað verk,“ segir Tinna.  Leikhópurinn Háaloftið frumsýnir Lokaæfingu eftir Svövu Jakobsdóttur í Tjarnarbíói á sunnudagskvöldið Tinna Hrafnsdóttir Myndlistarmaðurinn Arnór Bieltvedt opnar myndlistasýn- ingu í Gallerý Bakarí, Skólavörðustíg 40, í dag föstudag milli kl. 18 og 21. „Arnór hefur búið erlendis um þriggja áratuga skeið. Hann nam málaralist vid Rhode Island School of Design og hlaut meistaragráðu i málaralist frá Washington University í St. Louis. List Arnórs hefur verið til sýnis víða í Bandaríkj- unum og Evrópu. Hann hefur umboðsmenn fyrir list sína í Hollandi, Danmörku, Íslandi og Bandaríkjunum. Arnór mál- ar í afstrakt expressjónískum stíl,“ segir meðal annars í til- kynningu. Þar kemur einnig fram að undanfarin tvö ár hefur Arnór eingöngu einbeitt sér að þróun síns eigin afstraktstíls eftir að hafa málað landslags-, manna- og kyrralífsmyndir í rúma tvo áratugi. „Honum var boðið að taka þátt í ArtWalk listahátíðinni í Pasadena í næsta mánuði. Málverk hans tengjast bæði náttúru Íslands og Suður-Kaliforníu, þar sem hann starfar við listmálun og listkennslu í dag.“ Afstrakt Arnór Bieltvedt hefur þróað eigin afstraktstíl. Arnór Bieltvedt sýnir í Gallerý Bakarí Tónlistar- og hljóð- listamað- urinn Sam Slater kem- ur fram í Mengi í kvöld kl. 21. „Slater, sem er breskur, er að öllu jöfnu búsett- ur í Berlín en hefur haft aðsetur í Reykjavík um nokkurt skeið þar sem hann hefur starfað innan vé- banda Bedroom Community, út- gáfufyrirtækis Valgeirs Sigurðs- sonar og félaga. Í sex mánuði árið 2014 ferðaðist Slater um borgir og lönd sem eiga það sammerkt að eiga að baki stríð og borgarastyrj- aldir, þetta eru Berlín, Búrma og lönd á Balkanskaganum sem til- heyrðu Júgóslavíu fyrrverandi. Sla- ter safnaði hljóðum á hverjum stað fyrir sig sem ratað hafa inn á plötu hans Languish Barriers sem út kemur hjá útgáfufyrirtækinu All Female Parliament, 10. október nk. Í október leggur Slater í tónleika- ferðalag um Evrópu þar sem hann fylgir plötunni eftir, upphafs- punktur þess ferðalags verður því hér í Mengi,“ segir í tilkynningu. Sam Slater með tónleika í Mengi Beðið Kynningarmynd með tónleikunum. Guðmundur Rúnar Lúðvíks- son, Geir Ólafs- son og Kristján Jóhannsson koma fram á tónleikum á Háaloftinu í Vestmanna- eyjum í kvöld. „Allir eiga þeir langan en ólíkan tónlistarferil að baki og verður gaman að sjá og heyra þá leiða saman hesta sína hér í Eyjum um helgina,“ segir m.a. í tilkynn- ingu frá tónleikahaldara. Þar er á það minnt að Kristján hafi gert garðinn frægan á Scala og Met- ropolitan, Geir hafi „vaxið sem söngvari með hverju árinu og eng- inn túlkar betur stórsveitartónlist- ina“, auk þess sem Guðmundur Rúnar hafi komið víða við á ferli sínum sem myndlistar- og tónlist- armaður. Að sögn skipuleggjenda verður tónleikunum skipt upp í þrjá hluta þar sem hver listamað- ur syngur með sínu nefi auk þess sem þeir syngja líka saman. Í hljómsveitinni eru Bjarni Svein- björnsson á bassa, Vilhjálmur Guð- jónsson á gítar, Birgir Nielsen á trommur, Ástvaldur Traustason á píanó auk þess sem Geir sér um áslátt ásamt því að syngja. Þríeyki kemur fram á Háaloftinu Kristján Jóhannsson Fiðluleikarinn Dan Cassidy leiðir hljómsveit í gegnum helstu perl- urnar á efnisskrá franska fiðlarans kunna, Stéphane Grappelli, á tón- leikum í Gerðubergi í dag milli kl. 12.15 og 13.00. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröð sem nefnist Jazz í hádeginu. Gunnar Hilmarsson leikur á gítar og Leifur Gunnarsson á kontra- bassa. Tónleikarnir verða endur- teknir laugardaginn 3. október milli kl. kl. 13.15 og 14.00 í menn- ingarhúsi Spönginni. Tónleikaröðin Jazz í hádeginu hóf göngu sína í Gerðubergi haust- ið 2014 og hefur, að sögn aðstand- enda, átt miklum vinsældum að fagna. Cassidy leikur perlur Grappelli Fiðluleikari Dan Cassidy kemur fram á tónleikum í Gerðubergi í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.