Morgunblaðið - 02.10.2015, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 02.10.2015, Blaðsíða 64
Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is „Maður getur sjálfur gert svo ótal- margt fallegt fyrir heimilið, bara ef maður hefur til þess hugmynd- irnar, efniviðinn og áhöldin. Það er þar sem Handverkshúsið kemur til sögunnar,“ segir Sigurbjörg sem vinnur markvisst að því að gera heimilisdeildina í Handverkshúsinu stærri og viðameiri. „Auk þess ráða allir við að gera það sem við erum að bjóða upp á, bæði af því að það þarf ekki sérstaka kunnáttu til og svo eru hlutirnir á verði sem allir ættu að ráða við. Foreldrar eða ömmur og afar geta dundað með krökkunum að búa til eitthvað fal- legt ásamt því að saumaklúbbar og vinahópar hittast mikið yfir hand- verki frá okkur. Hvað er skemmti- legra en að búa til eitthvað fallegt til heimilisins, eða þá til gjafa, og hafa gaman saman við að búa það til?“ Handverkshúsið hefur und- anfarna mánuði verið að byggja upp það sem Sigurbjörg kallar „Home Decor“ deild þar sem ým- islegt nytsamlegt má fá til að galdra fram ýmis konar prýði sem er til þess fallin að gera húsið að heimili. „Við erum með vörur til að búa til skrautmuni, áhöld og efni til að gera upp húsgögn, brennipenna til að útbúa hvers kyns merkingar í við og úða á brúsum sem gefur gleri sandblásna áferð, eins og filma nema bara miklu auðveldara í meðförum.“ Innanhússarkitekt og hús- gagnasmiður á staðnum Næsta verkefni er svo að búa til klukkur til heimilisins, með alls konar fallegri hönnun. Möguleik- arnir eru endalausir, það þarf bara að virkja sköpunargáfuna hjá fólki, eins og Sigurbjörg útskýrir. „Stundum leiði ég fólk aðeins áfram en oft fer það hreinlega á flug af sjálfu sér. Við erum líka með stóra hugmyndamöppu, með hlutum eftir mig og eins eftir við- skiptavini okkar og hún dugar oft til að fá fólk í gang, ef það vantar innblástur.“ Sigurbjörg bætir því við að það sé ótvíræður kostur að í Handverkshúsinu geti fólk leitað til hennar, sem er innanhússarkitekt eins og fyrr sagði, og einnig sé á staðnum húsgagnasmiður sem geti leiðbeint fólki og sagt til um hvað- eina sem lýtur að mublum og um- sýslu á þeim. „Við erum með margs konar námskeið sem hafa notið mikilla vinsælda og þessi „do- it-yourself“ heimur er virkilega skemmtilegur að sökkva sér í, enda fátt skemmtilegra en að gefa sköp- uninni lausan tauminn og fegra heimilið um leið.“ Karlarnir skoða meðan kon- urnar kaupa í matinn Aðspurð hvort konurnar séu uppistaðan í hópi viðskiptavina seg- Skapandi lausnir fyrir heimilið  Handverkshúsið í Kópavogi hefur um árabil séð einstaklingum með sköpunarþörf fyrir margvíslegum lausnum, bæði í formi námskeið, verkfæra og hugmynda  Heimilið og hugmyndir þar að lútandi verða sífellt vinsælli Sköpunargleði „Stundum leiði ég fólk aðeins áfram en oft fer það hreinlega á flug af sjálfu sér,“ segir Sigurbjörg um námskeiðin hjá Handverkshúsinu. Morgunblaðið/Styrmir Kári Handverk „Við erum með margs konar námskeið og þessi „do-it-yourself“ heimur er virkilega skemmtilegur að sökkva sér í, enda fátt skemmtilegra en að gefa sköpuninni lausan tauminn og fegra heimilið um leið.“ ir hún svo ekki vera, enda sé mikið úrval í Handverkshúsinu af alls konar verkfærum og öðru sem höfði sterkt til strákanna. „Það er einmitt gaman að segja frá því að það er býsna algengt að konur fari að kaupa inn í versluninni Kosti, sem er hér rétt hjá, og sendi eig- inmennina á meðan í Handverks- húsið á meðan svo þeim leiðist ekki á meðan. Við erum stundum hálf- gerð gæsla fyrir karlana,“ bætir hún við og hlær. „En ég vinn að því að fá konurnar inn í enn meiri mæli því það er svo mikið af fín- gerðu handverki að fá hér hjá okk- ur í bland við veigameiri verkfæri. Þá erum við líka með töluvert af bókum sem fjalla um leiðir til að gera eitthvað fallegt í höndunum. Úrvalið verður sífellt meira og allir ættu að finna eitthvað áhugavert hjá okkur, enda búðin um 600 fer- metrar.“ 64 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2015 HEIMILI og hönnun Námskeið á næstunni Það stendur ýmislegt til í Handverkshúsinu og marg- vísleg námskeið á döfinni. Hér að neðan má sjá dæmi um námskeið sem hefjast fljót- lega. Silfursmíði, 20.-22. október Tálgun, grunnnámskeið, 2.-4. nóvember Tréskurður, 1-11 2.-4. nóv- ember Húsgagnasmíði, 27. okt.-4. nóvember Gler Tiffany’s, 24. október Silfursmíði 6 vikna, 12. okt.-16. nóvember Silfurleir, 13. okt. Víravirki, 6.-7. október Tálgun, fuglar og fígúrur, 26.- 27. október Hnífasmíði, 30.-31. okt. Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is „Ljóstæknifélagið er áhugasamtök aðila sem vilja stuðla að betra ljósumhverfi og betri vitund fólks um mikilvægi góðrar lýsingar,“ segir formaður félagsins, Örn Guðmundsson rafmagnsverkfræð- ingur hjá VSB Verkfræðistofu. „Þetta er orðið 60 ára gamalt fé- lag, og gegnum tíðina hafa með- limir mikið til verið fagmenn sem tengjast lýsingu og sjónstarfi. Þeir hafa verið kjarninn í þessum félagsskap.“ Örn bætir því við að Ljóstækni- félagið sé markvisst að reyna að tengja sig inn á fjölbreyttari svið eins og arkitektúr, innanhúss- hönnun og landslagsarkitektúrinn sömuleiðis, og þaðan ná auknum tengslum við notendurna. „Þar kemur þetta starf inn sem við höf- um í auknum mæli verið að leggja áherslu á, þessi almenna upplýs- ing um mikilvægi lýsingar og hvaða atriði það eru sem er mik- ilvægt að hafa í huga þegar mað- ur leggur drög að lýsingu, bæði innan húss og utan.“ Örn segist hafa verið um skeið talsmaður þess að fólk eigi að vera vakandi fyrir möguleikunum sem eru til staðar í sambandi við lýsingu og í þeim efnum sé mikil- vægt að einblína ekki alltaf um of á raflýsinguna. „Það þarf að horfa meira í dagsljósið og það er nokkuð sem er mikið í umræðunni um þessar mundir, semsé dags- birtulýsing sem hluti af arkitektúr og skipulagi. Þarna erum við líka farin að tengja okkur inn á orku- umræðuna, en þessi málaflokkur hefur eflst mjög í tengslum við viðleitni til að draga úr orkusó- un,“ útskýrir Örn. „Að einhverju leyti náum við kannski ekki að tengja okkur við þessa umræðu, með allar okkar vatnsaflsvirkj- anir, en í Evrópu er lýsing stór hluti af orkunotkuninni og mikið af orkuframleiðslunni er með orkugjöfum sem eru ekki góðir fyrir umhverfið.“ Örn nefnir ennfremur að sífellt komi betur og betur í ljós hversu þýðingarmikil dagsbirtan sé fyrir „rythmann“ okkar, eða líkams- klukkuna, frá degi til dags og hvað sveiflan í dagsbirtunni sé að hafa mikil áhrif á okkur, tilfinn- ingalega og líffræðilega. „Það er því býsna fjölþætt, sviðið sem Ljóstæknifélagið er að sinna, fylg- ist með og reynir að miðla upplýs- ingum um til almennings.“ Góð lýsing á heimilinu Miðlun upplýsinga til almenn- ings um ljósnýtingu hefur verið snar þáttur í starfsemi Ljóstækni- félagsins og liður í þeirri starf- semi er útgáfa veglegs bæklings sem nefnist „Góð lýsing á heim- ilinu“ og kom nýlega út í tilefni af 60 ára afmæli félagsins. „Við höf- um í gegnum tíðina unnið mikið með sérhæfðum fagaðilum á sviði lýsingar en erum í seinni tíð að reyna í auknum mæli að tengja okkur inn á almenninginn og auka almenna vitund á mikilvægi lýsingar. Það er einmitt tilgang- urinn með útgáfu þessa rits,“ seg- ir Örn en umrætt rit má nálgast ókeypis á vefnum ljosfelag.is. Þar má skoða það með rafrænum hætti ellegar hlaða því niður í heild sinni á pdf-formi og hvetur Örn alla til að kíkja á síðu félags- ins og nálgast þar ritið. Í því er að finna samantektir á hagnýtum upplýsingum og hollráðum fyrir hverja vistarveru hússins fyrir sig, sem öll miða að betri ljósnýt- ingu og um leið orkunýtingu. „Þarna má líka finna hagnýt ráð um glampa og óþægindabirtu (glýju), svo eitthvað sé nefnt, og allt eru þetta ráð sem við höfum öll í hendi okkar að fylgja. Þetta er allt saman svo einfalt þegar búið er að benda manni á þau,“ segir Örn að endingu og kímir við. Stuðlað að betra ljósumhverfi  Góð ljósnýting er mikilvæg og Ljóstækni- félag Íslands lumar á hollráðum og fróðleik Morgunblaðið/Styrmir Kári Ljósgæði Örn segir mikilvægt að nýta dagsbirtuna sem best, líka á stöðum sem þurfa að gegna margvíslegu hlutverki, eins og til dæmis borðstofuborð. Morgunblaðið/Árni Sæberg Birta „Við erum í seinni tíð að reyna í auknum mæli að tengja okkur inn á almenninginn og auka almenna vitund á mikilvægi lýsingar,“ segir Örn. Nytjalist Möguleikarnir til sköp- unar eru bókstaflega endalausir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.